Viðurkenning stjórnvalda á Icesave 20. febrúar 2010 06:00 Kristinn H. Gunnarsson skrifar um Icesave. Sigurður Líndal skrifar í Fréttablaðið og fer fram á að ég rökstyðji fullyrðingu mína í Morgunblaðinu að íslensk stjórnvöld hafi fyrir löngu viðurkennt ábyrgð á lágmarkstryggingu innstæðnanna á Icesave reikningunum. Það er mér ljúft að gera. Fyrst er að nefna samkomulag milli hollenskra og íslenskra stjórnvalda frá 13. október 2008. Það kveður á um að íslenska ríkið muni bæta hverjum og einum hollenskum innstæðueiganda innstæður að hámarki 20.887 evrur, segir í fréttatilkynningu. Næst er samkomulag við Evrópusambandið fyrir hönd Hollendinga og Breta 16. nóvember 2008. Það felur í sér að íslensk stjórnvöld ábyrgjast lágmarkstryggingu þá sem EES reglur mæla fyrir um til innstæðueigenda í útibúum bankanna erlendis. Fram kemur í fréttatilkynningu sama dag um málið að kostnaður, umfram það sem eignir bankanna hrökkvi til, muni falla á ríkissjóð. Í báðum tilvikum eru um formlegar og bindandi yfirlýsingar að ræða fyrir framkvæmdavaldið. Þar með tel ég mig hafa fært rök fyrir fullyrðingu minni. En Sigurður fer fram á að ég tilgreini yfirlýsingar íslenskra stjórnvalda sem skuldbinda íslenska ríkið fyrir Icesave innstæðunum. Það fullyrti ég ekki , heldur að stjórnvöld hefðu fyrir löngu viðurkennt ábyrgð á lágmarkstryggingunni. Það er annað mál hvort þær viðurkenningar skuldbinda ríkið. Eins og Sigurður nefnir getur þurft að koma til samþykkis Alþingis til þess að gjörðir ráðherra öðlist gildi og bindi ríkið. En það er þó ekki einhlítt. Fjármálaráðherra undirritar kjarasamninga og við það öðlast þeir gildi. Ef Alþingi veitir ekki nægu fé til þess að standa við samningana halda þeir engu að síður gildi sínu. Launþegarnir geta væntanlega leitað til dómstóla og fengið dæmd vangreidd laun með þeim rökum að undirritun ráðherra skuldbindur ríkið. Áratugalangur samningur milli ríkis og Reykjavíkurborgar um tugmilljarða króna útgjöld úr ríkissjóði til þess að reisa og reka Tónlistarhús var aðeins undirritaður af tveimur ráðherrum fyrir hönd ríkisins en kom ekki fyrir Alþingi. En rétt er samt að svara Sigurði og benda á það sem skuldbindur ríkið í þessu máli. Samþykkt Alþingis frá 5. desember 2008 felur ríkisstjórninni að leiða til lykta samninga við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn á grundvelli fyrirliggjandi viljayfirlýsingar íslensku ríkisstjórnarinnar. Þar með staðfestir Alþingi áðurnefndar yfirlýsingar stjórnvalda um ábyrgð ríkisins á Icesave innstæðunum og gerir þær að sínum. Þar með tel ég að ábyrgð ríkisins sé orðin óvéfengjanleg, hafi hún ekki legið fyrir áður. Icesave innstæðueigandi sem ekki fengi lágmarkstryggingu greidda gæti höfðað mál fyrir íslenskum dómstól og fengið sér hana dæmda. Það er hins vegar skoðun mín að íslensk lög séu alveg skýr í þessum efnum. Innstæðueigendur eiga að fá lágmarkstrygginguna greidda hvað sem á dynur. Í 10. grein laga um innstæðutryggingar eru fortakslaus fyrirmæli til sjóðsins að bæta lágmarkið að fullu. Lögin veita enga undanþágu frá þessari tryggingu, hvorki á grundvelli fjárskorts né almennra erfiðleika fjármálafyrirtækja. Eigi Tryggingarsjóðurinn ekki fyrir kröfunni þá er honum heimilt að taka lán og dugi það ekki til þá verður sá sem gaf lagatrygginguna, það er ríkið sjálft, að hlaupa undir bagga. Það hefur ábyrgð í för með sér að setja lög. Lög skuldbinda ríkisvaldið. Yfirlýsingar um réttindi til handa einstaklingum gilda meðan lögin eru í gildi. Það er dapurlegur málflutningur að halda því fram að þegar á reyni þá eigi lagaákvæðin ekki við og þetta og hitt eigi að valda því að ekkert er að marka gildandi lög, nema fyrir suma, sums staðar. Það er efni í aðra grein að rekja nánar hvers vegna það er mín niðurstaða að lög standi til þess að Icesave innstæðueigendur eigi rétt á lágmarkstryggingu. En að lokum vil ég benda á að ríkisvaldið getur innheimt þann kostnað sem á það fellur vegna Icesave. Áfram verður innheimt gjald í Tryggingarsjóðinn og ef menn læra af reynslunni má vonast til þess að næstu áratugi verði ekki áföll í fjármálakerfinu sem lendi á Tryggingarsjóðnum. Eðlilegt er að