Forráðamenn Detroit Pistons í NBA-deildinni í körfubolta hafa sent frá sér yfirlýsingu þar sem þeir fullvissa stuðningsmenn sína um að félagið verði áfram í Detroit en Pistons-liðið er nú til sölu.
Yfirlýsingin kemur í kjölfar þess að orðrómur komst á kreik um að fjárfestar frá Las Vegas hefðu mikinn áhuga á að kaupa félagið og flytja það til skemmtanahöfuðborg heimsins.
Las Vegas Sun blaðið skrifaði um það á dögunum að aðilar í borginni væru búnir að tryggja sér það með samningi að NBA-lið væri á leiðinni til Las Vegas ef að byggð verður ný körfuboltahöll í borginni.
Detroit Pistons og Sacramento Kings voru bæði orðuð við þennan samning en nú hafa bæði félögin lokað fyrir þann möguleika að þau væru að flytja til Las Vegas.
Körfubolti