Mesti hávaðinn í trompetinum 4. desember 2010 19:15 Kristjón Daðason stundar nám við hinn virta Tónlistarháskóla í Árósum í Danmörku. Kristjón Daðason frá Stykkishólmi stundar trompetnám við Tónlistarháskólann í Árósum í Danmörku og stendur sig með prýði. Hinn sextán ára Baldvin Oddsson er ekki eini ungi trompetleikarinn sem er að gera það gott í útlöndum því Kristjón Daðason, 25 ára úr Stykkishólmi, er á þriðja ári við Tónlistarháskólann í Árósum í Danmörku. Íslenskir tónlistarunnendur ættu að kannast við verk hans því hann spilaði inn á síðustu plötu Diktu, Get It Together, og kom við sögu í hinu vinsæla lagi Sprengjuhallarinnar, Verum í sambandi. Einnig spilaði hann inn á plötu Ampop, Sail to the Moon. „Þetta er í rauninni bara snilld," segir Kristjón um skólann í Árósum, sem er mjög virtur. Hann er með fjórtán öðrum trompetleikurum í bekk og er það stærsti bekkur skólans, með nemendum frá níu löndum. Kristjón byrjaði sjö ára að læra á trompet hjá pabba sínum, Daða Þór Einarssyni, sem var tónlistarskólastjóri í Stykkishólmi en er núna stjórnandi Skólahljómsveitar Mosfellsbæjar. „Ég byrjaði þriggja eða fjögurra ára að spila á blokkflautu. Pabbi hafði verið með puttana í því en svo byrjaði ég á harmonikku. Mig minnir að mig hafi síðan langað að spila á eitthvert blásturshljóðfæri og það var mesti hávaðinn í trompetinum," segir Kristjón. Undanfarin ár hefur hann verið duglegur að spila með sinfóníuhljómsveitum áhugamanna víða um Danmörku og um helgina fer hann til Þýskalands til að spila með einni slíkri. Hann er að ljúka BA-prófi í skólanum um þessar mundir en stefnir á tveggja ára meistaranám. Í framhaldinu langar hann að kenna á trompet og jafnvel spila með sinfóníuhljómsveit. Spurður hvort trompetleikararnir í skólanum njóti kvenhylli segir hinn einhleypi Kristjón: „Ég er ekki bestur í mínum bekk en það er einn snillingur sem er mjög góður. Ef þú ert bestur í skólanum eru stelpurnar alveg að sýna þér áhuga." Um jólin ætlar hann að dvelja í Árósum og leikur þar meðal annars í kirkjum en um áramótin kemur hann heim og leikur á trompetinn í Lágafellskirkju á gamlárskvöld. freyr@frettabladid.is Lífið Mest lesið Sjö ára þrautaganga endaði með kraftaverki Lífið Unnur Birna og Daði eru nýtt par Lífið Pelsafár hraustra karlmanna geisar á landinu Lífið „Unun að troðið sé á manni þegar svona er“ Lífið Jón Ólafs og Hildur Vala keyptu í Vesturbænum Lífið „Einhvern tímann verðurðu að leyfa barninu þínu að flytja að heiman“ Lífið Hvar er Donald Trump? Lífið Krakkatía vikunnar: Kistuhylur, Kpop og Lína langsokkur Lífið Flottar flíkur og fylgihlutir fyrir haustið Lífið Leggst undir hnífinn vegna brjóstakrabbameins og frestar túrnum Lífið Fleiri fréttir Unnur Birna og Daði eru nýtt par Sjö ára þrautaganga endaði með kraftaverki Krakkatía vikunnar: Kistuhylur, Kpop og Lína langsokkur Hvar er Donald Trump? Hátíðin áminning um að veganismi sé lífsstíll en ekki megrunarkúr Fréttatía vikunnar: Fellibylur, körfubolti og Laufey Flottar flíkur og fylgihlutir fyrir haustið Indversk pizza að hætti Rakelar Maríu Trúlofuð en ekki búin að flytja inn saman „Einhvern tímann verðurðu að leyfa barninu þínu að flytja að heiman“ Bananakaka með silkimjúku súkkulaðikremi Svona heppnaðist hárígræðslan hjá Baldri og Einari Taka fyrir sambönd flugfreyja og flugmanna út frá sögum úr bransanum Jón Ólafs og Hildur Vala keyptu í Vesturbænum Leggst undir hnífinn vegna brjóstakrabbameins og frestar túrnum „Þetta var eins og Atlantis sem sökk“ Hafdís Huld bæjarlistamaður Mosfellsbæjar Vinsælast á Netflix og Spotify: Kóreskir djöflaveiðarar tröllríða öllu Silkimjúk súpa fyrir sálina Eru smáhrifavaldar að taka yfir markaðinn? Sex bestu veitingastaðirnir í Skandinavíu Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Fjölgar í fjölskyldu Maríu Birtu og Ella Ástarleikir á fjölbreyttum stöðum Fullkominn kókos og chiagrautur að hætti Elísabetar Mettu Sóley og Kormákur skáluðu í síðsumarsólinni Segir lýtaaðgerðir hennar leið til að eldast með reisn Kaupa glæsihús frænku Patriks Opnar sig eftir handtökuna Töluðu íslensku við mannhafið Sjá meira
