Brynja Dögg keppir við BBC 2. október 2010 12:00 Mikill heiður Heimildarmynd eftir Brynju Dögg Friðriksdóttur er tilnefnd til sjónvarpsverðlauna í Bretlandi. Hún keppir við risa á borð við BBC og ITV. fréttablaðið/arnþór Fjölmiðlakonan Brynja Dögg Friðriksdóttir er tilnefnd til bresku Royal Television Society verðlaunanna í nóvember fyrir útskriftarverkefni sitt. Brynja Dögg og samstarfskonur hennar eru tilnefndar í flokknum Best Current Affairs Programme og keppa þar við risa á borð við sjónvarpsstöðvarnar BBC og ITV. „Þetta er gríðarleg viðurkenning mundi ég segja, sérstaklega þar sem þetta er verkefni sem við unnum fyrir skólann og höfðum úr litlu fjármagni að moða á meðan þeir sem við keppum við höfðu bæði úr meira fjármagni og mannskap að spila,“ segir Brynja Dögg sem stundar meistaranám í heimildarmyndagerð við University of Salford í Manchester. Myndin fjallar um fátækt í borginni og segir Brynja Dögg hugmyndina komna frá samstarfskonu sinni. „Hugmyndin að myndinni kemur einna helst til þannig að leikstjórinn komst að því að til eru samtök í borginni sem hafa staðið fyrir matargjöfum til fátækra allt frá því í lok 19. aldar. Þessi samtök eru í hjarta borgarinnar innan um fínar verslanir og banka. Þannig að það eru gríðarlegar andstæður þarna,“ segir Brynja Dögg, sem vonar að myndin veki fólk til umhugsunar. Brynja Dögg starfar á RÚV og segist þegar vera búin að fá frí í vinnunni til að geta verið viðstödd verðlaunaafhendinguna. „Ég veit ekki hversu oft maður fær slíkar tilnefningar á lífsleiðinni þannig ég ætla að skella mér,“ segir hún að lokum. - sm Lífið Mest lesið Kristján Einar leitar sér aðstoðar Lífið Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Lífið Svona færðu fullnægingu án handa Lífið Nældi sér í einn umdeildan Lífið Hrósar eiginkonu Bruce Willis fyrir umönnun leikarans Lífið „Hugsa fallega til stelpunnar sem ég var þá“ Tíska og hönnun Kaupir fjórða húsið við sömu götu Lífið Yngsti Íslendingurinn frá upphafi sem safnar skákstigum Lífið Íslenskur Hollywood-leikari selur íbúð í Seljahverfinu Lífið Þjóðbúningurinn aðal skvísuflíkin í dag Tíska og hönnun Fleiri fréttir Kaupir fjórða húsið við sömu götu Tælenskar salatvefjur í anda Cheesecake Factory Íslenskur Hollywood-leikari selur íbúð í Seljahverfinu Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Íbúð í Vesturbænum með mikinn karakter Hrósar eiginkonu Bruce Willis fyrir umönnun leikarans Kristján Einar leitar sér aðstoðar Yngsti Íslendingurinn frá upphafi sem safnar skákstigum Nældi sér í einn umdeildan Er hægt að komast yfir framhjáhald? Cardi B sýknuð af kröfu um líkamsárás á öryggisvörð Svona færðu fullnægingu án handa Huggulegustu hommar landsins kaupa heillandi hæð Súrsætir matcha-bitar úr smiðju danska sjarmatröllsins Skein jafn skært og demantshringurinn í Feneyjum Framsóknarprins fékk formannsnafn Sylvía Hall og Viddi Sig trúlofuð Pattra og Birgitta Líf með keppnisskapið og lúkkið upp á tíu „Og Rakel er á lausu!“ Mýtur um fjármál: Hræddur við YOLO-viðhorf Íslendinga Graham Greene er látinn Erfitt að geta ekki rætt meðgönguna við móður sína „Guð og karlmenn elska mig“ Júlíana Sara tekur við af Ásu Ninnu í Bakaríinu Hárprúður Eiður heillar Dúndurgóður hverdsdagsréttur Kóngurinn með kveðju til Íslendinga Lára og lyfjaprinsinn gáfu dótturinni nafn Afmælisdagurinn bara „venjulegur dagur“ og á ekki von á gjöfum Áralangt stofufangelsi, umdeild ákæra og játning í skiptum fyrir frelsi Sjá meira
Fjölmiðlakonan Brynja Dögg Friðriksdóttir er tilnefnd til bresku Royal Television Society verðlaunanna í nóvember fyrir útskriftarverkefni sitt. Brynja Dögg og samstarfskonur hennar eru tilnefndar í flokknum Best Current Affairs Programme og keppa þar við risa á borð við sjónvarpsstöðvarnar BBC og ITV. „Þetta er gríðarleg viðurkenning mundi ég segja, sérstaklega þar sem þetta er verkefni sem við unnum fyrir skólann og höfðum úr litlu fjármagni að moða á meðan þeir sem við keppum við höfðu bæði úr meira fjármagni og mannskap að spila,“ segir Brynja Dögg sem stundar meistaranám í heimildarmyndagerð við University of Salford í Manchester. Myndin fjallar um fátækt í borginni og segir Brynja Dögg hugmyndina komna frá samstarfskonu sinni. „Hugmyndin að myndinni kemur einna helst til þannig að leikstjórinn komst að því að til eru samtök í borginni sem hafa staðið fyrir matargjöfum til fátækra allt frá því í lok 19. aldar. Þessi samtök eru í hjarta borgarinnar innan um fínar verslanir og banka. Þannig að það eru gríðarlegar andstæður þarna,“ segir Brynja Dögg, sem vonar að myndin veki fólk til umhugsunar. Brynja Dögg starfar á RÚV og segist þegar vera búin að fá frí í vinnunni til að geta verið viðstödd verðlaunaafhendinguna. „Ég veit ekki hversu oft maður fær slíkar tilnefningar á lífsleiðinni þannig ég ætla að skella mér,“ segir hún að lokum. - sm
Lífið Mest lesið Kristján Einar leitar sér aðstoðar Lífið Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Lífið Svona færðu fullnægingu án handa Lífið Nældi sér í einn umdeildan Lífið Hrósar eiginkonu Bruce Willis fyrir umönnun leikarans Lífið „Hugsa fallega til stelpunnar sem ég var þá“ Tíska og hönnun Kaupir fjórða húsið við sömu götu Lífið Yngsti Íslendingurinn frá upphafi sem safnar skákstigum Lífið Íslenskur Hollywood-leikari selur íbúð í Seljahverfinu Lífið Þjóðbúningurinn aðal skvísuflíkin í dag Tíska og hönnun Fleiri fréttir Kaupir fjórða húsið við sömu götu Tælenskar salatvefjur í anda Cheesecake Factory Íslenskur Hollywood-leikari selur íbúð í Seljahverfinu Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Íbúð í Vesturbænum með mikinn karakter Hrósar eiginkonu Bruce Willis fyrir umönnun leikarans Kristján Einar leitar sér aðstoðar Yngsti Íslendingurinn frá upphafi sem safnar skákstigum Nældi sér í einn umdeildan Er hægt að komast yfir framhjáhald? Cardi B sýknuð af kröfu um líkamsárás á öryggisvörð Svona færðu fullnægingu án handa Huggulegustu hommar landsins kaupa heillandi hæð Súrsætir matcha-bitar úr smiðju danska sjarmatröllsins Skein jafn skært og demantshringurinn í Feneyjum Framsóknarprins fékk formannsnafn Sylvía Hall og Viddi Sig trúlofuð Pattra og Birgitta Líf með keppnisskapið og lúkkið upp á tíu „Og Rakel er á lausu!“ Mýtur um fjármál: Hræddur við YOLO-viðhorf Íslendinga Graham Greene er látinn Erfitt að geta ekki rætt meðgönguna við móður sína „Guð og karlmenn elska mig“ Júlíana Sara tekur við af Ásu Ninnu í Bakaríinu Hárprúður Eiður heillar Dúndurgóður hverdsdagsréttur Kóngurinn með kveðju til Íslendinga Lára og lyfjaprinsinn gáfu dótturinni nafn Afmælisdagurinn bara „venjulegur dagur“ og á ekki von á gjöfum Áralangt stofufangelsi, umdeild ákæra og játning í skiptum fyrir frelsi Sjá meira