Shaquille O´Neal er einn margra leikmanna í NBA-deildinni sem hugsar sína framtíð þessa dagana en hann er með lausan samning við Cleveland.
Atlanta Hawks hefur gert miðherjanum stæðilega tilboð en þeir ætla sér stóra hluti og hafa endursamið við Joe Johnson.
Hinn 38 ára gamli O´Neal spilaði 53 leiki fyrir Cleveland síðasta vetur. Í þeim leikjum skoraði hann 12 stig að meðaltali og tók 6,7 fráköst að meðaltali í leik.