Alexander Petersson mun ekki spila með íslenska landsliðinu gegn Lettum í kvöld vegna meiðsla sem hann varð fyrir í leik með Fuchse Berlin um síðustu helgi.
Einar Þorvarðarson, framkvæmdastjóri HSÍ, sagði þó góðar líkur vera á því að Alexander myndi spila gegn Austurríki á laugardag.
Logi Geirsson hefur verið veikur síðustu daga og ekki getað æft með liðinu.
Logi sagði við Vísi í dag að hann væri ekki alveg búinn að ná sér en væri þó nógu góður til þess að spila leikinn í kvöld.