hækka gjald fjármálafyrirtækjanna og á löngum tíma er hægt að innheimta útlagðan kostnað ríkissjóðs. Það mun væntanlega hafa í för með sér eitthvað minni ávinning sparifjáreigenda en hófleg innheimta á ekki að leiða til vandræða, sérstaklega ef sparifé er að minnsta kosti jafnöruggt hér á landi og erlendis. Ef það verður ofan á að neita ábyrgð á innstæðum verða áhrifin miklu alvarlegri en ætla má í fljótu bragði. Íslenskir sparifjáreigendur mun þá leita til útlanda í öryggið. Það verður dýrt fyrir landsmenn. Höfundur er fyrrverandi alþingismaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristinn H. Gunnarsson Mest lesið Kveðjur úr Grafarvogi til þeirra sem kasta steinum úr glerhúsi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Hvað er „furry“ annars? Jóhanna Jódís Antonsdóttir Skoðun Að undirbúa börnin okkar fyrir heim sem er að hverfa Halldóra Mogensen Skoðun Opið bréf til fjármálaráðherra, Daða Más Kristóferssonar Íris Róbertsdóttir Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir Skoðun Sjúklingur settur í fangaklefa Arnar Þór Jónsson Skoðun Leiðsöguhundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal Skoðun Ég kalla hann Isildur; mentorinn minn er gervigreind Björgmundur Guðmundsson Skoðun Fimmtíu ár frá lokum Víetnamstríðsins Finnur Th. Eiríksson Skoðun Hljóð og mynd íslenskra varna Arnór Sigurjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Tikkað í skipulagsboxin Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjúklingur settur í fangaklefa Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til fjármálaráðherra, Daða Más Kristóferssonar Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Ég kalla hann Isildur; mentorinn minn er gervigreind Björgmundur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað er „furry“ annars? Jóhanna Jódís Antonsdóttir skrifar Skoðun Jafnaðarmennskan og verkalýðsbaráttan Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Hljóð og mynd íslenskra varna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Kveðjur úr Grafarvogi til þeirra sem kasta steinum úr glerhúsi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Leiðsöguhundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Fimmtíu ár frá lokum Víetnamstríðsins Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að undirbúa börnin okkar fyrir heim sem er að hverfa Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bókin er minn óvinur, en mig langar samt í verknám! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ilmurinn af jarðolíu er svo lokkandi Sævar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hvað er að frétta af humrinum? Jónas Páll Jónasson skrifar Skoðun Þeir greiða sem njóta, eða hvað? Jóhannes Þór Skúlason,Pálmi Viðar Snorrason skrifar Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar Skoðun Sigrar og raunir íslenska hestsins Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Góðir grannar Landsvirkjunar og við hin Kjartan Ágústsson skrifar Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi orkuspáa Ingvar Júlíus Baldursson skrifar Skoðun Þegar innflutningurinn ræður ríkjum Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Vladímír Pútín: Hvað er að marka hann? Steinar Björgvinsson skrifar Skoðun Örlög Úkraínu varða frið og öryggi á Íslandi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegamál á tímum skattahækkana og vantrausts Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Konur og menntun Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar Skoðun Hanna Katrín og Co, koma til bjargar Björn Ólafsson skrifar Sjá meira
