Tónleikaveislur um áramótin 29. desember 2010 08:00 Blaz Roca lofar fjöri á nasa Erpur er búinn að vera kenndur við Nasa í fjölmörg ár, bæði sem Blaz Roca og sem Rottweilerhundur, en hann heldur tónleika með Diktu og Cliff Clavin á nýárskvöld.Fréttablaðið/stefán Áramótadjammið er mörgum heilagt og því um að gera að fara yfir það sem í boði er á gamlárs- og nýárskvöld. Skemmtistaðir landsins slá ekki slöku við frekar en fyrri daginn og bjóða skemmtanaglöðum Íslendingum, og öllum þeim fjölmörgu sem kíkja á Klakann, upp á tónleikaveislu. Fréttablaðið kannaði hvar heitasta djammið er um áramótin. „Það er mjög góð stemning fyrir tónleikunum. Ég og Dikta vorum í raun og veru vinsælastir á árinu og svo eru Cliff Clavin geðveikt ferskir og skemmtilegir,“ segir Erpur Eyvindarson, betur þekktur sem Blaz Roca, en hann heldur tónleika með Diktu og Cliff Clavin á Nasa á nýárskvöld. Nasa og Techno.is bjóða svo upp á ICEMIX á gamlárskvöld, en þar koma fram margir af fremstu „teknóplötusnúðum“ landsins. Hljómsveitin Dalton og fylgdarlið ætla að trylla lýðinn á Spot í Kópavogi á gamlárskvöld en á nýárskvöld mæta strákarnir úr Sálinni hans Jóns míns og gera slíkt hið sama. POPS fyrir þá eldri Gunni Þórðar, Maggi Kjartans og fleiri liðsmenn POPS ætla að skemmta á Kringlukránni á nýárskvöld. Í tilkynningu frá Spot kemur fram að þetta verði síðasta „gigg“ Sálarinnar í einhvern tíma og því ættu aðdáendur hljómsveitarinnar að drífa sig í Kópavoginn og hefja nýja árið á stórtónleikum þessarar vinsælu sveitar. Skemmtistaðurinn Broadway býður upp á stærðarinnar dansleik á gamlárskvöld með stórstjörnunni Micha Moor ásamt plötusnúðunum Sindra BM og Yngva Eysteins og opnar húsið á miðnætti en þar er 18 ára aldurstakmark. Micha Moor verður svo staddur á Bankanum á nýárskvöld, svo allra hörðustu aðdáendur Moor geta barið hann augum tvö kvöld í röð. Á gamlárskvöld býður skemmtistaðurinn Esja upp á plötusnúða í öllum sölum og glæsilegt danstríó sem leiðir dansinn eins og enginn sé morgundagurinn. Þetta verður líka eina kvöldið þar sem aldurstakmarkið á Esju er 20 ára, en ekki 25 ára eins og stefna staðarins er. Veitinga- og skemmtistaðurinn Austur verður með leynigesti bæði kvöldin og verða þeir ekki af verri endanum, en þeir verða tilkynntir þegar nær dregur. Þeir sem eldri eru geta skellt sér á Kringlukrána á nýárskvöld þar sem unglingahljómsveitin POPS stígur á svið og skemmtir fram eftir nóttu, en meðal liðsmanna POPS eru þeir Gunnar Þórðarson og Magnús Kjartansson. Þeir sem dvelja norðan heiða yfir áramótin þurfa ekki að örvænta því poppstjarna Íslands hefur boðað komu sína í Sjallann á Akureyri. Sjálfur Páll Óskar ætlar að trylla lýðinn í Sjallanum á gamlárskvöld frá kl. 01.30. Allir staðirnir bjóða upp á miðasölu við dyr og því geta þeir sem ekki hafa keypt miða í forsölu keypt miða við innganginn, svo framarlega sem ekki sé nú þegar orðið uppselt. kristjana@frettabladid.is Lífið Mest lesið Kristján Einar leitar sér aðstoðar Lífið Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Lífið Svona færðu fullnægingu án handa Lífið Nældi sér í einn umdeildan Lífið Hrósar eiginkonu Bruce Willis fyrir umönnun leikarans Lífið Yngsti Íslendingurinn frá upphafi sem safnar skákstigum Lífið Þjóðbúningurinn aðal skvísuflíkin í dag Tíska og hönnun Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Tónlist Íslenskur Hollywood-leikari selur íbúð í Seljahverfinu Lífið Fjarsambandinu loksins lokið Tónlist Fleiri fréttir Tælenskar salatvefjur í anda Cheesecake Factory Íslenskur Hollywood-leikari selur íbúð í Seljahverfinu Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Íbúð í Vesturbænum með mikinn karakter Hrósar eiginkonu Bruce Willis fyrir umönnun leikarans Kristján Einar leitar sér aðstoðar Yngsti Íslendingurinn frá upphafi sem safnar skákstigum Nældi sér í einn umdeildan Er hægt að komast yfir framhjáhald? Cardi B sýknuð af kröfu um líkamsárás á öryggisvörð Svona færðu fullnægingu án handa Huggulegustu hommar landsins kaupa heillandi hæð Súrsætir matcha-bitar úr smiðju danska sjarmatröllsins Skein jafn skært og demantshringurinn í Feneyjum Framsóknarprins fékk formannsnafn Sylvía Hall og Viddi Sig trúlofuð Pattra og Birgitta Líf með keppnisskapið og lúkkið upp á tíu „Og Rakel er á lausu!“ Mýtur um fjármál: Hræddur við YOLO-viðhorf Íslendinga Graham Greene er látinn Erfitt að geta ekki rætt meðgönguna við móður sína „Guð og karlmenn elska mig“ Júlíana Sara tekur við af Ásu Ninnu í Bakaríinu Hárprúður Eiður heillar Dúndurgóður hverdsdagsréttur Kóngurinn með kveðju til Íslendinga Lára og lyfjaprinsinn gáfu dótturinni nafn Afmælisdagurinn bara „venjulegur dagur“ og á ekki von á gjöfum Áralangt stofufangelsi, umdeild ákæra og játning í skiptum fyrir frelsi Frosti og Helga Gabríela flytja innan hverfis Sjá meira
Áramótadjammið er mörgum heilagt og því um að gera að fara yfir það sem í boði er á gamlárs- og nýárskvöld. Skemmtistaðir landsins slá ekki slöku við frekar en fyrri daginn og bjóða skemmtanaglöðum Íslendingum, og öllum þeim fjölmörgu sem kíkja á Klakann, upp á tónleikaveislu. Fréttablaðið kannaði hvar heitasta djammið er um áramótin. „Það er mjög góð stemning fyrir tónleikunum. Ég og Dikta vorum í raun og veru vinsælastir á árinu og svo eru Cliff Clavin geðveikt ferskir og skemmtilegir,“ segir Erpur Eyvindarson, betur þekktur sem Blaz Roca, en hann heldur tónleika með Diktu og Cliff Clavin á Nasa á nýárskvöld. Nasa og Techno.is bjóða svo upp á ICEMIX á gamlárskvöld, en þar koma fram margir af fremstu „teknóplötusnúðum“ landsins. Hljómsveitin Dalton og fylgdarlið ætla að trylla lýðinn á Spot í Kópavogi á gamlárskvöld en á nýárskvöld mæta strákarnir úr Sálinni hans Jóns míns og gera slíkt hið sama. POPS fyrir þá eldri Gunni Þórðar, Maggi Kjartans og fleiri liðsmenn POPS ætla að skemmta á Kringlukránni á nýárskvöld. Í tilkynningu frá Spot kemur fram að þetta verði síðasta „gigg“ Sálarinnar í einhvern tíma og því ættu aðdáendur hljómsveitarinnar að drífa sig í Kópavoginn og hefja nýja árið á stórtónleikum þessarar vinsælu sveitar. Skemmtistaðurinn Broadway býður upp á stærðarinnar dansleik á gamlárskvöld með stórstjörnunni Micha Moor ásamt plötusnúðunum Sindra BM og Yngva Eysteins og opnar húsið á miðnætti en þar er 18 ára aldurstakmark. Micha Moor verður svo staddur á Bankanum á nýárskvöld, svo allra hörðustu aðdáendur Moor geta barið hann augum tvö kvöld í röð. Á gamlárskvöld býður skemmtistaðurinn Esja upp á plötusnúða í öllum sölum og glæsilegt danstríó sem leiðir dansinn eins og enginn sé morgundagurinn. Þetta verður líka eina kvöldið þar sem aldurstakmarkið á Esju er 20 ára, en ekki 25 ára eins og stefna staðarins er. Veitinga- og skemmtistaðurinn Austur verður með leynigesti bæði kvöldin og verða þeir ekki af verri endanum, en þeir verða tilkynntir þegar nær dregur. Þeir sem eldri eru geta skellt sér á Kringlukrána á nýárskvöld þar sem unglingahljómsveitin POPS stígur á svið og skemmtir fram eftir nóttu, en meðal liðsmanna POPS eru þeir Gunnar Þórðarson og Magnús Kjartansson. Þeir sem dvelja norðan heiða yfir áramótin þurfa ekki að örvænta því poppstjarna Íslands hefur boðað komu sína í Sjallann á Akureyri. Sjálfur Páll Óskar ætlar að trylla lýðinn í Sjallanum á gamlárskvöld frá kl. 01.30. Allir staðirnir bjóða upp á miðasölu við dyr og því geta þeir sem ekki hafa keypt miða í forsölu keypt miða við innganginn, svo framarlega sem ekki sé nú þegar orðið uppselt. kristjana@frettabladid.is
Lífið Mest lesið Kristján Einar leitar sér aðstoðar Lífið Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Lífið Svona færðu fullnægingu án handa Lífið Nældi sér í einn umdeildan Lífið Hrósar eiginkonu Bruce Willis fyrir umönnun leikarans Lífið Yngsti Íslendingurinn frá upphafi sem safnar skákstigum Lífið Þjóðbúningurinn aðal skvísuflíkin í dag Tíska og hönnun Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Tónlist Íslenskur Hollywood-leikari selur íbúð í Seljahverfinu Lífið Fjarsambandinu loksins lokið Tónlist Fleiri fréttir Tælenskar salatvefjur í anda Cheesecake Factory Íslenskur Hollywood-leikari selur íbúð í Seljahverfinu Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Íbúð í Vesturbænum með mikinn karakter Hrósar eiginkonu Bruce Willis fyrir umönnun leikarans Kristján Einar leitar sér aðstoðar Yngsti Íslendingurinn frá upphafi sem safnar skákstigum Nældi sér í einn umdeildan Er hægt að komast yfir framhjáhald? Cardi B sýknuð af kröfu um líkamsárás á öryggisvörð Svona færðu fullnægingu án handa Huggulegustu hommar landsins kaupa heillandi hæð Súrsætir matcha-bitar úr smiðju danska sjarmatröllsins Skein jafn skært og demantshringurinn í Feneyjum Framsóknarprins fékk formannsnafn Sylvía Hall og Viddi Sig trúlofuð Pattra og Birgitta Líf með keppnisskapið og lúkkið upp á tíu „Og Rakel er á lausu!“ Mýtur um fjármál: Hræddur við YOLO-viðhorf Íslendinga Graham Greene er látinn Erfitt að geta ekki rætt meðgönguna við móður sína „Guð og karlmenn elska mig“ Júlíana Sara tekur við af Ásu Ninnu í Bakaríinu Hárprúður Eiður heillar Dúndurgóður hverdsdagsréttur Kóngurinn með kveðju til Íslendinga Lára og lyfjaprinsinn gáfu dótturinni nafn Afmælisdagurinn bara „venjulegur dagur“ og á ekki von á gjöfum Áralangt stofufangelsi, umdeild ákæra og játning í skiptum fyrir frelsi Frosti og Helga Gabríela flytja innan hverfis Sjá meira
Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Tónlist
Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Tónlist