Baldvin Z, leikstjóri Hæ Gosa, og Sigríður Margrét Oddsdóttir, sjónvarpsstjóri Skjás eins, voru hress í partíinu.fréttablaðið/daníel
Gamanþátturinn Hæ Gosi var frumsýndur á Skjá einum á fimmtudagskvöld. Af því tilefni hittust leikarar og velunnarar þáttarins á Danska barnum og fögnuðu útkomunni. Fréttablaðið var á staðnum og myndaði það sem fyrir augu bar. Arnór Pálmi Arnarsson og Heiðar Mar léku við hvurn sinn fingur á Danska barnum.Helga Braga, María Ellingsen, Árni Pétur Guðjónsson og Þórhallur Sigurðsson léku á als oddi og stilltu sér að sjálfsögðu upp fyrir ljósmyndara Fréttablaðsins.
Hæ Gosi var sýndur á breiðtjaldi og viðstaddir virtust ánægðir með útkomuna.