Íslenskt smjör og skyr: „I love it“ Guðni Ágústsson skrifar 4. nóvember 2010 06:00 Engum Íslendingi blandast hugur um að gæði matvæla frá íslenskum bændum eru einstök. Engum blandast heldur hugur um að sérstaða hvort sem um er að ræða mjólkurvörur eða kjöt er mikil, hvað varðar öryggi neytenda, hollustu eða bragðgæði. Enda viðurkenna neytendur okkar íslenskan landbúnað, engir bændur eiga sér jafn tryggan heimamarkað og þakkláta viðskiptavini. Í skoðanakönnun síðasta vetur svöruðu 96% landsmanna því játandi að þeir teldu að það skipti miklu að landbúnaðurinn í landinu héldi velli og væri stundaður áfram. Þá á ég við þá sem svöruðu að það skipti öllu máli, mjög miklu máli eða frekar miklu máli. Sama niðurstaða kom fram, eða 96% þeirra sem spurðir voru í þessari könnun, hvort það skipti máli fyrir Ísland að vera ekki öðrum þjóðum háð með landbúnaðarafurðir. Jafnframt vakti athygli sá mikli stuðningur við að ríkið styddi við landbúnaðarframleiðsluna en um 77% aðspurða voru þeirrar skoðunar. Sannarlega er mikil ánægja með það holla matarborð sem bændurnir skila í gegnum sínar iðnaðarstöðvar inn í hvert eldhús. Nýjungar og vöruþróun mjólkuriðnaðarins er mikil og hefur ekkert gefið eftir í erfiðleikum þjóðarinnar síðustu misseri. Jafnframt skiptir fjölskyldan á bóndabýlinu miklu máli í vinskap neytandans og ekki síður þegar farið er um landið. Smjörklípa til USAOft finnst mér að þessum lífsgæðum sé ekki mikið hampað í umræðunni. Við eigum auðlindir til lands og sjávar sem skila okkur einstökum lífsgæðum í gegnum starf bóndans og sjómannsins. Alltaf vekur það svo ánægju og eflir stolt okkar þegar gestir okkar erlendis frá lýsa einstakri hrifningu á Íslandi eða matnum frá okkur. Þessu eigum við að venjast með fiskinn, en í vaxandi mæli með lambakjötið sem bestu villibráðina og mjólkurvörurnar eru lofsamaðar víða erlendis ekki síst skyr og smjör. Eitt kvöldið sem oftar horfði ég á Ísland í dag á Stöð tvö. Þar var fréttamaðurinn kominn til Parísar að ræða við heimsfræga leikara, einn þeirra leikur stórt hlutverk í „facebook“-kvikmynd, Jesse Eisenberg að nafni – ungur strákur og brattur. Leikarinn sneri allt í einu hlutverkunum við og tók að spyrja Íslendinginn spurninga og þar á meðal að hann hefði sannfrétt, að á Íslandi væri framleitt besta smjör heimsins! Hann bað Sindra Sindrason fréttamann að senda sér smjörklípu til Bandaríkjanna, fiskisagan flýgur. Íslenskt smjör vekur nefnilega mikla athygli. Það er mjúkt og gult á litinn, ólíkt öllu öðru smjöri og einnig að efnasamsetningu. Og það er talið hollara. Meistarakokkar heimsins hafa útnefnt smjörið okkar besta smjörið í veröldinni, stundum kemur frægðin að utan. Skyrið fer sigurförÞað sama á við um skyrið, þekkingu sem Íslendingar hafa varðveitt í ellefu hundruð ár og þykir lostæti, t.d. í hinum dýru hágæða búðum Bandaríkjanna Whole-Foods ásamt smjörinu, ostunum, lambakjötinu, bleikjunni og súkkulaðinu góða frá Nóa Síríus, þeir nota nefnilega íslensku mjólkina í góðgætið. Bandaríkjamennirnir segja „I love it“. Þeir kunna að meta gæðin frá íslenska bóndanum eins og við. Enn fremur hef ég haft spurnir af því að íslenskt skyr hafi verið borðað í Hvíta húsinu og forsetinn Obama hafi smakkað þessa hollu afurð. Það er stórt nafn Hákot og þeim þykir það merkilegt mörgum í Evrópu að íslenskur landbúnaður sé kominn inn í þessar búðir og starf bóndans á Íslandi sé dásamað þar. Allt þetta stafar af því að við rekum sjálfbær fjölskyldubú, förum vel með dýrin og landið. ESB-löndin vilja ólm styrkja sín landbúnaðarviðskipti í Bandaríkjunum ekki síst til að fá dollara og styrkja þannig sinn gjaldmiðil, evruna. Við kunnum vonandi enn betur á síðustu og erfiðustu tímum að meta það öryggi að eiga okkar landbúnað sjálf. Í dag hefði skort gjaldeyri hefði verið dregið úr framleiðslu landbúnaðarvara hér og þurft að flytja inn mjólkurvörur og kjöt eins og hávær krafa var um af hálfu ákveðinna afla í þjóðfélaginu. Bændurnir okkar, í gegnum mjólkur- og kjötiðnaðinn, skapa þúsundum manna vinnu. Við eigum að verja þessi störf og þakka mjög framsækinn matvælaiðnað sem stenst alla samkeppni og er í fremstu röð hvar sem meistarakokkar koma saman. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðni Ágústsson Mest lesið Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun Halldór 10.05.2025 Halldór Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda mun skila sér í bættum innviðum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar Skoðun Börn innan seilingar Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli tvö: Eiskrandi kröfur Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Palestína er að verja sig, ekki öfugt Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson skrifar Skoðun Lýðræði á ystu nöf: Hver er afstaða unga fólksins? Jonas Hammer skrifar Sjá meira
Engum Íslendingi blandast hugur um að gæði matvæla frá íslenskum bændum eru einstök. Engum blandast heldur hugur um að sérstaða hvort sem um er að ræða mjólkurvörur eða kjöt er mikil, hvað varðar öryggi neytenda, hollustu eða bragðgæði. Enda viðurkenna neytendur okkar íslenskan landbúnað, engir bændur eiga sér jafn tryggan heimamarkað og þakkláta viðskiptavini. Í skoðanakönnun síðasta vetur svöruðu 96% landsmanna því játandi að þeir teldu að það skipti miklu að landbúnaðurinn í landinu héldi velli og væri stundaður áfram. Þá á ég við þá sem svöruðu að það skipti öllu máli, mjög miklu máli eða frekar miklu máli. Sama niðurstaða kom fram, eða 96% þeirra sem spurðir voru í þessari könnun, hvort það skipti máli fyrir Ísland að vera ekki öðrum þjóðum háð með landbúnaðarafurðir. Jafnframt vakti athygli sá mikli stuðningur við að ríkið styddi við landbúnaðarframleiðsluna en um 77% aðspurða voru þeirrar skoðunar. Sannarlega er mikil ánægja með það holla matarborð sem bændurnir skila í gegnum sínar iðnaðarstöðvar inn í hvert eldhús. Nýjungar og vöruþróun mjólkuriðnaðarins er mikil og hefur ekkert gefið eftir í erfiðleikum þjóðarinnar síðustu misseri. Jafnframt skiptir fjölskyldan á bóndabýlinu miklu máli í vinskap neytandans og ekki síður þegar farið er um landið. Smjörklípa til USAOft finnst mér að þessum lífsgæðum sé ekki mikið hampað í umræðunni. Við eigum auðlindir til lands og sjávar sem skila okkur einstökum lífsgæðum í gegnum starf bóndans og sjómannsins. Alltaf vekur það svo ánægju og eflir stolt okkar þegar gestir okkar erlendis frá lýsa einstakri hrifningu á Íslandi eða matnum frá okkur. Þessu eigum við að venjast með fiskinn, en í vaxandi mæli með lambakjötið sem bestu villibráðina og mjólkurvörurnar eru lofsamaðar víða erlendis ekki síst skyr og smjör. Eitt kvöldið sem oftar horfði ég á Ísland í dag á Stöð tvö. Þar var fréttamaðurinn kominn til Parísar að ræða við heimsfræga leikara, einn þeirra leikur stórt hlutverk í „facebook“-kvikmynd, Jesse Eisenberg að nafni – ungur strákur og brattur. Leikarinn sneri allt í einu hlutverkunum við og tók að spyrja Íslendinginn spurninga og þar á meðal að hann hefði sannfrétt, að á Íslandi væri framleitt besta smjör heimsins! Hann bað Sindra Sindrason fréttamann að senda sér smjörklípu til Bandaríkjanna, fiskisagan flýgur. Íslenskt smjör vekur nefnilega mikla athygli. Það er mjúkt og gult á litinn, ólíkt öllu öðru smjöri og einnig að efnasamsetningu. Og það er talið hollara. Meistarakokkar heimsins hafa útnefnt smjörið okkar besta smjörið í veröldinni, stundum kemur frægðin að utan. Skyrið fer sigurförÞað sama á við um skyrið, þekkingu sem Íslendingar hafa varðveitt í ellefu hundruð ár og þykir lostæti, t.d. í hinum dýru hágæða búðum Bandaríkjanna Whole-Foods ásamt smjörinu, ostunum, lambakjötinu, bleikjunni og súkkulaðinu góða frá Nóa Síríus, þeir nota nefnilega íslensku mjólkina í góðgætið. Bandaríkjamennirnir segja „I love it“. Þeir kunna að meta gæðin frá íslenska bóndanum eins og við. Enn fremur hef ég haft spurnir af því að íslenskt skyr hafi verið borðað í Hvíta húsinu og forsetinn Obama hafi smakkað þessa hollu afurð. Það er stórt nafn Hákot og þeim þykir það merkilegt mörgum í Evrópu að íslenskur landbúnaður sé kominn inn í þessar búðir og starf bóndans á Íslandi sé dásamað þar. Allt þetta stafar af því að við rekum sjálfbær fjölskyldubú, förum vel með dýrin og landið. ESB-löndin vilja ólm styrkja sín landbúnaðarviðskipti í Bandaríkjunum ekki síst til að fá dollara og styrkja þannig sinn gjaldmiðil, evruna. Við kunnum vonandi enn betur á síðustu og erfiðustu tímum að meta það öryggi að eiga okkar landbúnað sjálf. Í dag hefði skort gjaldeyri hefði verið dregið úr framleiðslu landbúnaðarvara hér og þurft að flytja inn mjólkurvörur og kjöt eins og hávær krafa var um af hálfu ákveðinna afla í þjóðfélaginu. Bændurnir okkar, í gegnum mjólkur- og kjötiðnaðinn, skapa þúsundum manna vinnu. Við eigum að verja þessi störf og þakka mjög framsækinn matvælaiðnað sem stenst alla samkeppni og er í fremstu röð hvar sem meistarakokkar koma saman.
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun
Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar
Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun