Tæpar þrjátíu milljónir platna á fimmtán árum 2. desember 2010 10:45 The Black Eyed Peas Hip hop-sveitin The Black Eyed Peas hefur gefið út sína sjöttu plötu, The Beginning.nordicphotos/getty Sjötta plata The Black Eyed Peas, The Beginning, kom út fyrir skömmu. Fimmtán ár eru liðin frá stofnun þessarar vinsælu hip-hop sveitar. Hljómsveitin The Black Eyed Peas hamrar járnið á meðan það er heitt því sjötta plata hennar, The Beginning, er nýkomin út, aðeins tæpu einu og hálfu ári á eftir hinni gríðarvinsælu The E.N.D. Sú plata hefur selst í rúmlega ellefu milljónum eintaka og er fyrsta platan í tvo áratugi með dúói eða hljómsveit sem nær fimm lögum inn topp 10-lista Billboard í Bandaríkjunum. Á meðal þeirra er að sjálfsögðu hið gríðarvinsæla I Gotta Feeling þar sem franski plötusnúðurinn David Guetta stjórnaði upptökum. Lagið komst í toppsæti vinsældalista í tuttugu löndum og var tilnefnt sem lag ársins á Grammy-hátíðinni. Það getur verið erfitt að fylgja eftir slíkum vinsældum og forvitnilegt verður að sjá hvort The Black Eyed Peas tekst það með The Beginning. Forsprakkinn will.i.am. segir plötuna snúast um það sem er að gerast í heiminum um þessar mundir. „The Beginning snýst um að aðlagast nýrri tækni, eins og þrívídd, 360-myndefni og annars konar tölvutækni. Hún snýst einnig um tilraunamennsku og að nota lög sem við fílum úr fortíðinni og leika okkur með flotta takta,“ sagði hann. Þar á will m.a. við fyrsta smáskífulagið The Time (Dirty Bit) sem er byggt í kringum (I"ve Had) The Time of My Life úr myndinni Dirty Dancing frá árinu 1987 sem þau Bill Medley og Jennifer Warnes sungu. The Black Eyed Peas hefur verið lengi að. Sveitin var stofnuð árið 1995 af þeim William Adams (will.i.am) and Allan Pineda (apl.de.ap). Hún sló samt ekki í gegn fyrr en átta árum seinna með plötunni Elephunk. Þar söng Fergie í fyrsta sinn með Baununum og í kjölfarið vann sveitin sín fyrstu Grammy-verðlaun fyrir lagið Let"s Get It Started. Annað lag af plötunni, Shut Up, náði einnig miklum vinsældum. Þess má geta að Fergie var ekki fyrsti valkostur sem söngkona The Black Eyed Peas því Nicole Sherzinger úr The Pussycat Dolls var fyrst beðin um að ganga til liðs við will.i.am og félaga en gat ekki þekkst boðið vegna þess að hún var samningsbundin stúlknasveitinni Eden"s Crush. Vinsældir The Black Eyed Peas hafa verið svakalegar á undanförnum árum. Sveitin hefur selt rúmlega 28 milljónir platna um allan heim og 20 milljónir smáskífna. Aðdáendahópurinn hefur stækkað með hverju árinu og á vafalítið eftir að gera það áfram með tilkomu nýju plötunnar. freyr@frettabladid.is Lífið Mest lesið Kristján Einar leitar sér aðstoðar Lífið Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Lífið Svona færðu fullnægingu án handa Lífið Nældi sér í einn umdeildan Lífið Hrósar eiginkonu Bruce Willis fyrir umönnun leikarans Lífið Yngsti Íslendingurinn frá upphafi sem safnar skákstigum Lífið Þjóðbúningurinn aðal skvísuflíkin í dag Tíska og hönnun Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Tónlist Íslenskur Hollywood-leikari selur íbúð í Seljahverfinu Lífið Fjarsambandinu loksins lokið Tónlist Fleiri fréttir Tælenskar salatvefjur í anda Cheesecake Factory Íslenskur Hollywood-leikari selur íbúð í Seljahverfinu Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Íbúð í Vesturbænum með mikinn karakter Hrósar eiginkonu Bruce Willis fyrir umönnun leikarans Kristján Einar leitar sér aðstoðar Yngsti Íslendingurinn frá upphafi sem safnar skákstigum Nældi sér í einn umdeildan Er hægt að komast yfir framhjáhald? Cardi B sýknuð af kröfu um líkamsárás á öryggisvörð Svona færðu fullnægingu án handa Huggulegustu hommar landsins kaupa heillandi hæð Súrsætir matcha-bitar úr smiðju danska sjarmatröllsins Skein jafn skært og demantshringurinn í Feneyjum Framsóknarprins fékk formannsnafn Sylvía Hall og Viddi Sig trúlofuð Pattra og Birgitta Líf með keppnisskapið og lúkkið upp á tíu „Og Rakel er á lausu!“ Mýtur um fjármál: Hræddur við YOLO-viðhorf Íslendinga Graham Greene er látinn Erfitt að geta ekki rætt meðgönguna við móður sína „Guð og karlmenn elska mig“ Júlíana Sara tekur við af Ásu Ninnu í Bakaríinu Hárprúður Eiður heillar Dúndurgóður hverdsdagsréttur Kóngurinn með kveðju til Íslendinga Lára og lyfjaprinsinn gáfu dótturinni nafn Afmælisdagurinn bara „venjulegur dagur“ og á ekki von á gjöfum Áralangt stofufangelsi, umdeild ákæra og játning í skiptum fyrir frelsi Frosti og Helga Gabríela flytja innan hverfis Sjá meira
Sjötta plata The Black Eyed Peas, The Beginning, kom út fyrir skömmu. Fimmtán ár eru liðin frá stofnun þessarar vinsælu hip-hop sveitar. Hljómsveitin The Black Eyed Peas hamrar járnið á meðan það er heitt því sjötta plata hennar, The Beginning, er nýkomin út, aðeins tæpu einu og hálfu ári á eftir hinni gríðarvinsælu The E.N.D. Sú plata hefur selst í rúmlega ellefu milljónum eintaka og er fyrsta platan í tvo áratugi með dúói eða hljómsveit sem nær fimm lögum inn topp 10-lista Billboard í Bandaríkjunum. Á meðal þeirra er að sjálfsögðu hið gríðarvinsæla I Gotta Feeling þar sem franski plötusnúðurinn David Guetta stjórnaði upptökum. Lagið komst í toppsæti vinsældalista í tuttugu löndum og var tilnefnt sem lag ársins á Grammy-hátíðinni. Það getur verið erfitt að fylgja eftir slíkum vinsældum og forvitnilegt verður að sjá hvort The Black Eyed Peas tekst það með The Beginning. Forsprakkinn will.i.am. segir plötuna snúast um það sem er að gerast í heiminum um þessar mundir. „The Beginning snýst um að aðlagast nýrri tækni, eins og þrívídd, 360-myndefni og annars konar tölvutækni. Hún snýst einnig um tilraunamennsku og að nota lög sem við fílum úr fortíðinni og leika okkur með flotta takta,“ sagði hann. Þar á will m.a. við fyrsta smáskífulagið The Time (Dirty Bit) sem er byggt í kringum (I"ve Had) The Time of My Life úr myndinni Dirty Dancing frá árinu 1987 sem þau Bill Medley og Jennifer Warnes sungu. The Black Eyed Peas hefur verið lengi að. Sveitin var stofnuð árið 1995 af þeim William Adams (will.i.am) and Allan Pineda (apl.de.ap). Hún sló samt ekki í gegn fyrr en átta árum seinna með plötunni Elephunk. Þar söng Fergie í fyrsta sinn með Baununum og í kjölfarið vann sveitin sín fyrstu Grammy-verðlaun fyrir lagið Let"s Get It Started. Annað lag af plötunni, Shut Up, náði einnig miklum vinsældum. Þess má geta að Fergie var ekki fyrsti valkostur sem söngkona The Black Eyed Peas því Nicole Sherzinger úr The Pussycat Dolls var fyrst beðin um að ganga til liðs við will.i.am og félaga en gat ekki þekkst boðið vegna þess að hún var samningsbundin stúlknasveitinni Eden"s Crush. Vinsældir The Black Eyed Peas hafa verið svakalegar á undanförnum árum. Sveitin hefur selt rúmlega 28 milljónir platna um allan heim og 20 milljónir smáskífna. Aðdáendahópurinn hefur stækkað með hverju árinu og á vafalítið eftir að gera það áfram með tilkomu nýju plötunnar. freyr@frettabladid.is
Lífið Mest lesið Kristján Einar leitar sér aðstoðar Lífið Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Lífið Svona færðu fullnægingu án handa Lífið Nældi sér í einn umdeildan Lífið Hrósar eiginkonu Bruce Willis fyrir umönnun leikarans Lífið Yngsti Íslendingurinn frá upphafi sem safnar skákstigum Lífið Þjóðbúningurinn aðal skvísuflíkin í dag Tíska og hönnun Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Tónlist Íslenskur Hollywood-leikari selur íbúð í Seljahverfinu Lífið Fjarsambandinu loksins lokið Tónlist Fleiri fréttir Tælenskar salatvefjur í anda Cheesecake Factory Íslenskur Hollywood-leikari selur íbúð í Seljahverfinu Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Íbúð í Vesturbænum með mikinn karakter Hrósar eiginkonu Bruce Willis fyrir umönnun leikarans Kristján Einar leitar sér aðstoðar Yngsti Íslendingurinn frá upphafi sem safnar skákstigum Nældi sér í einn umdeildan Er hægt að komast yfir framhjáhald? Cardi B sýknuð af kröfu um líkamsárás á öryggisvörð Svona færðu fullnægingu án handa Huggulegustu hommar landsins kaupa heillandi hæð Súrsætir matcha-bitar úr smiðju danska sjarmatröllsins Skein jafn skært og demantshringurinn í Feneyjum Framsóknarprins fékk formannsnafn Sylvía Hall og Viddi Sig trúlofuð Pattra og Birgitta Líf með keppnisskapið og lúkkið upp á tíu „Og Rakel er á lausu!“ Mýtur um fjármál: Hræddur við YOLO-viðhorf Íslendinga Graham Greene er látinn Erfitt að geta ekki rætt meðgönguna við móður sína „Guð og karlmenn elska mig“ Júlíana Sara tekur við af Ásu Ninnu í Bakaríinu Hárprúður Eiður heillar Dúndurgóður hverdsdagsréttur Kóngurinn með kveðju til Íslendinga Lára og lyfjaprinsinn gáfu dótturinni nafn Afmælisdagurinn bara „venjulegur dagur“ og á ekki von á gjöfum Áralangt stofufangelsi, umdeild ákæra og játning í skiptum fyrir frelsi Frosti og Helga Gabríela flytja innan hverfis Sjá meira
Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Tónlist
Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Tónlist