Vegna umræðu um fjármuni sem eftir stóðu við sölu Lánasjóðs landbúnaðarins Guðni Ágústsson skrifar 7. desember 2010 15:16 Þegar sala Lánasjóðs landbúnaðarins var ákveðin, var Einkavæðingar-nefnd falið að annast undirbúning og framkvæmd útboðs og sölu á eignum og skuldum Lánasjóðsins. Ríkisstjórnin ákvað með samþykki Alþingis í fjárlögum að verja andvirði sölunnar til að styrkja Lífeyrissjóð bænda. Landsbankinn skilaði inn hæsta tilboðinu uppá 2,6 milljarða og greiddi Landsbankinn þá upphæð inní Lífeyrissjóð bænda. Frá þessu er gengið 4. okt. 2005 þar með yfirtók Landsbankinn tilgreindar eignir og skuldir LL. Í samningnum kemur fram að yfirteknar eignir voru útlán í formi skuldabréfa og kröfur samkvæmt hlutdeildarskírteinum í innlendum fjárfestingarsjóðum. Jafnframt var tekið fram að, aðrar eignir Lánasjóðs landbúnaðarins fylgdu ekki með í kaupunum. Á grundvelli þessarar yfirlýsingar um aðrar eignir gaf Ríkisstjórnin undirrituðum sem Landbúnaðarráðherra, heimild til að styrkja byggingu reiðhalla reiðskemma og reiðskála í samráði við Hestamannafélög innan Landssambands hestamanna víðsvegar um landið. Á fjáraukalögum fyrir árið 2006 var farið fram á 330 milljónir króna til að styrkja slíkar byggingar, þessi tillaga var samþykkt á Alþingi. Þar kom fram að framlagið yrði fjármagnað með fjármunum sem stóðu eftir við sölu og niðurlagningu Lánasjóðs landbúnaðarins en voru ekki hluti af söluandvirði sjóðsins. Í framhaldinu var rætt við mig sem Landbúnaðar-ráðherra um að upphæðin í peningum sem til ráðstöfunar var, væri 214 milljónir auk eigna í þremur jörðum sem enn væri óvíst hverju skiluðu í sölu. Í framhaldinu var tekin ákvörðun um að ávaxta þessa fjármuni í bankavíxlum hjá Kaupþingsbanka hf . Sem á þeim tíma var talin mjög örugg fjárfesting og ávöxtunarleið. Reiðhallarstyrkirnir hafa verið greiddir út úr fjárlögum eftir gangi mála við byggingu þeirra og eru þær flestar komnar upp eða á lokastigi. Við fall bankanna og Kaupþingsbanka haustið 2008 breyttist hin peningalega eign sem stóð á bakvið ákvörðun Ríkisendurskoðunnar um fjármögnun reiðhallanna í almenna kröfu í þrotabúi Kaupþingsbankans. Með kröfulýsingu var gerð krafa um að umræddir fjármunir yrðu greiddir Sjávarútvegs- og landbúnaðar-ráðuneytinu f.h. Lánasjóðs landbúnaðarins sem almenn krafa. Nú liggur fyrir að umrædd krafa hefur fengist með bréfi 29. okt 2010 samþykkt úr þrotabúi Kaupþingsbanka sem almenn krafa. Ekki liggur enn fyrir hversu mikið fæst uppí kröfuna, vonandi sem mest. Ég lauk störfum sem Landbúnaðarráðherra í maí 2007 þá var þessi sjóður í góðri ávöxtun og enginn, ekki Ríkisendurskoðun né Fjármálaráðuneytið höfðu gert athugasemdir við ávöxtun þessara peninga sem urðu grundvöllur þess að 28 reiðhallir íþróttahús hestamanna eru nú risin eða að rísa um allt land. Ég átti gott samstarf við Ríkisendurskoðun í minni ráðherratíð og fór gjarnan að þeirra tillögum og leitaði til stofnunarinnar oft í málum sem voru erfið viðfangs. Ég geri enga athugasemd við umfjöllun Ríkis-endurskoðunar af þessu tilefni. Reykjavík 7. des. 2010 Guðni Ágústsson fyrrv. Landbúnaðarráðherra Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðni Ágústsson Mest lesið Óheiðarlegur óskalisti Sjálfstæðisflokksins Finnur Ricart Andrason Skoðun Hægriflokkarnir boða ójöfnuð fyrir íslenska skóla Dagbjört Hákonardóttir Skoðun 21 blár Jón Pétur Zimsen Skoðun Vanræksla á skyldum gagnvart öldruðum og sóun á skattfé Markús Ingólfur Eiríksson Skoðun „Að ganga á bak orða sinna“ – Hvað þýðir það eiginlega? Ragnheiður Stephensen Skoðun Opinberir starfsmenn: Bákn eða bústólpi? Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Lágir vextir og gott veður með draumsýn Viðreisnar um inngöngu í ESB? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson Skoðun Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson Skoðun Börnin á biðlistunum - það er ekki hægt að skálda þetta Dilja Ámundadóttir Zoega Skoðun Skoðun Skoðun Börnin á biðlistunum - það er ekki hægt að skálda þetta Dilja Ámundadóttir Zoega skrifar Skoðun Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson skrifar Skoðun Lágir vextir og gott veður með draumsýn Viðreisnar um inngöngu í ESB? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun „Að ganga á bak orða sinna“ – Hvað þýðir það eiginlega? Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Hægriflokkarnir boða ójöfnuð fyrir íslenska skóla Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Opinberir starfsmenn: Bákn eða bústólpi? Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Vanræksla á skyldum gagnvart öldruðum og sóun á skattfé Markús Ingólfur Eiríksson skrifar Skoðun 21 blár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Óheiðarlegur óskalisti Sjálfstæðisflokksins Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Blóðmeramálið að kosningamáli Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Stjórnlyndi og stöðnun Þórður Magnússon skrifar Skoðun Kæri húsasmiður og oddviti Samfylkingarnar í Suðurkjördæmi Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Eru kennaralausir skólar framtíðin? Elsa Nore skrifar Skoðun Hamstrahjól ríkisútgjalda Aron H. Steinsson skrifar Skoðun Grindavíkin mín Vilhjálmur Ragnar Kristjánsson skrifar Skoðun Kvíðakynslóðin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir skrifar Skoðun Einhver sú besta forvörn sem við eigum Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Að sjá ekki gjöf þjóðar fyrir græðgi Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Verðbólga og græðgi Bjarki Hjörleifsson skrifar Skoðun Rangfærsluvaðall Hjartar J. Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Þakkir til þjóðar Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyrissjóðsgreiðslur? Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson skrifar Skoðun Vilja miklu stærra bákn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad skrifar Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson skrifar Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Sjá meira
Þegar sala Lánasjóðs landbúnaðarins var ákveðin, var Einkavæðingar-nefnd falið að annast undirbúning og framkvæmd útboðs og sölu á eignum og skuldum Lánasjóðsins. Ríkisstjórnin ákvað með samþykki Alþingis í fjárlögum að verja andvirði sölunnar til að styrkja Lífeyrissjóð bænda. Landsbankinn skilaði inn hæsta tilboðinu uppá 2,6 milljarða og greiddi Landsbankinn þá upphæð inní Lífeyrissjóð bænda. Frá þessu er gengið 4. okt. 2005 þar með yfirtók Landsbankinn tilgreindar eignir og skuldir LL. Í samningnum kemur fram að yfirteknar eignir voru útlán í formi skuldabréfa og kröfur samkvæmt hlutdeildarskírteinum í innlendum fjárfestingarsjóðum. Jafnframt var tekið fram að, aðrar eignir Lánasjóðs landbúnaðarins fylgdu ekki með í kaupunum. Á grundvelli þessarar yfirlýsingar um aðrar eignir gaf Ríkisstjórnin undirrituðum sem Landbúnaðarráðherra, heimild til að styrkja byggingu reiðhalla reiðskemma og reiðskála í samráði við Hestamannafélög innan Landssambands hestamanna víðsvegar um landið. Á fjáraukalögum fyrir árið 2006 var farið fram á 330 milljónir króna til að styrkja slíkar byggingar, þessi tillaga var samþykkt á Alþingi. Þar kom fram að framlagið yrði fjármagnað með fjármunum sem stóðu eftir við sölu og niðurlagningu Lánasjóðs landbúnaðarins en voru ekki hluti af söluandvirði sjóðsins. Í framhaldinu var rætt við mig sem Landbúnaðar-ráðherra um að upphæðin í peningum sem til ráðstöfunar var, væri 214 milljónir auk eigna í þremur jörðum sem enn væri óvíst hverju skiluðu í sölu. Í framhaldinu var tekin ákvörðun um að ávaxta þessa fjármuni í bankavíxlum hjá Kaupþingsbanka hf . Sem á þeim tíma var talin mjög örugg fjárfesting og ávöxtunarleið. Reiðhallarstyrkirnir hafa verið greiddir út úr fjárlögum eftir gangi mála við byggingu þeirra og eru þær flestar komnar upp eða á lokastigi. Við fall bankanna og Kaupþingsbanka haustið 2008 breyttist hin peningalega eign sem stóð á bakvið ákvörðun Ríkisendurskoðunnar um fjármögnun reiðhallanna í almenna kröfu í þrotabúi Kaupþingsbankans. Með kröfulýsingu var gerð krafa um að umræddir fjármunir yrðu greiddir Sjávarútvegs- og landbúnaðar-ráðuneytinu f.h. Lánasjóðs landbúnaðarins sem almenn krafa. Nú liggur fyrir að umrædd krafa hefur fengist með bréfi 29. okt 2010 samþykkt úr þrotabúi Kaupþingsbanka sem almenn krafa. Ekki liggur enn fyrir hversu mikið fæst uppí kröfuna, vonandi sem mest. Ég lauk störfum sem Landbúnaðarráðherra í maí 2007 þá var þessi sjóður í góðri ávöxtun og enginn, ekki Ríkisendurskoðun né Fjármálaráðuneytið höfðu gert athugasemdir við ávöxtun þessara peninga sem urðu grundvöllur þess að 28 reiðhallir íþróttahús hestamanna eru nú risin eða að rísa um allt land. Ég átti gott samstarf við Ríkisendurskoðun í minni ráðherratíð og fór gjarnan að þeirra tillögum og leitaði til stofnunarinnar oft í málum sem voru erfið viðfangs. Ég geri enga athugasemd við umfjöllun Ríkis-endurskoðunar af þessu tilefni. Reykjavík 7. des. 2010 Guðni Ágústsson fyrrv. Landbúnaðarráðherra
Lágir vextir og gott veður með draumsýn Viðreisnar um inngöngu í ESB? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun
Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson Skoðun
Skoðun Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson skrifar
Skoðun Lágir vextir og gott veður með draumsýn Viðreisnar um inngöngu í ESB? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Kæri húsasmiður og oddviti Samfylkingarnar í Suðurkjördæmi Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh skrifar
Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar
Lágir vextir og gott veður með draumsýn Viðreisnar um inngöngu í ESB? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun
Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson Skoðun