Tækifæri til að bæta ímyndina Steinunn Stefánsdóttir skrifar 22. desember 2010 06:15 Með lögum um fjármál stjórnmálaflokka sem sett voru árið 2006 er frambjóðendum sem taka þátt í forvali eða prófkjöri gert skylt að skila upplýsingum um kostnað vegna þess arna til Ríkisendurskoðunar. Í fljótu bragði virðist þetta ekki eiga að vera sérlega flókið mál. Það liggur í augum uppi að þessar upplýsingar eiga að vera opinberar. Kjósendur eiga sjálfsagða heimtingu á því að frambjóðendur, sem margir hverjir verja greinilega talsverðu fé til þess verkefnis að auka líkur sínar á að hreppa sæti á framboðslistum, geri grein fyrir því hvaðan það fé kemur. Auk þess er það svo sjálfsagt og gott aðhald við þá stjórnmálamenn sem í hlut eiga að þurfa að standa opinberlega skil á því hvaðan þeim kemur það fé sem þeir nota í prófkjörsbaráttu sína. Það eru því nokkur vonbrigði að liðlega helmingur þeirra sem sóttust eftir sæti á framboðslistum með þátttöku í forvali eða prófkjöri vegna borgar- og sveitarstjórnarkosninga í vor skuli af einhverjum ástæðum enn ekki hafa séð sér fært að skila inn upplýsingum um kostnað við framboð sitt nú þegar frestur er runninn út. Þeir frambjóðendur sem eiga eftir að gera grein fyrir kostnaði vegna framboða sinna mega skammast sín fyrir slóðaskapinn, og vonandi er um slóðaskap að ræða en ekki það að þessum frambjóðendum finnist þeir hafa eitthvað að fela fyrir kjósendum sínum. Það mátti út af fyrir sig búast við að það tæki einhvern tíma að festa ný og betri vinnubrögð í sessi í kjölfar laganna frá 2006. Það sætir hins vegar nokkurri furðu að þátttakendur í stjórnmálum skuli ekki átta sig á því tækifæri sem felst í þeim einfalda gjörningi að fara að þessum lögum. Traust íslensks almennings á stjórnvöldum og stjórnmálafólki er í algeru lágmarki eftir hrun efnahagskerfisins og krafan um gegnsæi og upplýsingar um fjárhagsleg tengsl hefur aldrei verið sterkari en nú. Það er þannig síst til að auka traust almennings á stjórnmálamönnum að meira en helmingur þátttakenda í prófkjörum og forvali vegna sveitarstjórnarkosninga í vor skuli ekki hafa séð sér fært að skila yfirliti yfir kostnað sinn. Með því eru þeir að missa af góðu tækifæri til að auka trúverðugleika sinn og styrkja ímyndina. Um leið myndi að líkindum tiltrú almennings á stjórnmálastéttina í heild sinni aukast og þar með tiltrúin á stjórnvöld. Vonandi áttar stjórnmálafólkið í landinu sig fljótt og vel á þessu tækifæri og lætur það sér ekki úr greipum ganga. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Steinunn Stefánsdóttir Mest lesið Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Alvotech og Arion banki stofna grunnskóla Haraldur Freyr Gíslason Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Nýr kafli í sögu ESB Michael Mann Skoðun Skoðun Skoðun Skilaboð hátíðarinnar Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Með lögum um fjármál stjórnmálaflokka sem sett voru árið 2006 er frambjóðendum sem taka þátt í forvali eða prófkjöri gert skylt að skila upplýsingum um kostnað vegna þess arna til Ríkisendurskoðunar. Í fljótu bragði virðist þetta ekki eiga að vera sérlega flókið mál. Það liggur í augum uppi að þessar upplýsingar eiga að vera opinberar. Kjósendur eiga sjálfsagða heimtingu á því að frambjóðendur, sem margir hverjir verja greinilega talsverðu fé til þess verkefnis að auka líkur sínar á að hreppa sæti á framboðslistum, geri grein fyrir því hvaðan það fé kemur. Auk þess er það svo sjálfsagt og gott aðhald við þá stjórnmálamenn sem í hlut eiga að þurfa að standa opinberlega skil á því hvaðan þeim kemur það fé sem þeir nota í prófkjörsbaráttu sína. Það eru því nokkur vonbrigði að liðlega helmingur þeirra sem sóttust eftir sæti á framboðslistum með þátttöku í forvali eða prófkjöri vegna borgar- og sveitarstjórnarkosninga í vor skuli af einhverjum ástæðum enn ekki hafa séð sér fært að skila inn upplýsingum um kostnað við framboð sitt nú þegar frestur er runninn út. Þeir frambjóðendur sem eiga eftir að gera grein fyrir kostnaði vegna framboða sinna mega skammast sín fyrir slóðaskapinn, og vonandi er um slóðaskap að ræða en ekki það að þessum frambjóðendum finnist þeir hafa eitthvað að fela fyrir kjósendum sínum. Það mátti út af fyrir sig búast við að það tæki einhvern tíma að festa ný og betri vinnubrögð í sessi í kjölfar laganna frá 2006. Það sætir hins vegar nokkurri furðu að þátttakendur í stjórnmálum skuli ekki átta sig á því tækifæri sem felst í þeim einfalda gjörningi að fara að þessum lögum. Traust íslensks almennings á stjórnvöldum og stjórnmálafólki er í algeru lágmarki eftir hrun efnahagskerfisins og krafan um gegnsæi og upplýsingar um fjárhagsleg tengsl hefur aldrei verið sterkari en nú. Það er þannig síst til að auka traust almennings á stjórnmálamönnum að meira en helmingur þátttakenda í prófkjörum og forvali vegna sveitarstjórnarkosninga í vor skuli ekki hafa séð sér fært að skila yfirliti yfir kostnað sinn. Með því eru þeir að missa af góðu tækifæri til að auka trúverðugleika sinn og styrkja ímyndina. Um leið myndi að líkindum tiltrú almennings á stjórnmálastéttina í heild sinni aukast og þar með tiltrúin á stjórnvöld. Vonandi áttar stjórnmálafólkið í landinu sig fljótt og vel á þessu tækifæri og lætur það sér ekki úr greipum ganga.
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun