„Ég var mjög heppin að vera með Jóhönnu í Moskvu í fyrra og hafði því reynslu af því að vera síðust í röðinni," sagði Hera Björk spurð út í hennar viðbrögð við úrslitunum á fjölmiðlafundi sem haldinn var eftir undanúrslitakeppnina í Telenor-höllinni í gær.
Þá viðurkenndi Hera að hún hágrét eins og fegurðardrottning þegar í ljós kom að Ísland komst áfram í úrslitin.
Eurovision: Hera hágrét - myndband
Tengdar fréttir

Eurovision: Í sigurvímu á blaðamannafundi eftir keppni
Hera, sem var í sigurvímu eins og allir í íslenska Eurovisionhópnum, var ekki lengi að svara á léttu nótunum aðspurð hvort hún persónulega stoppaði eldgosið á Íslandi.

Eurovision: Fjölmiðlabann Heru
Örlygur Smári lagahöfundur framlags Íslands í Eurovision og Kristjana Stefánsdóttir söngkona veittu okkur viðtal eftir æfinguna fyrir utan Telenor höllina í gærdag.