Dikta kaupir útgáfuréttinn á Hunting For Happiness 25. ágúst 2010 09:15 haukur heiðar Önnur plata Diktu, Hunting For Happiness, er loksins fáanleg aftur í verslunum.fréttablaðið/daníel Hljómsveitin Dikta hefur keypt útgáfuréttinn á annarri plötu sinni Hunting For Happiness af fyrirtækinu Smekkleysu. Ástæðan er sú að platan hefur verið ófáanleg í tvö ár, nema á Tónlist.is, og það voru liðsmenn Diktu ekki sáttir við. „Okkur fannst það hvimleitt að platan hafi ekki fengist í svona langan tíma, sérstaklega af því að nýja platan er svona vinsæl," segir söngvarinn Haukur Heiðar. „Fólk hefur verið að spyrja mikið um gömlu plötuna og hvar væri hægt að fá hana. Það er allt í góðu á milli okkar og Smekkleysu en við ákváðum bara að fara þessa leið og gefa út sjálfir," útskýrir hann. Spurður segir hann að upphæðin sem sveitin þurfti að inna af hendi til að tryggja sér útgáfuréttinn hafi alls ekki verið há. „Við vorum líka rosalega ánægðir með umbúðirnar því þær eru með listaverki eftir Gabríelu Friðriksdóttur og hannaðar af Ragnari Helga Ólafssyni. Okkur fannst leiðinlegt að allir þyrftu að kaupa þetta á Tónlist.is í staðinn fyrir að njóta þess að eiga þetta í plastinu." Hunting For Happiness er nú komin í verslanir í samstarfi við útgáfufélagið Kölska. Platan kemur hugsanlega út erlendis síðar meir því Dikta hefur einnig tekið við erlenda útgáfuréttinum úr höndum Smekkleysu. Hunting for Happiness kom út árið 2005 og var gefin út í tvö þúsund eintökum, sem eru eins og áður sagði löngu uppseld. Platan fékk mjög góða dóma og komst á lista yfir 100 bestu plötur Íslandssögunnar. Nýjasta plata Diktu, Get It Together, hefur selst eins og heitar lummur síðan hún kom út fyrir jólin, eða í um átta þúsund eintökum, enda skartar það hinu gífurlega vinsæla Thank You. Þess má geta að fyrsta plata Diktu, Andartak, er við það að seljast upp en hún var framleidd í sex hundruð eintökum. „Við eigum nokkur eintök af henni enn þá sem við fundum í æfingahúsnæðinu. Við höfum verið að selja hana á völdum tónleikum en hún er svolítið mikið barn síns tíma og byrjendaverk," segir Haukur. Ljóst er að sú plata verður brátt safnaraeintak því ekki stendur til að endurútgefa hana eins og raunin varð með Hunting for Happiness. freyr@frettabladid.is Lífið Mest lesið Pabbi fyrir tvítugt, ekkill þrítugur, afi um fertugt og veltir rúmum milljarði Áskorun Pamela slær á sögusagnirnar Lífið Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Lífið Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Lífið Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Lífið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Hætti að þurfa að ryksuga upp hárin eftir hverja sturtu Lífið samstarf Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið Fleiri fréttir Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Pamela slær á sögusagnirnar Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Haustbingó í beinni á sunnudag Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu „Klárari, sætari og skemmtilegri með aldrinum“ Mömmupasta að hætti Lindu Ben Tökur á Disneymynd, óttalaus rotta eða eru allir vinir í Vesturbænum? Skvísur landsins skáluðu í miðborginni Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Kaupir fjórða húsið við sömu götu Tælenskar salatvefjur í anda Cheesecake Factory Íslenskur Hollywood-leikari selur íbúð í Seljahverfinu Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Íbúð í Vesturbænum með mikinn karakter Hrósar eiginkonu Bruce Willis fyrir umönnun leikarans Sjá meira
Hljómsveitin Dikta hefur keypt útgáfuréttinn á annarri plötu sinni Hunting For Happiness af fyrirtækinu Smekkleysu. Ástæðan er sú að platan hefur verið ófáanleg í tvö ár, nema á Tónlist.is, og það voru liðsmenn Diktu ekki sáttir við. „Okkur fannst það hvimleitt að platan hafi ekki fengist í svona langan tíma, sérstaklega af því að nýja platan er svona vinsæl," segir söngvarinn Haukur Heiðar. „Fólk hefur verið að spyrja mikið um gömlu plötuna og hvar væri hægt að fá hana. Það er allt í góðu á milli okkar og Smekkleysu en við ákváðum bara að fara þessa leið og gefa út sjálfir," útskýrir hann. Spurður segir hann að upphæðin sem sveitin þurfti að inna af hendi til að tryggja sér útgáfuréttinn hafi alls ekki verið há. „Við vorum líka rosalega ánægðir með umbúðirnar því þær eru með listaverki eftir Gabríelu Friðriksdóttur og hannaðar af Ragnari Helga Ólafssyni. Okkur fannst leiðinlegt að allir þyrftu að kaupa þetta á Tónlist.is í staðinn fyrir að njóta þess að eiga þetta í plastinu." Hunting For Happiness er nú komin í verslanir í samstarfi við útgáfufélagið Kölska. Platan kemur hugsanlega út erlendis síðar meir því Dikta hefur einnig tekið við erlenda útgáfuréttinum úr höndum Smekkleysu. Hunting for Happiness kom út árið 2005 og var gefin út í tvö þúsund eintökum, sem eru eins og áður sagði löngu uppseld. Platan fékk mjög góða dóma og komst á lista yfir 100 bestu plötur Íslandssögunnar. Nýjasta plata Diktu, Get It Together, hefur selst eins og heitar lummur síðan hún kom út fyrir jólin, eða í um átta þúsund eintökum, enda skartar það hinu gífurlega vinsæla Thank You. Þess má geta að fyrsta plata Diktu, Andartak, er við það að seljast upp en hún var framleidd í sex hundruð eintökum. „Við eigum nokkur eintök af henni enn þá sem við fundum í æfingahúsnæðinu. Við höfum verið að selja hana á völdum tónleikum en hún er svolítið mikið barn síns tíma og byrjendaverk," segir Haukur. Ljóst er að sú plata verður brátt safnaraeintak því ekki stendur til að endurútgefa hana eins og raunin varð með Hunting for Happiness. freyr@frettabladid.is
Lífið Mest lesið Pabbi fyrir tvítugt, ekkill þrítugur, afi um fertugt og veltir rúmum milljarði Áskorun Pamela slær á sögusagnirnar Lífið Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Lífið Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Lífið Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Lífið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Hætti að þurfa að ryksuga upp hárin eftir hverja sturtu Lífið samstarf Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið Fleiri fréttir Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Pamela slær á sögusagnirnar Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Haustbingó í beinni á sunnudag Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu „Klárari, sætari og skemmtilegri með aldrinum“ Mömmupasta að hætti Lindu Ben Tökur á Disneymynd, óttalaus rotta eða eru allir vinir í Vesturbænum? Skvísur landsins skáluðu í miðborginni Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Kaupir fjórða húsið við sömu götu Tælenskar salatvefjur í anda Cheesecake Factory Íslenskur Hollywood-leikari selur íbúð í Seljahverfinu Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Íbúð í Vesturbænum með mikinn karakter Hrósar eiginkonu Bruce Willis fyrir umönnun leikarans Sjá meira