Kristinn H. Gunnarsson skrifar um Icesave. Sigurður Líndal skrifar í Fréttablaðið og fer fram á að ég rökstyðji fullyrðingu mína í Morgunblaðinu að íslensk stjórnvöld hafi fyrir löngu viðurkennt ábyrgð á lágmarkstryggingu innstæðnanna á Icesave reikningunum. Það er mér ljúft að gera. Fyrst er að nefna samkomulag milli hollenskra og íslenskra stjórnvalda frá 13. október 2008. Það kveður á um að íslenska ríkið muni bæta hverjum og einum hollenskum innstæðueiganda innstæður að hámarki 20.887 evrur, segir í fréttatilkynningu. Næst er samkomulag við Evrópusambandið fyrir hönd Hollendinga og Breta 16. nóvember 2008. Það felur í sér að íslensk stjórnvöld ábyrgjast lágmarkstryggingu þá sem EES reglur mæla fyrir um til innstæðueigenda í útibúum bankanna erlendis. Fram kemur í fréttatilkynningu sama dag um málið að kostnaður, umfram það sem eignir bankanna hrökkvi til, muni falla á ríkissjóð. Í báðum tilvikum eru um formlegar og bindandi yfirlýsingar að ræða fyrir framkvæmdavaldið. Þar með tel ég mig hafa fært rök fyrir fullyrðingu minni. En Sigurður fer fram á að ég tilgreini yfirlýsingar íslenskra stjórnvalda sem skuldbinda íslenska ríkið fyrir Icesave innstæðunum. Það fullyrti ég ekki , heldur að stjórnvöld hefðu fyrir löngu viðurkennt ábyrgð á lágmarkstryggingunni. Það er annað mál hvort þær viðurkenningar skuldbinda ríkið. Eins og Sigurður nefnir getur þurft að koma til samþykkis Alþingis til þess að gjörðir ráðherra öðlist gildi og bindi ríkið. En það er þó ekki einhlítt. Fjármálaráðherra undirritar kjarasamninga og við það öðlast þeir gildi. Ef Alþingi veitir ekki nægu fé til þess að standa við samningana halda þeir engu að síður gildi sínu. Launþegarnir geta væntanlega leitað til dómstóla og fengið dæmd vangreidd laun með þeim rökum að undirritun ráðherra skuldbindur ríkið. Áratugalangur samningur milli ríkis og Reykjavíkurborgar um tugmilljarða króna útgjöld úr ríkissjóði til þess að reisa og reka Tónlistarhús var aðeins undirritaður af tveimur ráðherrum fyrir hönd ríkisins en kom ekki fyrir Alþingi. En rétt er samt að svara Sigurði og benda á það sem skuldbindur ríkið í þessu máli. Samþykkt Alþingis frá 5. desember 2008 felur ríkisstjórninni að leiða til lykta samninga við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn á grundvelli fyrirliggjandi viljayfirlýsingar íslensku ríkisstjórnarinnar. Þar með staðfestir Alþingi áðurnefndar yfirlýsingar stjórnvalda um ábyrgð ríkisins á Icesave innstæðunum og gerir þær að sínum. Þar með tel ég að ábyrgð ríkisins sé orðin óvéfengjanleg, hafi hún ekki legið fyrir áður. Icesave innstæðueigandi sem ekki fengi lágmarkstryggingu greidda gæti höfðað mál fyrir íslenskum dómstól og fengið sér hana dæmda. Það er hins vegar skoðun mín að íslensk lög séu alveg skýr í þessum efnum. Innstæðueigendur eiga að fá lágmarkstrygginguna greidda hvað sem á dynur. Í 10. grein laga um innstæðutryggingar eru fortakslaus fyrirmæli til sjóðsins að bæta lágmarkið að fullu. Lögin veita enga undanþágu frá þessari tryggingu, hvorki á grundvelli fjárskorts né almennra erfiðleika fjármálafyrirtækja. Eigi Tryggingarsjóðurinn ekki fyrir kröfunni þá er honum heimilt að taka lán og dugi það ekki til þá verður sá sem gaf lagatrygginguna, það er ríkið sjálft, að hlaupa undir bagga. Það hefur ábyrgð í för með sér að setja lög. Lög skuldbinda ríkisvaldið. Yfirlýsingar um réttindi til handa einstaklingum gilda meðan lögin eru í gildi. Það er dapurlegur málflutningur að halda því fram að þegar á reyni þá eigi lagaákvæðin ekki við og þetta og hitt eigi að valda því að ekkert er að marka gildandi lög, nema fyrir suma, sums staðar. Það er efni í aðra grein að rekja nánar hvers vegna það er mín niðurstaða að lög standi til þess að Icesave innstæðueigendur eigi rétt á lágmarkstryggingu. En að lokum vil ég benda á að ríkisvaldið getur innheimt þann kostnað sem á það fellur vegna Icesave. Áfram verður innheimt gjald í Tryggingarsjóðinn og ef menn læra af reynslunni má vonast til þess að næstu áratugi verði ekki áföll í fjármálakerfinu sem lendi á Tryggingarsjóðnum. Eðlilegt er að hækka gjald fjármálafyrirtækjanna og á löngum tíma er hægt að innheimta útlagðan kostnað ríkissjóðs. Það mun væntanlega hafa í för með sér eitthvað minni ávinning sparifjáreigenda en hófleg innheimta á ekki að leiða til vandræða, sérstaklega ef sparifé er að minnsta kosti jafnöruggt hér á landi og erlendis. Ef það verður ofan á að neita ábyrgð á innstæðum verða áhrifin miklu alvarlegri en ætla má í fljótu bragði. Íslenskir sparifjáreigendur mun þá leita til útlanda í öryggið. Það verður dýrt fyrir landsmenn. Höfundur er fyrrverandi alþingismaður.
Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar