Þýsk blaðakona skrifar bók um atferli Íslendinga 30. september 2010 06:00 Greinir íslenska lifnaðarhætti Þýski blaðamaðurinn Alva Gerhmann er að skrifa bók um hina íslensku leið til að lifa lífinu sem kemur út í Þýskalandi næsta sumar.Fréttablaðið/valli „Ég er búin að komast að því að þið Íslendingar skipuleggjið ykkur ekki mikið fram í tímann. Það er mjög ólíkt því sem ég á að venjast frá mínu heimalandi,“ segir þýski blaðamaðurinn og rithöfundurinn Alva Gerhmann sem er að skrifa bókina The Icelandic way of living sem kemur út í Þýskalandi næsta sumar. Í bókinni ætlar Gerhmann að varpa ljósi á hvernig Íslendingar takast á við lífið og vill hún meina að Þjóðverjar geti lært heilmikið af þjóðinni. En af hverju bók um Ísland af öllum löndum? „Hrunið og eldgosið hefur óneitanlega beint sviðsljósinu að Íslandi upp á síðkastið og tilfinning mín er sú að Þjóðverjum finnist Ísland vera eitt af mest framandi löndum í Evrópu. Samfélagið hér er forvitnilegt og mér finnst Íslendingar lifa eins og þeir vilja lifa. Hella sér út í hluti án þess að hugsa sig of mikið um. Hvatvísir og framandi fyrir Þjóðverja eins og mig.“ Á meðal viðmælanda hennar um íslenskt samfélag eru rithöfundarnir Andri Snær Magnason, Hallgrímur Helgason, borgarstjórinn Jón Gnarr og fjölmiðlakonan Tobba Marinósdóttir. Gerhmann segist ekki ætla að einblína of mikið á hrunið í bókinni þó að vissulega verði einn kafli um það hvernig íslenska þjóðin bregst við krísum. „Ég var stödd hérna síðasta vor þegar Eyjafjallajökull fór að gjósa og verður því gert skil í þessum krísukafla,“ segir hún. „Annars er til dæmis fjallað um stefnumótamenningu Íslendinga eða vöntunina á þeirri menningu í einum kafla.“ Gehrman er með mikla reynslu af blaðamennsku og hefur skrifað fyrir stór dagblöð á borð við Financial Times, Die Zeit og spiegel.de. „Mér fannst ekki nóg að koma hingað og taka bara viðtöl við innfædda. Ég vildi búa og lifa eins og Íslendingur í smá tíma. Kynnast því að vera hvatvís og hugsa þetta reddast,“ segir Gerhmann hlæjandi en hún hefur búið hér með hléum síðan snemma í vor. Gerhmann yfirgefur landið eftir nokkra daga en ætlar að snúa aftur eftir áramót og leggja lokahönd á bókina. „Ég er ekki að vinna bókina eins og Íslendingur heldur eins og Þjóðverji. Hægt og rólega.“ alfrun@frettabladid.is Lífið Mest lesið Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Lífið Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Tónlist Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Menning Jólatónleikar eru ekki tónlist. Þeir eru neyðaraðgerð Gagnrýni Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Lífið Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Menning Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Lífið Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Lífið Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Lífið „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Menning Fleiri fréttir Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Sjö tilnefndir til Íslensku þýðingarverðlaunanna Stærstu stjörnubrúðkaupin á árinu Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Fannar og Snorri slógust þar til þeir stóðu nánast naktir eftir Höfundur Kaupalkabókanna látinn „Myndi gjarnan vilja að barnið mitt færi líka í heimsókn í mosku“ Einn tenóranna þriggja með tónleika í Hörpu í mars Alltaf til í flipp en nennir ekki að borða vondan mat „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Einhentar íslenskar vinkonur: „Eins og við hefðum þekkst alla ævi“ Sungu um Labubu og þriðju vaktina um jólin Sjá meira
„Ég er búin að komast að því að þið Íslendingar skipuleggjið ykkur ekki mikið fram í tímann. Það er mjög ólíkt því sem ég á að venjast frá mínu heimalandi,“ segir þýski blaðamaðurinn og rithöfundurinn Alva Gerhmann sem er að skrifa bókina The Icelandic way of living sem kemur út í Þýskalandi næsta sumar. Í bókinni ætlar Gerhmann að varpa ljósi á hvernig Íslendingar takast á við lífið og vill hún meina að Þjóðverjar geti lært heilmikið af þjóðinni. En af hverju bók um Ísland af öllum löndum? „Hrunið og eldgosið hefur óneitanlega beint sviðsljósinu að Íslandi upp á síðkastið og tilfinning mín er sú að Þjóðverjum finnist Ísland vera eitt af mest framandi löndum í Evrópu. Samfélagið hér er forvitnilegt og mér finnst Íslendingar lifa eins og þeir vilja lifa. Hella sér út í hluti án þess að hugsa sig of mikið um. Hvatvísir og framandi fyrir Þjóðverja eins og mig.“ Á meðal viðmælanda hennar um íslenskt samfélag eru rithöfundarnir Andri Snær Magnason, Hallgrímur Helgason, borgarstjórinn Jón Gnarr og fjölmiðlakonan Tobba Marinósdóttir. Gerhmann segist ekki ætla að einblína of mikið á hrunið í bókinni þó að vissulega verði einn kafli um það hvernig íslenska þjóðin bregst við krísum. „Ég var stödd hérna síðasta vor þegar Eyjafjallajökull fór að gjósa og verður því gert skil í þessum krísukafla,“ segir hún. „Annars er til dæmis fjallað um stefnumótamenningu Íslendinga eða vöntunina á þeirri menningu í einum kafla.“ Gehrman er með mikla reynslu af blaðamennsku og hefur skrifað fyrir stór dagblöð á borð við Financial Times, Die Zeit og spiegel.de. „Mér fannst ekki nóg að koma hingað og taka bara viðtöl við innfædda. Ég vildi búa og lifa eins og Íslendingur í smá tíma. Kynnast því að vera hvatvís og hugsa þetta reddast,“ segir Gerhmann hlæjandi en hún hefur búið hér með hléum síðan snemma í vor. Gerhmann yfirgefur landið eftir nokkra daga en ætlar að snúa aftur eftir áramót og leggja lokahönd á bókina. „Ég er ekki að vinna bókina eins og Íslendingur heldur eins og Þjóðverji. Hægt og rólega.“ alfrun@frettabladid.is
Lífið Mest lesið Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Lífið Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Tónlist Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Menning Jólatónleikar eru ekki tónlist. Þeir eru neyðaraðgerð Gagnrýni Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Lífið Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Menning Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Lífið Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Lífið Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Lífið „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Menning Fleiri fréttir Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Sjö tilnefndir til Íslensku þýðingarverðlaunanna Stærstu stjörnubrúðkaupin á árinu Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Fannar og Snorri slógust þar til þeir stóðu nánast naktir eftir Höfundur Kaupalkabókanna látinn „Myndi gjarnan vilja að barnið mitt færi líka í heimsókn í mosku“ Einn tenóranna þriggja með tónleika í Hörpu í mars Alltaf til í flipp en nennir ekki að borða vondan mat „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Einhentar íslenskar vinkonur: „Eins og við hefðum þekkst alla ævi“ Sungu um Labubu og þriðju vaktina um jólin Sjá meira