Kobe Bryant sá um að klára Utah Jazz í fyrsta leik LA Lakers og Jazz í undanúrslitum Vesturdeildar NBA-deildarinnar í gærkvöld. Lokatölur 104-99.
Kobe skoraði 10 af síðustu 14 stigum Lakers í leiknum. Hann endaði með 31 stig.
„Hnéð er miklu betra. Það er mjög hvetjandi fyrir mig að geta hreyft mig eins og ég vil," sagði Kobe um hægra hnéð á sér sem hefur verið að trufla hann upp á síðkastið.
Atlanta tryggði sig síðan áfram í undanúrslit Austurdeildar með því að vinna Milwaukee í oddaleik, 95-74.
Rimma liðanna skrautleg. Atlanta vann fyrstu tvo leikina. Milwaukee svaraði með því að vinna næstu þrjá en Atlanta kom til baka og sigraði síðustu tvo leikina.
Hawks mætir Orlando í undanúrslitum Austurdeildar.