Kristjón Daðason frá Stykkishólmi stundar trompetnám við Tónlistarháskólann í Árósum í Danmörku og stendur sig með prýði. Hinn sextán ára Baldvin Oddsson er ekki eini ungi trompetleikarinn sem er að gera það gott í útlöndum því Kristjón Daðason, 25 ára úr Stykkishólmi, er á þriðja ári við Tónlistarháskólann í Árósum í Danmörku. Íslenskir tónlistarunnendur ættu að kannast við verk hans því hann spilaði inn á síðustu plötu Diktu, Get It Together, og kom við sögu í hinu vinsæla lagi Sprengjuhallarinnar, Verum í sambandi. Einnig spilaði hann inn á plötu Ampop, Sail to the Moon. „Þetta er í rauninni bara snilld," segir Kristjón um skólann í Árósum, sem er mjög virtur. Hann er með fjórtán öðrum trompetleikurum í bekk og er það stærsti bekkur skólans, með nemendum frá níu löndum. Kristjón byrjaði sjö ára að læra á trompet hjá pabba sínum, Daða Þór Einarssyni, sem var tónlistarskólastjóri í Stykkishólmi en er núna stjórnandi Skólahljómsveitar Mosfellsbæjar. „Ég byrjaði þriggja eða fjögurra ára að spila á blokkflautu. Pabbi hafði verið með puttana í því en svo byrjaði ég á harmonikku. Mig minnir að mig hafi síðan langað að spila á eitthvert blásturshljóðfæri og það var mesti hávaðinn í trompetinum," segir Kristjón. Undanfarin ár hefur hann verið duglegur að spila með sinfóníuhljómsveitum áhugamanna víða um Danmörku og um helgina fer hann til Þýskalands til að spila með einni slíkri. Hann er að ljúka BA-prófi í skólanum um þessar mundir en stefnir á tveggja ára meistaranám. Í framhaldinu langar hann að kenna á trompet og jafnvel spila með sinfóníuhljómsveit. Spurður hvort trompetleikararnir í skólanum njóti kvenhylli segir hinn einhleypi Kristjón: „Ég er ekki bestur í mínum bekk en það er einn snillingur sem er mjög góður. Ef þú ert bestur í skólanum eru stelpurnar alveg að sýna þér áhuga." Um jólin ætlar hann að dvelja í Árósum og leikur þar meðal annars í kirkjum en um áramótin kemur hann heim og leikur á trompetinn í Lágafellskirkju á gamlárskvöld. freyr@frettabladid.is
Lífið Mest lesið Sjö ára þrautaganga endaði með kraftaverki Lífið Unnur Birna og Daði eru nýtt par Lífið Pelsafár hraustra karlmanna geisar á landinu Lífið „Unun að troðið sé á manni þegar svona er“ Lífið Jón Ólafs og Hildur Vala keyptu í Vesturbænum Lífið „Einhvern tímann verðurðu að leyfa barninu þínu að flytja að heiman“ Lífið Hvar er Donald Trump? Lífið Krakkatía vikunnar: Kistuhylur, Kpop og Lína langsokkur Lífið Flottar flíkur og fylgihlutir fyrir haustið Lífið Leggst undir hnífinn vegna brjóstakrabbameins og frestar túrnum Lífið Fleiri fréttir Unnur Birna og Daði eru nýtt par Sjö ára þrautaganga endaði með kraftaverki Krakkatía vikunnar: Kistuhylur, Kpop og Lína langsokkur Hvar er Donald Trump? Hátíðin áminning um að veganismi sé lífsstíll en ekki megrunarkúr Fréttatía vikunnar: Fellibylur, körfubolti og Laufey Flottar flíkur og fylgihlutir fyrir haustið Indversk pizza að hætti Rakelar Maríu Trúlofuð en ekki búin að flytja inn saman „Einhvern tímann verðurðu að leyfa barninu þínu að flytja að heiman“ Bananakaka með silkimjúku súkkulaðikremi Svona heppnaðist hárígræðslan hjá Baldri og Einari Taka fyrir sambönd flugfreyja og flugmanna út frá sögum úr bransanum Jón Ólafs og Hildur Vala keyptu í Vesturbænum Leggst undir hnífinn vegna brjóstakrabbameins og frestar túrnum „Þetta var eins og Atlantis sem sökk“ Hafdís Huld bæjarlistamaður Mosfellsbæjar Vinsælast á Netflix og Spotify: Kóreskir djöflaveiðarar tröllríða öllu Silkimjúk súpa fyrir sálina Eru smáhrifavaldar að taka yfir markaðinn? Sex bestu veitingastaðirnir í Skandinavíu Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Fjölgar í fjölskyldu Maríu Birtu og Ella Ástarleikir á fjölbreyttum stöðum Fullkominn kókos og chiagrautur að hætti Elísabetar Mettu Sóley og Kormákur skáluðu í síðsumarsólinni Segir lýtaaðgerðir hennar leið til að eldast með reisn Kaupa glæsihús frænku Patriks Opnar sig eftir handtökuna Töluðu íslensku við mannhafið Sjá meira