Stuðningsmenn Cleveland eru enn hundfúlir út í LeBron James fyrir að fara frá liðinu og ganga til liðs við Miami Heat.
Ákvörðun James síðastliðið sumar að gera ekki nýjan samning við Cleveland og spila frekar í stjörnuliði Miami þótti umdeild og féll í grýttan jarðveg hjá stuðningsmönnum Cleveland.
Í nýrri auglýsingu frá Nike spyr James hvað hann eigi að gera í þessu öllu saman. Stuðningsmenn Cleveland svara þeirri spurningu í myndbandinu sem má sjá hér.
James fær líka nokkrar pillur í myndbandinu. „Boston? Leikur 5? Við horfðum, þú hættir," sagði einn stuðningsmaðurinn og vísaði til leiksins þegar Cleveland tapaði fyrir Boston með 32 stiga mun í úrslitakeppninni í vor.
James svaraði spurningum um myndbandið fyrir leik Miami gegn New Orleans í gær. „Það var allt í lagi," sagði hann. „Það hefði getað verið betra."