Íslenska sendiráðið í Noregi hélt partí fyrir Eurovision-hópinn og gesti þeirra í vikunni. Á bloggsíðunni Eurovision Express, sem fylgist með öllu sem er að gerast í kringum keppnina, kemur fram að partíið hafi verið gríðarlega vel heppnað.
„Enn og aftur sýna Íslendingarnir okkur hvernig á að skemmta sér," segir bloggarinn undir fyrirsögninni: Ísland 12 stig! Hera og félagar settu á svið litla Eurovision-tónleika í partíinu.


