Tvær íslenskar heimildarmyndir frumsýndar 11. nóvember 2010 09:00 Tvær íslenskar heimildarmyndir verða frumsýndar um helgina. Gnarr, heimildarmynd Gauks Úlfarssonar um Besta flokks framboð Jóns Gnarr og félaga, hefur þegar vakið mikla athygli og deilur. Gaukur fylgir þar eftir lygilegri velgengni framboðsins sem hægt og bítandi varð stærsta stjórnmálaaflið í Reykjavík með ólíkindatólið Jón Gnarr fremstan í flokki. Gaukur er auðvitað fyrst og fremst þekktur fyrir að vera einn af sköpurum Sylvíu Nætur ævintýrsins og sumir hafa viljað meina að vera Jóns Gnarr í borgarstjórastólnum sé eitt stórt grínatriði að hætti íslensku dívunnar sem Ágústa Eva Erlendsdóttir lék svo eftirminnilega. Þorkell og Örn Marínó vöktu mikla athygli á Tribeca-kvikmyndahátíðinni í New York. Hin myndin er kannski á ögn alvarlegri nótum þótt stjórn höfuðborgarinnar sé vissulega ekkert gamanmál. Hún heitir Feathered Cocaine og er eftir þá Þorkel Harðarson og Örn Marinó Arnarson. Myndin var frumsýnd á Tribeca-kvikmyndahátíðinni í New York fyrr á þessu ári og fór í kjölfarið á Hot Docks-hátíðina í Kanada. Þar að auki verður hún sýnd eftir viku á IDFA-heimildarmyndahátíðinni í Hollandi sem er sú stærsta sinnar tegundar. „Auðvitað er ég með smá fiðring í maganum yfir því að frumsýna hér á Íslandi og ég hlakka mikið til," segir Örn í samtali við Fréttablaðið. Myndin fjallar um ólögleg fálkakaup olíufursta í arabaríkjunum og hvernig þau hafa nánast gengið af fálkastofninum dauðum í sumum löndum.- fgg Lífið Menning Mest lesið Sjö ára þrautaganga endaði með kraftaverki Lífið Unnur Birna og Daði eru nýtt par Lífið Pelsafár hraustra karlmanna geisar á landinu Lífið „Unun að troðið sé á manni þegar svona er“ Lífið Jón Ólafs og Hildur Vala keyptu í Vesturbænum Lífið „Einhvern tímann verðurðu að leyfa barninu þínu að flytja að heiman“ Lífið Hvar er Donald Trump? Lífið Krakkatía vikunnar: Kistuhylur, Kpop og Lína langsokkur Lífið Flottar flíkur og fylgihlutir fyrir haustið Lífið Leggst undir hnífinn vegna brjóstakrabbameins og frestar túrnum Lífið Fleiri fréttir Unnur Birna og Daði eru nýtt par Sjö ára þrautaganga endaði með kraftaverki Krakkatía vikunnar: Kistuhylur, Kpop og Lína langsokkur Hvar er Donald Trump? Hátíðin áminning um að veganismi sé lífsstíll en ekki megrunarkúr Fréttatía vikunnar: Fellibylur, körfubolti og Laufey Flottar flíkur og fylgihlutir fyrir haustið Indversk pizza að hætti Rakelar Maríu Trúlofuð en ekki búin að flytja inn saman „Einhvern tímann verðurðu að leyfa barninu þínu að flytja að heiman“ Bananakaka með silkimjúku súkkulaðikremi Svona heppnaðist hárígræðslan hjá Baldri og Einari Taka fyrir sambönd flugfreyja og flugmanna út frá sögum úr bransanum Jón Ólafs og Hildur Vala keyptu í Vesturbænum Leggst undir hnífinn vegna brjóstakrabbameins og frestar túrnum „Þetta var eins og Atlantis sem sökk“ Hafdís Huld bæjarlistamaður Mosfellsbæjar Vinsælast á Netflix og Spotify: Kóreskir djöflaveiðarar tröllríða öllu Silkimjúk súpa fyrir sálina Eru smáhrifavaldar að taka yfir markaðinn? Sex bestu veitingastaðirnir í Skandinavíu Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Fjölgar í fjölskyldu Maríu Birtu og Ella Ástarleikir á fjölbreyttum stöðum Fullkominn kókos og chiagrautur að hætti Elísabetar Mettu Sóley og Kormákur skáluðu í síðsumarsólinni Segir lýtaaðgerðir hennar leið til að eldast með reisn Kaupa glæsihús frænku Patriks Opnar sig eftir handtökuna Töluðu íslensku við mannhafið Sjá meira
