Hamarskonur unnu 16 stiga sigur á Keflavík í Toyota-höllinni í Keflavík í kvöld, 85-101, og tryggðu sér þar með annað sætið í Iceland Express deild kvenna í körfubolta. KR vann 66-45 stiga sigur á Grindavík í hinum leik A-deildarinnar en KR-konur voru fyrir nokkru búnar að tryggja sér deildarmeistaratitilinn.
Sigur Hamars þýðir að liðið er komið beint inn í undanúrslit úrslitakeppninnar en Keflavík (3. sæti) og Grindavík (4. sæti) þurfa aftur á móti að spila í sex liða úrslitum sem hefjast um næstu helgi.
Hamar þurfti að vinna leikinn með fimm stiga mun og Hvergerðingar tóku frumkvæðið í leiknum strax frá upphafi. Hamar var 4 stigum yfir eftir fyrsta leikhluta, 24-28, og sjö stigum yfir í hálfleik, 42-49. Hamar bætti við í þriðja leikhluta og leiddi með 14 stigum, 64-78, fyrir lokaleikhlutann.
Hamarskonur lönduðu síðan sigrinum örugglega í lokaleikhlutanum en sex leikmenn liðsins skoruðu 11 stig eða meira í leiknum í kvöld.
Úrslit og stigaskor í leikjum A-deildar í kvöld:
Keflavík-Hamar 85-101 (42-49)
Stig Keflavíkur: Kristi Smith 27, Birna Ingibjörg Valgarðsdóttir 15, Pálína Gunnlaugsdóttir 13, Svava Ósk Stefánsdóttir 12, Bryndís Guðmundsdóttir 11, Hrönn Þorgrímsdóttir 4, Eva Rós Guðmundsdóttir 3.
Stig Hamars: Julia Demirer 22, Sigrún Sjöfn Ámundadóttir 20, Fanney Lind Guðmundsdóttir 18, Kristrún Sigurjónsdóttir 13, Koren Schram 13, Guðbjörg Sverrisdóttir 11, Sóley Guðgeirsdóttir 3. Hafrún Hálfdánardóttir 1.
Grindavík-KR 45-66 (21-33)
Stig Grindavíkur: Michele DeVault 11, Jovana Lilja Stefánsdóttir 11, Íris Sverrisdóttir 9, Petrúnella Skúladóttir 7, Joanna Skiba 3, Helga Hallgrímsdóttir 2, Berglind Anna Magnúsdóttir 2.
Stig KR: Signý Hermannsdóttir 17, Margrét Kara Sturludóttir 16, Heiðrún Kristmundsdóttir 12, Unnur Tara Jónsdóttir 7, Helga Einarsdóttir 7, Guðrún Gróa Þorsteinsdóttir 5, Brynhildur Jónsdóttir 2.
Hamar tryggði sér annað sætið með stórsigri í Keflavík
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið


Enginn labbaði meira en verðandi leikmaður Man United
Enski boltinn



„Nálguðumst leikinn vitlaust“
Fótbolti



United niðurlægt í Malasíu
Enski boltinn

Þeir bestu (2. sæti): Hæglæti en heljarinnar ferill
Íslenski boltinn

Læti fyrir leik í Póllandi
Fótbolti