Oden meiddur á ný - sorgarsagan endurtekur sig í Portland Sigurður Elvar Þórólfsson skrifar 18. nóvember 2010 14:15 Greg Oden. AP Meiðslasaga miðherjans Greg Oden hjá NBA liðinu Portland TrailBlazers ætlar engan endi að taka. Í gær greindu forráðamenn liðsins frá því að Oden yrði ekki meira með á tímabilinu vegna hnémeiðsla en Oden hefur aðeins leikið 82 leiki af 328 mögulegum frá því hann var valinn fyrstur í háskólavalinu sumarið 2007. Oden, sem er aðeins 23 ára gamall, mun fara í hnéaðgerð á næstunni þar sem brjósk í hnéliðnum verður lagað en fíngerðar sprungur hafa myndast í báðum hnjám Oden frá því hann byrjaði hjá Portland. Margir NBA leikmenn hafa farið í slíkar aðgerðir sem hafa heppnast ágætlega og má þar nefna Amar'e Stoudemire, Jason Kidd og Zach Randolph. Eins og áður segir er meiðslalistinn hjá Oden ótrúlega langur. Tvær stórar hnéaðgerðir, brotin hnéskel á vinstra hné, brotinn úlnliður, ökllameiðsli og þegar hann var barn braut Oden á sér mjöðmina. Sérfræðingar um íþróttameiðsli telja jafnvel að ferill Oden sé í hættu. Oden verður samningslaus næsta sumar en eigendur Portland höfðu ekki áhuga á að framlengja samningi hans við félagið - vegna óvissuþátta um heilsufar hans. Aðeins tveir leikmenn sem hafa verið valdir fyrstir í háskólavalinu hafa lent í þeirri stöðu að félagið sem valdi þá vildi ekki semja við þá á ný. Oden og Kwame Brown (2001) sem Michael Jordan hafði tröllatrú á þegar hann var einn af eigendum Washington Wizards. Oden hefði fengið um einn milljarð kr. í laun á næst ári ef Portland hefði samið við hann á ný til eins árs. Stuðningsmenn Portland telja að Oden sé aðeins nýr „Sam Bowie" en eins og kunnugt er var Bowie valinn annar í nýliðavalinu árið 1984, en félagið hefði einnig getað valið Michael Jordan sem var valinn af Chicago Bulls sem þriðji valréttur. Hakeem Olajuwon var valinn fyrstur af Houston Rockets. Stuðningsmenn Portland velta því enn fyrir sér hvernig liðinu hefði vegna með Jordan í þeirra röðum en ferill miðherjans Bowie einkenndist af meiðslum - en hann fótbrotnaði m.a. tvívegis og lék afar lítið á meðan hann var leikmaður Portland. Hið virta íþróttatímarit Sport Illustrated útnefndi Bowie árið 2005 sem versta val allra tíma í sögu nýliðavals NBA deildarinnar. Kannski á tímaritið eftir að endurskoða þá ákvörðun og kemur Oden sterklega til greina þar sem að Portland hefði getað valið Kevin Durant í háskólavalinu sumarið 2007. Oklahoma datt hinsvegar í lukkupottinn og fékk Durant sem var stigahæsti leikmaður NBA deildarinnar á síðustu leiktíð og aðalmaðurinn í heimsmeistaraliði Bandaríkjanna á HM í Tyrklandi s.l. sumar. NBA Mest lesið Svona verður Ísland heimsmeistari Handbolti Arnar ráðinn landsliðsþjálfari Fótbolti Svekktir Svíar telja Ísland í mikið léttari helmingi HM Handbolti Leikstjórnandi Portúgals féll á lyfjaprófi og missir af HM Handbolti Klopp: Ég held partý ef Man City missir titlana Enski boltinn Littler skildi ekkert hvað Sir Alex sagði Enski boltinn Í beinni: Arsenal - Tottenham | Norður-Lundúnaslagurinn Enski boltinn Stökk óvænt til á HM: „Mér var alveg sama“ Handbolti „Karfan er æði en lífið er skítt“ Körfubolti Eltihrellir Caitlin Clark með uppsteyt í dómsal Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: Tindastóll - Þór Ak. | Norðurlandið nötrar „Fann að það héldu allir með okkur“ „Kjafturinn á honum stoppaði ekki allan tímann“ Eltihrellir Caitlin Clark með uppsteyt í dómsal „Karfan er æði en lífið er skítt“ Ætlar að hella í sig þegar Stephen Curry hættir „Fannst við eiga vinna leikinn” Njarðvík og Stjarnan með góða útisigra „Hefur tekið styttri tíma en ég bjóst við“ Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 88-82 | Nýir þjálfarar fögnuðu sigri í háspennuleik Uppgjörið: Haukar - Valur 87-67 | Engin vandræði á toppliðinu Handtekinn fyrir að ofsækja Caitlin Clark „Ég vaknaði fimm í morgun, ég er það spenntur“ Biðja dómara afsökunar og fordæma rasísk ummæli Forðað frá gosi um miðja nótt og sáu hraunið flæða yfir húsin á pílumóti Kært vegna rasisma í Garðabæ Reynsluboltar taka við þjálfun Keflavíkur Unnu þriðja leikhluta 28-0 og jöfnuðu stærstu endurkomu sögunnar Átök í stúdíóinu: „LeBron er að eyðileggja Lakers“ Stöðvuðu tólf leikja sigurgöngu Cavs „Svo ömurlegt sem þjálfari að upplifa þetta“ Mikilvægur sigur Alba Berlin í botnbaráttunni Hlynur náði ekki frákasti í fyrsta sinn í næstum því 27 ár Jón Axel spilaði uppi félagana í áttunda sigrinum í röð Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Geggjaðar troðslur áberandi í Bónus-deildinni „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Góður leikur Elvars í mikilvægum sigri Þjálfari Lakers missti heimili sitt: „Mörg ár síðan ég hef grátið svona mikið“ Hemmi Hauks valdi besta KR-ing sögunnar: „Þetta er svo vont“ Sjá meira
Meiðslasaga miðherjans Greg Oden hjá NBA liðinu Portland TrailBlazers ætlar engan endi að taka. Í gær greindu forráðamenn liðsins frá því að Oden yrði ekki meira með á tímabilinu vegna hnémeiðsla en Oden hefur aðeins leikið 82 leiki af 328 mögulegum frá því hann var valinn fyrstur í háskólavalinu sumarið 2007. Oden, sem er aðeins 23 ára gamall, mun fara í hnéaðgerð á næstunni þar sem brjósk í hnéliðnum verður lagað en fíngerðar sprungur hafa myndast í báðum hnjám Oden frá því hann byrjaði hjá Portland. Margir NBA leikmenn hafa farið í slíkar aðgerðir sem hafa heppnast ágætlega og má þar nefna Amar'e Stoudemire, Jason Kidd og Zach Randolph. Eins og áður segir er meiðslalistinn hjá Oden ótrúlega langur. Tvær stórar hnéaðgerðir, brotin hnéskel á vinstra hné, brotinn úlnliður, ökllameiðsli og þegar hann var barn braut Oden á sér mjöðmina. Sérfræðingar um íþróttameiðsli telja jafnvel að ferill Oden sé í hættu. Oden verður samningslaus næsta sumar en eigendur Portland höfðu ekki áhuga á að framlengja samningi hans við félagið - vegna óvissuþátta um heilsufar hans. Aðeins tveir leikmenn sem hafa verið valdir fyrstir í háskólavalinu hafa lent í þeirri stöðu að félagið sem valdi þá vildi ekki semja við þá á ný. Oden og Kwame Brown (2001) sem Michael Jordan hafði tröllatrú á þegar hann var einn af eigendum Washington Wizards. Oden hefði fengið um einn milljarð kr. í laun á næst ári ef Portland hefði samið við hann á ný til eins árs. Stuðningsmenn Portland telja að Oden sé aðeins