Björk Gunnarsdóttir skoraði tvö mörk í fyrsta mótsleik sínum með Val þegar Valskonur unnu 10-0 sigur á Þrótti í fyrsta leik sínum í Reykjavíkurmótinu. Dagný Brynjarsdóttir var með þrennu í leiknum.
Björk Gunnarsdóttir skoraði tvö fyrstu mörk Valsliðsins á fyrsta hálftíma leiksins en félagar hennar í liðinu bættu síðan við átta mörkum síðasta klukkutíma leiksins.
Dagný Brynjarsdóttir var með þrennu og Fjona Gaxholli skoraði tvö mörk eins og Björk. Thelma Björk Einarsdóttir, Katrín Gylfadóttir og Helga Sjöfn Jóhannesdóttir skoruðu síðan eitt mark hver.
Upplýsingarnar eru fengnar frá fotbolta.net.