Leikaranum Zach Galifianakis finnst handritið að framhaldsmyndinni The Hangover 2 betra en handritið að fyrstu myndinni.
„Það verður erfitt að toppa fyrstu myndina en við ætlum að reyna það, eða að minnsta kosti gera jafngóða mynd. Væntingarnar eru miklar og það gerir mig taugastrekktan," sagði Galifianakis.
Tökur á The Hangover 2 hefjast á næstu vikum og mun leikarinn endurtaka hlutverk sitt, rétt eins og þeir Bradley Cooper, Justin Bartha og Ed Helms. Leikstjóri verður hinn sami og áður, Todd Phillips.