Ögmundur og Úkraína 17. ágúst 2010 06:00 Töluverðar umræður hafa spunnist um grein Ögmundar Jónassonar alþingismanns um Evrópusambandið fyrir skömmu. Þar notaði þingmaðurinn mjög sérkennilegar líkingar úr mannkynssögunni til að leggja áherslu á mál sitt. Ögmundur hefur síðan reynt að klóra yfir þennan málflutning sinn, þegar betur hefði farið á því að hann bæðist afsökunar á þessum ósmekklega samanburði. Ögmundur notaði orðið lífsrými (lebensraum) sem er tengt útþenslustefnu nasista í Þýskalandi órjúfanlegum böndum. Það er sama hvað hann reynir að útskýra að þetta hafi verið notað í óeiginlegri merkingu og gert í framhjáhlaupi. Það breytir ekki tengingunni í þetta dökka tímabil í sögu álfunnar. Baldur Þórhallsson, Grímur Atlason og Guðmundur Andri Thorsson hafa svarað þessu skilmerkilega og ætla ég því ekki að höggva í sömu knérunna. En fyrst þingmaðurinn var að tengja sögu Evrópu við stækkun ESB langar mig að benda honum á þróun mála í Póllandi og Úkraínu. Þegar Pólland gekk í Evrópusambandið af fúsum og frjálsum vilja árið 2004 stækkaði „landssvæði" (ef við notum hugtök Ögmundar) Evrópusambandsins um 6 prósent og íbúafjöldi um 10 prósent. Var þetta af hinu góða eða illa fyrir Pólland? Hefur Evrópusambandið sölsað undir sig auðlindir Pólverja, til dæmis skógana eða kolanámurnar? Svarið er nei, enda hefur Evrópusambandið engan rétt til þess. Það sem ég hef aldrei skilið eru þau rök nei-sinna að Evrópusambandið ætli sér svo að sölsa undir sig auðlindir Íslands, þegar ljóst er að það hefur aldrei gert það í öðrum aðildarlöndum. Úkraínumenn, sem einnig liðu miklar hörmungar undir ógnarstjórn nasista, hafa reynt að tengjast Evrópusambandinu sterkari böndum. Þegar ESB stækkaði árið 2004 náði „landssvæði" Evrópusambandsins að Úkraínu. Þessi A-Evrópustækkun var ein helsta ástæða þess að Rússar hættu við að senda herlið inn í landið þegar „appelsínugula" byltingin átti sér stað í lok árs 2004. Úkraínumenn hafa því fagnað auknu „landssvæði" Evrópusambandsins því það hefur leitt til frelsis og lýðræðisumbóta í allri álfunni en ekki nýlendukúgunar og hörmunga eins og Ögmundur gefur sterklega í skyn í grein sinni að muni gerast ef Ísland gerist aðili að ESB. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Skoðun Mest lesið „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun Betri er auðmjúkur syndari en drambsamur dýrlingur Stefanía Arnardóttir Skoðun Þúsundir á vergangi - Upplýsa verður ranglætið Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Hæstvirtur dómsmálaráðherra, við ætlumst til meira af þér Matthías Kormáksson Skoðun Kærleikur í kaós Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir Skoðun 27-faldur hagnaður!? Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun Börn, ungmenni og geðheilsa Tómas Þór Þórðarson,Gunnar Örn Jóhannsson Skoðun Hver er stefna Viðreisnar í heilbrigðismálum og hvernig virkar hún í praksis? Sigurrós Huldudóttir Skoðun Skoðun Skoðun Börn, ungmenni og geðheilsa Tómas Þór Þórðarson,Gunnar Örn Jóhannsson skrifar Skoðun Kærleikur í kaós Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Kærleikur í kaós Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Þúsundir á vergangi - Upplýsa verður ranglætið Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins á meðal fólks Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun Er sjávarútvegurinn bara aukaleikari? Kristófer Máni Sigursveinsson skrifar Skoðun Hæstvirtur dómsmálaráðherra, við ætlumst til meira af þér Matthías Kormáksson skrifar Skoðun Kennarar – sanngjörn laun? Ólöf P. Úlfarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfsvígstíðni - Gerum betur Þórarinn Guðni Helgason skrifar Skoðun Kæru kennarar Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfbærni á dagskrá, takk! Hafdís Hanna Ægisdóttir,Eva Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kynslóðasáttmálann má ekki rjúfa Finnbjörn A. Hermannsson,Eyjólfur Árni Rafnsson skrifar Skoðun „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir skrifar Skoðun Fyrirhyggjan tryggir lágt og stöðugt verð Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gerum betur – breytum þessu Arnar Páll Guðmundsson skrifar Skoðun Það eiga allir séns Steinunn Ósk Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Andleg þrautseigja: Að vaxa í gegnum áskoranir Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Bleiki fíllinn í herberginu Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Ungt fólk, hvatningar til að nýta kosningarétt sinn og að mynda sér eigin skoðun Elmar Ægir Eysteinsson skrifar Skoðun Breytum þessari sérhagsmunagæslu Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Laumu risinn í landsframleiðslunni Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Sköpun og paradísarmissir Dr. Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Hver er stefna Viðreisnar í heilbrigðismálum og hvernig virkar hún í praksis? Sigurrós Huldudóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Plan í heilbrigðis- og öldrunarmálum - þjóðarátak í umönnun eldra fólks Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Samfylkingin er með plan um að lögfesta leikskólastigið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir skrifar Skoðun Er barnið sjúkt í sykur? Elísabet Konráðsdóttir,Margrét Sigmundsdóttir skrifar Skoðun Ákall um jákvæða hvata til grænna fjárfestinga Kristín Þöll Skagfjörð skrifar Sjá meira
Töluverðar umræður hafa spunnist um grein Ögmundar Jónassonar alþingismanns um Evrópusambandið fyrir skömmu. Þar notaði þingmaðurinn mjög sérkennilegar líkingar úr mannkynssögunni til að leggja áherslu á mál sitt. Ögmundur hefur síðan reynt að klóra yfir þennan málflutning sinn, þegar betur hefði farið á því að hann bæðist afsökunar á þessum ósmekklega samanburði. Ögmundur notaði orðið lífsrými (lebensraum) sem er tengt útþenslustefnu nasista í Þýskalandi órjúfanlegum böndum. Það er sama hvað hann reynir að útskýra að þetta hafi verið notað í óeiginlegri merkingu og gert í framhjáhlaupi. Það breytir ekki tengingunni í þetta dökka tímabil í sögu álfunnar. Baldur Þórhallsson, Grímur Atlason og Guðmundur Andri Thorsson hafa svarað þessu skilmerkilega og ætla ég því ekki að höggva í sömu knérunna. En fyrst þingmaðurinn var að tengja sögu Evrópu við stækkun ESB langar mig að benda honum á þróun mála í Póllandi og Úkraínu. Þegar Pólland gekk í Evrópusambandið af fúsum og frjálsum vilja árið 2004 stækkaði „landssvæði" (ef við notum hugtök Ögmundar) Evrópusambandsins um 6 prósent og íbúafjöldi um 10 prósent. Var þetta af hinu góða eða illa fyrir Pólland? Hefur Evrópusambandið sölsað undir sig auðlindir Pólverja, til dæmis skógana eða kolanámurnar? Svarið er nei, enda hefur Evrópusambandið engan rétt til þess. Það sem ég hef aldrei skilið eru þau rök nei-sinna að Evrópusambandið ætli sér svo að sölsa undir sig auðlindir Íslands, þegar ljóst er að það hefur aldrei gert það í öðrum aðildarlöndum. Úkraínumenn, sem einnig liðu miklar hörmungar undir ógnarstjórn nasista, hafa reynt að tengjast Evrópusambandinu sterkari böndum. Þegar ESB stækkaði árið 2004 náði „landssvæði" Evrópusambandsins að Úkraínu. Þessi A-Evrópustækkun var ein helsta ástæða þess að Rússar hættu við að senda herlið inn í landið þegar „appelsínugula" byltingin átti sér stað í lok árs 2004. Úkraínumenn hafa því fagnað auknu „landssvæði" Evrópusambandsins því það hefur leitt til frelsis og lýðræðisumbóta í allri álfunni en ekki nýlendukúgunar og hörmunga eins og Ögmundur gefur sterklega í skyn í grein sinni að muni gerast ef Ísland gerist aðili að ESB.
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun
Hver er stefna Viðreisnar í heilbrigðismálum og hvernig virkar hún í praksis? Sigurrós Huldudóttir Skoðun
Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigríður Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir skrifar
Skoðun Ungt fólk, hvatningar til að nýta kosningarétt sinn og að mynda sér eigin skoðun Elmar Ægir Eysteinsson skrifar
Skoðun Hver er stefna Viðreisnar í heilbrigðismálum og hvernig virkar hún í praksis? Sigurrós Huldudóttir skrifar
Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Plan í heilbrigðis- og öldrunarmálum - þjóðarátak í umönnun eldra fólks Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun
Hver er stefna Viðreisnar í heilbrigðismálum og hvernig virkar hún í praksis? Sigurrós Huldudóttir Skoðun