Nike-auglýsing LeBron James fyrir tímabilið vakti verðskuldaða athygli en hún fjallaði um vistaskipti James frá Cleveland til Miami.
Á dögunum fór svo í umferð á Youtube auglýsing þar sem Michael Jordan virtist vera að gera grín að James og auglýsingunni. Héldu margir að Jordan stæði á bak við auglýsinguna.
Svo er ekki. "Ég hafði nákvæmlega ekkert með þessa auglýsingu að gera og Nike kom ekki nálægt þessu heldur," sagði Jordan.
Hann sagðist ekki einu sinni hafa vitað af henni fyrr en eitt barna hans sendi honum hana.
Hægt er að sjá auglýsinguna hér að ofan.