Um 250 manns eru nú skráðir á alþjóðlegu ráðstefnuna You Are In Control sem fer fram í Reykjavík í fjórða sinn á föstudag og laugardag.
Tíu erlendir blaða-menn koma til landsins í tengslum við ráðstefnuna, þar á meðal frá Wired, Design Week, Minnea-polis Star Tribune og Drowned In Sound.
Aðalfyrirlesarar YAIC eru þau Ian Livingstone, forstjóri tölvuleikjafyrirtækisins Eidos sem framleiðir meðal annars tölvuleikinn Lara Croft, og Grammy- verðlaunahafinn Imogen Heap. Hægt er að skrá sig á ráðstefnuna á heimasíðunni Youareincontrol.is.