Umfjöllun: Butler kláraði Keflvíkinga Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 10. nóvember 2010 22:00 Mynd/Daníel Jaleesa Butler fór á kostum þegar mest á reyndi í uppgjöri toppliða Iceland Express-deildar kvenna. Hamar vann þá sigur á Keflavík, 72-69. Butler skoraði fjögur síðustu stig leiksins og tók þar að auki lykilfrákast á lokasekúndunum. Hamar er nú eina liðið sem er ósigrað í deildinni en bæði lið gátu státað af þeim árangri fyrir leikinn. Keflavík var með undirtökin í fyrri hálfleik þökk sé ágætum spretti í miðbik fyrsta leikhlutans. Bandaríkjamaðurinn Jacquiline Adamshick fór mikinn á þessum kafla en hún skoraði ellefu af þrettán stigum sínum í fyrri hálfleik í fyrsta leikhlutanum. Sóknarleikur beggja liða var þó nokkuð mistækur í öðrum leikhluta en Keflvíkingar héldu forystunni sinni fyrst og fremst með góðum varnarleik. Jaleesa Butler fann sig illa hjá Hamarsstúlkum í fyrri hálfleik auk þess sem hún lenti í villuvandræðum en Slavica Dimovska sýndi ágæta spretti inn á milli. Baráttan hélt áfram í síðari hálfleik en Keflvíkingar náðu að halda Hamarsstúlkum í skefjum í þriðja leikhluta með ágætum varnarleik sem var reyndar í fyrirrúmi hjá báðum liðum. Hvergerðingar settu svo allt á fullt í sókninni í upphafi fjórða leikhluta og náðu yfirhöndinni í fyrsta sinn síðan snemma í fyrsta leikhluta með góðum 11-0 spretti. Staðan þegar rúmar fimm mínútur voru til leiksloka var 59-57, Hamar í vil, og Keflvíkingar tóku leikhlé. Hamar var með undirtökin eftir þetta en lokamínútan var æsispennandi. Adamshick náði að stela boltanum og koma Keflavík einu stigi yfir þegar 30 sekúndur voru eftir en það reyndust síðustu stig Keflavíkur í leiknum. Hún komst á vítalínuna þegar sjö sekúndur voru eftir en klikkaði þá á báðum skotunum og eftirleikurinn reyndist auðveldur fyrir gestina frá Hveragerði. Stig Keflavíkur: Jacquiline Adamshick 28, Bryndís Guðmundsdóttir 17, Birna Valgarðsdóttir 10, Pálína Gunnlaugsdóttir 6, Rannveig Randversdóttir 3, Ingibjörg Jakobsdóttir 3, Hrund Jóhannsdóttir 2. Stig Hamars: Jaleesa Butler 29, Kristrún Sigurjónsdóttir 17, Fanney Lind Guðmundsdóttir 12, Slavica Dimovska 12, Jenný Harðardóttir 2. Dominos-deild kvenna Tengdar fréttir Fanney Lind: Stigum upp í fjórða leikhluta Fanney Lind Guðmundsdóttir átti góðan leik með Hamar í kvöld sem vann sigur á Keflavík á útivelli, 72-69, í uppgjöri toppliða deildarinnar. 10. nóvember 2010 21:59 Jón Halldór: Vantar alla leikgleði Jón Halldór Eðvaldsson, þjálfari Keflavíkur, tók langan fund með leikmönnum eftir tapið fyrir Hamar í kvöld og sagði skýringuna á tapinu einfalda. 10. nóvember 2010 21:56 Ágúst: Kemur ekki á óvart Ágúst Björgvinsson segir að það sé vel hægt að venjast því að vinna körfuboltaleiki í Keflavík eins og hann gerði með lið sitt, Hamar, í Iceland Express-deild kvenna í kvöld. 10. nóvember 2010 21:58 Mest lesið Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Körfubolti Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúla 1 Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Enski boltinn Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Fótbolti Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Enski boltinn Fleiri fréttir Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Sex fara fyrir Ísland á sitt fyrsta stórmót Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Martin: Skemmtilegra að tryggja þetta fyrir fullri höll Uppgjör: Ungverjaland - Ísland 87-78 | Afleitur annar leikhluti mjög dýr Verður aðeins sá átjándi til að spila níutíu landsleiki Gætu tryggt EM sætið í kvöld: „Skrítin staða að vera í“ Fimm sigrar og eitt grátlegt tap í síðustu sjö landsleikjum Martins Fóturinn tekinn af körfuboltapabbanum kjaftfora Geta fagnað EM sæti þrátt fyrir tap: Fjórar leiðir inn á EM Stólarnir stríddu toppliðinu „Efri hlutinn gefur okkur smá andrými“ Uppgjörið: Hamar/Þór - Valur 83-89 | Valskonur tryggðu sér sæti í efri hlutanum Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 94-80 | Sigurganga Njarðvíkur heldur áfram Sjá meira