nýr „Sam Bowie" en eins og kunnugt er var Bowie valinn annar í nýliðavalinu árið 1984, en félagið hefði einnig getað valið Michael Jordan sem var valinn af Chicago Bulls sem þriðji valréttur. Hakeem Olajuwon var valinn fyrstur af Houston Rockets. Stuðningsmenn Portland velta því enn fyrir sér hvernig liðinu hefði vegna með Jordan í þeirra röðum en ferill miðherjans Bowie einkenndist af meiðslum - en hann fótbrotnaði m.a. tvívegis og lék afar lítið á meðan hann var leikmaður Portland. Hið virta íþróttatímarit Sport Illustrated útnefndi Bowie árið 2005 sem versta val allra tíma í sögu nýliðavals NBA deildarinnar. Kannski á tímaritið eftir að endurskoða þá ákvörðun og kemur Oden sterklega til greina þar sem að Portland hefði getað valið Kevin Durant í háskólavalinu sumarið 2007. Oklahoma datt hinsvegar í lukkupottinn og fékk Durant sem var stigahæsti leikmaður NBA deildarinnar á síðustu leiktíð og aðalmaðurinn í heimsmeistaraliði Bandaríkjanna á HM í Tyrklandi s.l. sumar.
NBA Mest lesið Svona verður Ísland heimsmeistari Handbolti Arnar ráðinn landsliðsþjálfari Fótbolti Svekktir Svíar telja Ísland í mikið léttari helmingi HM Handbolti Leikstjórnandi Portúgals féll á lyfjaprófi og missir af HM Handbolti Klopp: Ég held partý ef Man City missir titlana Enski boltinn Littler skildi ekkert hvað Sir Alex sagði Enski boltinn Í beinni: Arsenal - Tottenham | Norður-Lundúnaslagurinn Enski boltinn Stökk óvænt til á HM: „Mér var alveg sama“ Handbolti „Karfan er æði en lífið er skítt“ Körfubolti Eltihrellir Caitlin Clark með uppsteyt í dómsal Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: Tindastóll - Þór Ak. | Norðurlandið nötrar „Fann að það héldu allir með okkur“ „Kjafturinn á honum stoppaði ekki allan tímann“ Eltihrellir Caitlin Clark með uppsteyt í dómsal „Karfan er æði en lífið er skítt“ Ætlar að hella í sig þegar Stephen Curry hættir „Fannst við eiga vinna leikinn” Njarðvík og Stjarnan með góða útisigra „Hefur tekið styttri tíma en ég bjóst við“ Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 88-82 | Nýir þjálfarar fögnuðu sigri í háspennuleik Uppgjörið: Haukar - Valur 87-67 | Engin vandræði á toppliðinu Handtekinn fyrir að ofsækja Caitlin Clark „Ég vaknaði fimm í morgun, ég er það spenntur“ Biðja dómara afsökunar og fordæma rasísk ummæli Forðað frá gosi um miðja nótt og sáu hraunið flæða yfir húsin á pílumóti Kært vegna rasisma í Garðabæ Reynsluboltar taka við þjálfun Keflavíkur Unnu þriðja leikhluta 28-0 og jöfnuðu stærstu endurkomu sögunnar Átök í stúdíóinu: „LeBron er að eyðileggja Lakers“ Stöðvuðu tólf leikja sigurgöngu Cavs „Svo ömurlegt sem þjálfari að upplifa þetta“ Mikilvægur sigur Alba Berlin í botnbaráttunni Hlynur náði ekki frákasti í fyrsta sinn í næstum því 27 ár Jón Axel spilaði uppi félagana í áttunda sigrinum í röð Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Geggjaðar troðslur áberandi í Bónus-deildinni „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Góður leikur Elvars í mikilvægum sigri Þjálfari Lakers missti heimili sitt: „Mörg ár síðan ég hef grátið svona mikið“ Hemmi Hauks valdi besta KR-ing sögunnar: „Þetta er svo vont“ Sjá meira