Haukar komust í kvöld í undanúrslit Iceland Express deildar kvenna með því að leggja Grindavík að velli 81-74 í Hafnarfirðinum.
Haukakonur unnu einvígið því 2-0.
Grindavík byrjaði leikinn í kvöld betur en svo náðu Haukar áttum og náðu forystunni fyrir hálfleik.
Kiki Jean Lund var stigahæst í Haukaliðinu með 30 stig en Heather Ezell var með 19 stig. Michele DeVault var stigahæst hjá Grindavík me ð 26 stig.