Skráning í hljómsveitakeppnina Wacken Metal Battle er hafin og stendur yfir til 20. janúar. Sigurvegarinn á Íslandi fer til Þýskalands næsta sumar og spilar á rokkhátíðinni Wacken í alþjóðlegum úrslitum Metal Battle keppninnar.
Sigurvegarinn fær í sinn hlut plötusamning, hljóðfæri og fleiri græjur. Skilyrði til þátttöku er að hljómsveitir séu ekki á mála hjá plötufyrirtæki eða við það að skrifa undir samning. Sveitir taka þátt með því að senda kynningarpakka á Restingmind Concerts og verða sex valdar til þátttöku í úrslitunum 5. mars á næsta ári.
Rokkararnir í Wistaria unnu Wacken-keppnina í fyrra hér heima. Þar áður bar Beneath sigur úr býtum í fyrstu Wacken-keppninni.