Denzel hinn mikli 11. nóvember 2010 06:00 Stórleikari Denzel Washington er skærasta blökkumannastjarnan í kvikmyndaheiminum. Hann var fyrsti blökkumaðurinn í 38 ár til að hljóta Óskarsverðlaun fyrir leik í aðalhlutverki og hefur um árabil verið í fremstu röð kvikmyndaleikara í Hollywood. Denzel Washington er einn af merkilegustu og fremstu svörtu leikurunum í sögu Hollywood og verður eflaust minnst í sömu andrá og Sidney Poitier, sem ruddi brautina upp á silfurtjaldið fyrir þeldökka Bandaríkjamenn. Nýjasta kvikmynd Denzel, Unstoppable, er dæmigerð amerísk hasarmynd þar sem Tony Scott er lestarstjóri. Mótleikari Washington og lærlingur í myndinni er Chris Pine, stjarnan úr síðustu Star Trek-mynd. Unstoppable segir frá tveimur starfsmönnum járnbrautarfyrirtækis sem taka að sér það hlutverk að koma í veg fyrir að stjórnlaus lest, full af eitur- og sprengiefnum, valdi eyðileggingu í nálægum smábæjum. Myndin er innblásin af sannsögulegum atburðum sem áttu sér stað árið 2001 í Ohio þegar vörulest keyrði stjórnlaus eftir lestarteinum með stórhættulegar eiturgufur innanborðs. Kvikmyndir eins og Unstoppable hafa hins vegar ekki gert Denzel Washington að einum áhrifamesta blökkumanninum í Hollywood. Denzel byrjaði eins og flestir leikarar í Ameríku, í sjónvarpi. Hann vakti fyrst athygli í sjónvarpsseríunni St. Elsewhere þar sem hann lék dr. Phillip Chandler. En árið 1987 varð flestum ljóst að ferli Denzel í sjónvarpi var að ljúka. Þá lék hann suður-afrísku frelsishetjuna Steven Biko í Cry Freedom á móti Kevin Kline. Hann fylgdi þeirri frammistöðu eftir með stórleik í Glory en fyrir túlkun sína á strokuþrælnum Trip fékk Denzel Óskarsverðlaun fyrir bestan leik í aukahlutverki. Þar með var ferill hans næstum gulltryggður, hann fékk stór hlutverk í rándýrum hasarmyndum á milli þess sem hann túlkaði sögufræga menn á borð við blökkumannaleiðtogann Malcolm X, Rubin „Hurricane" Carter og heróín-innflytjandann Frank Lucas í American Gangster. Denzel þykir mikið kyntákn, hann ratar yfirleitt hátt á lista yfir kynþokkafyllstu kvikmyndastjörnur allra tíma. Persónur hans eru yfirleitt með ríka réttlætiskennd og leikur hans þykir oft vera nokkuð „dramatískur". Denzel veit yfirleitt alltaf best á hvíta tjaldinu og lætur ekki bjóða sér neitt kjaftæði eða vaða yfir sig. Það kemur því kannski ekkert á óvart að pabbi leikarans skuli vera þekktur prestur og mikill predikari í hvítasunnusöfnuði í New York, sá bakgrunnur er oft augljós þegar persónur hans eru skoðaðar. Hins vegar verður það aldrei tekið af Denzel að hann var fyrsti svarti karlleikarinn í 38 ár til að hljóta Óskarsverðlaun fyrir leik í aðalhlutverki, árið 2002 þegar hann lék spilltu lögguna Alonzo Harris í Training Day. Sidney Poiter hafði fengið styttuna góðu fyrir leik sinn í kvikmyndinni Lilies of the Field árið 1964. Og slíkur árangur er varðveittur í réttindabaráttu svartra. freyrgigja@frettabladid.is Lífið Mest lesið „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Lífið Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Lífið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni Halla byrjaði á Keto, missti tuttugu kíló og hætti á gigtarlyfjunum Lífið Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Lífið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Tónlist Hjarðhegðun Íslendinga Lífið Fleiri fréttir „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Sjá meira
Denzel Washington er einn af merkilegustu og fremstu svörtu leikurunum í sögu Hollywood og verður eflaust minnst í sömu andrá og Sidney Poitier, sem ruddi brautina upp á silfurtjaldið fyrir þeldökka Bandaríkjamenn. Nýjasta kvikmynd Denzel, Unstoppable, er dæmigerð amerísk hasarmynd þar sem Tony Scott er lestarstjóri. Mótleikari Washington og lærlingur í myndinni er Chris Pine, stjarnan úr síðustu Star Trek-mynd. Unstoppable segir frá tveimur starfsmönnum járnbrautarfyrirtækis sem taka að sér það hlutverk að koma í veg fyrir að stjórnlaus lest, full af eitur- og sprengiefnum, valdi eyðileggingu í nálægum smábæjum. Myndin er innblásin af sannsögulegum atburðum sem áttu sér stað árið 2001 í Ohio þegar vörulest keyrði stjórnlaus eftir lestarteinum með stórhættulegar eiturgufur innanborðs. Kvikmyndir eins og Unstoppable hafa hins vegar ekki gert Denzel Washington að einum áhrifamesta blökkumanninum í Hollywood. Denzel byrjaði eins og flestir leikarar í Ameríku, í sjónvarpi. Hann vakti fyrst athygli í sjónvarpsseríunni St. Elsewhere þar sem hann lék dr. Phillip Chandler. En árið 1987 varð flestum ljóst að ferli Denzel í sjónvarpi var að ljúka. Þá lék hann suður-afrísku frelsishetjuna Steven Biko í Cry Freedom á móti Kevin Kline. Hann fylgdi þeirri frammistöðu eftir með stórleik í Glory en fyrir túlkun sína á strokuþrælnum Trip fékk Denzel Óskarsverðlaun fyrir bestan leik í aukahlutverki. Þar með var ferill hans næstum gulltryggður, hann fékk stór hlutverk í rándýrum hasarmyndum á milli þess sem hann túlkaði sögufræga menn á borð við blökkumannaleiðtogann Malcolm X, Rubin „Hurricane" Carter og heróín-innflytjandann Frank Lucas í American Gangster. Denzel þykir mikið kyntákn, hann ratar yfirleitt hátt á lista yfir kynþokkafyllstu kvikmyndastjörnur allra tíma. Persónur hans eru yfirleitt með ríka réttlætiskennd og leikur hans þykir oft vera nokkuð „dramatískur". Denzel veit yfirleitt alltaf best á hvíta tjaldinu og lætur ekki bjóða sér neitt kjaftæði eða vaða yfir sig. Það kemur því kannski ekkert á óvart að pabbi leikarans skuli vera þekktur prestur og mikill predikari í hvítasunnusöfnuði í New York, sá bakgrunnur er oft augljós þegar persónur hans eru skoðaðar. Hins vegar verður það aldrei tekið af Denzel að hann var fyrsti svarti karlleikarinn í 38 ár til að hljóta Óskarsverðlaun fyrir leik í aðalhlutverki, árið 2002 þegar hann lék spilltu lögguna Alonzo Harris í Training Day. Sidney Poiter hafði fengið styttuna góðu fyrir leik sinn í kvikmyndinni Lilies of the Field árið 1964. Og slíkur árangur er varðveittur í réttindabaráttu svartra. freyrgigja@frettabladid.is
Lífið Mest lesið „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Lífið Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Lífið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni Halla byrjaði á Keto, missti tuttugu kíló og hætti á gigtarlyfjunum Lífið Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Lífið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Tónlist Hjarðhegðun Íslendinga Lífið Fleiri fréttir „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Sjá meira