Tvær íslenskar heimildarmyndir verða frumsýndar um helgina. Gnarr, heimildarmynd Gauks Úlfarssonar um Besta flokks framboð Jóns Gnarr og félaga, hefur þegar vakið mikla athygli og deilur. Gaukur fylgir þar eftir lygilegri velgengni framboðsins sem hægt og bítandi varð stærsta stjórnmálaaflið í Reykjavík með ólíkindatólið Jón Gnarr fremstan í flokki. Gaukur er auðvitað fyrst og fremst þekktur fyrir að vera einn af sköpurum Sylvíu Nætur ævintýrsins og sumir hafa viljað meina að vera Jóns Gnarr í borgarstjórastólnum sé eitt stórt grínatriði að hætti íslensku dívunnar sem Ágústa Eva Erlendsdóttir lék svo eftirminnilega. Þorkell og Örn Marínó vöktu mikla athygli á Tribeca-kvikmyndahátíðinni í New York. Hin myndin er kannski á ögn alvarlegri nótum þótt stjórn höfuðborgarinnar sé vissulega ekkert gamanmál. Hún heitir Feathered Cocaine og er eftir þá Þorkel Harðarson og Örn Marinó Arnarson. Myndin var frumsýnd á Tribeca-kvikmyndahátíðinni í New York fyrr á þessu ári og fór í kjölfarið á Hot Docks-hátíðina í Kanada. Þar að auki verður hún sýnd eftir viku á IDFA-heimildarmyndahátíðinni í Hollandi sem er sú stærsta sinnar tegundar. „Auðvitað er ég með smá fiðring í maganum yfir því að frumsýna hér á Íslandi og ég hlakka mikið til," segir Örn í samtali við Fréttablaðið. Myndin fjallar um ólögleg fálkakaup olíufursta í arabaríkjunum og hvernig þau hafa nánast gengið af fálkastofninum dauðum í sumum löndum.- fgg
Lífið Menning Mest lesið Sjö ára þrautaganga endaði með kraftaverki Lífið Unnur Birna og Daði eru nýtt par Lífið Pelsafár hraustra karlmanna geisar á landinu Lífið „Unun að troðið sé á manni þegar svona er“ Lífið Jón Ólafs og Hildur Vala keyptu í Vesturbænum Lífið „Einhvern tímann verðurðu að leyfa barninu þínu að flytja að heiman“ Lífið Hvar er Donald Trump? Lífið Krakkatía vikunnar: Kistuhylur, Kpop og Lína langsokkur Lífið Flottar flíkur og fylgihlutir fyrir haustið Lífið Leggst undir hnífinn vegna brjóstakrabbameins og frestar túrnum Lífið Fleiri fréttir Unnur Birna og Daði eru nýtt par Sjö ára þrautaganga endaði með kraftaverki Krakkatía vikunnar: Kistuhylur, Kpop og Lína langsokkur Hvar er Donald Trump? Hátíðin áminning um að veganismi sé lífsstíll en ekki megrunarkúr Fréttatía vikunnar: Fellibylur, körfubolti og Laufey Flottar flíkur og fylgihlutir fyrir haustið Indversk pizza að hætti Rakelar Maríu Trúlofuð en ekki búin að flytja inn saman „Einhvern tímann verðurðu að leyfa barninu þínu að flytja að heiman“ Bananakaka með silkimjúku súkkulaðikremi Svona heppnaðist hárígræðslan hjá Baldri og Einari Taka fyrir sambönd flugfreyja og flugmanna út frá sögum úr bransanum Jón Ólafs og Hildur Vala keyptu í Vesturbænum Leggst undir hnífinn vegna brjóstakrabbameins og frestar túrnum „Þetta var eins og Atlantis sem sökk“ Hafdís Huld bæjarlistamaður Mosfellsbæjar Vinsælast á Netflix og Spotify: Kóreskir djöflaveiðarar tröllríða öllu Silkimjúk súpa fyrir sálina Eru smáhrifavaldar að taka yfir markaðinn? Sex bestu veitingastaðirnir í Skandinavíu Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Fjölgar í fjölskyldu Maríu Birtu og Ella Ástarleikir á fjölbreyttum stöðum Fullkominn kókos og chiagrautur að hætti Elísabetar Mettu Sóley og Kormákur skáluðu í síðsumarsólinni Segir lýtaaðgerðir hennar leið til að eldast með reisn Kaupa glæsihús frænku Patriks Opnar sig eftir handtökuna Töluðu íslensku við mannhafið Sjá meira