Jaleesa Butler fór á kostum þegar mest á reyndi í uppgjöri toppliða Iceland Express-deildar kvenna. Hamar vann þá sigur á Keflavík, 72-69. Butler skoraði fjögur síðustu stig leiksins og tók þar að auki lykilfrákast á lokasekúndunum. Hamar er nú eina liðið sem er ósigrað í deildinni en bæði lið gátu státað af þeim árangri fyrir leikinn. Keflavík var með undirtökin í fyrri hálfleik þökk sé ágætum spretti í miðbik fyrsta leikhlutans. Bandaríkjamaðurinn Jacquiline Adamshick fór mikinn á þessum kafla en hún skoraði ellefu af þrettán stigum sínum í fyrri hálfleik í fyrsta leikhlutanum. Sóknarleikur beggja liða var þó nokkuð mistækur í öðrum leikhluta en Keflvíkingar héldu forystunni sinni fyrst og fremst með góðum varnarleik. Jaleesa Butler fann sig illa hjá Hamarsstúlkum í fyrri hálfleik auk þess sem hún lenti í villuvandræðum en Slavica Dimovska sýndi ágæta spretti inn á milli. Baráttan hélt áfram í síðari hálfleik en Keflvíkingar náðu að halda Hamarsstúlkum í skefjum í þriðja leikhluta með ágætum varnarleik sem var reyndar í fyrirrúmi hjá báðum liðum. Hvergerðingar settu svo allt á fullt í sókninni í upphafi fjórða leikhluta og náðu yfirhöndinni í fyrsta sinn síðan snemma í fyrsta leikhluta með góðum 11-0 spretti. Staðan þegar rúmar fimm mínútur voru til leiksloka var 59-57, Hamar í vil, og Keflvíkingar tóku leikhlé. Hamar var með undirtökin eftir þetta en lokamínútan var æsispennandi. Adamshick náði að stela boltanum og koma Keflavík einu stigi yfir þegar 30 sekúndur voru eftir en það reyndust síðustu stig Keflavíkur í leiknum. Hún komst á vítalínuna þegar sjö sekúndur voru eftir en klikkaði þá á báðum skotunum og eftirleikurinn reyndist auðveldur fyrir gestina frá Hveragerði. Stig Keflavíkur: Jacquiline Adamshick 28, Bryndís Guðmundsdóttir 17, Birna Valgarðsdóttir 10, Pálína Gunnlaugsdóttir 6, Rannveig Randversdóttir 3, Ingibjörg Jakobsdóttir 3, Hrund Jóhannsdóttir 2. Stig Hamars: Jaleesa Butler 29, Kristrún Sigurjónsdóttir 17, Fanney Lind Guðmundsdóttir 12, Slavica Dimovska 12, Jenný Harðardóttir 2.
Dominos-deild kvenna Tengdar fréttir Fanney Lind: Stigum upp í fjórða leikhluta Fanney Lind Guðmundsdóttir átti góðan leik með Hamar í kvöld sem vann sigur á Keflavík á útivelli, 72-69, í uppgjöri toppliða deildarinnar. 10. nóvember 2010 21:59 Jón Halldór: Vantar alla leikgleði Jón Halldór Eðvaldsson, þjálfari Keflavíkur, tók langan fund með leikmönnum eftir tapið fyrir Hamar í kvöld og sagði skýringuna á tapinu einfalda. 10. nóvember 2010 21:56 Ágúst: Kemur ekki á óvart Ágúst Björgvinsson segir að það sé vel hægt að venjast því að vinna körfuboltaleiki í Keflavík eins og hann gerði með lið sitt, Hamar, í Iceland Express-deild kvenna í kvöld. 10. nóvember 2010 21:58 Mest lesið Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Körfubolti Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúla 1 Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Enski boltinn Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Fótbolti Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Enski boltinn Fleiri fréttir Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Sex fara fyrir Ísland á sitt fyrsta stórmót Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Martin: Skemmtilegra að tryggja þetta fyrir fullri höll Uppgjör: Ungverjaland - Ísland 87-78 | Afleitur annar leikhluti mjög dýr Verður aðeins sá átjándi til að spila níutíu landsleiki Gætu tryggt EM sætið í kvöld: „Skrítin staða að vera í“ Fimm sigrar og eitt grátlegt tap í síðustu sjö landsleikjum Martins Fóturinn tekinn af körfuboltapabbanum kjaftfora Geta fagnað EM sæti þrátt fyrir tap: Fjórar leiðir inn á EM Stólarnir stríddu toppliðinu „Efri hlutinn gefur okkur smá andrými“ Uppgjörið: Hamar/Þór - Valur 83-89 | Valskonur tryggðu sér sæti í efri hlutanum Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 94-80 | Sigurganga Njarðvíkur heldur áfram Sjá meira
Fanney Lind: Stigum upp í fjórða leikhluta Fanney Lind Guðmundsdóttir átti góðan leik með Hamar í kvöld sem vann sigur á Keflavík á útivelli, 72-69, í uppgjöri toppliða deildarinnar. 10. nóvember 2010 21:59
Jón Halldór: Vantar alla leikgleði Jón Halldór Eðvaldsson, þjálfari Keflavíkur, tók langan fund með leikmönnum eftir tapið fyrir Hamar í kvöld og sagði skýringuna á tapinu einfalda. 10. nóvember 2010 21:56
Ágúst: Kemur ekki á óvart Ágúst Björgvinsson segir að það sé vel hægt að venjast því að vinna körfuboltaleiki í Keflavík eins og hann gerði með lið sitt, Hamar, í Iceland Express-deild kvenna í kvöld. 10. nóvember 2010 21:58