Lög til heiðurs sauðkindinni 4. desember 2010 13:00 Saxófónleikarinn hefur sent frá sér sína fimmtu sólóplötu, Horn. Jóel Pálsson segir það á við sjö háskólagráður að reka sprotafyrirtæki á borð við Farmers Market. Hann var að gefa út fimmtu sólóplötu sína og segir viðskiptin og tónlistina passa ágætlega saman. Saxófónleikarinn Jóel Pálsson hefur sent frá sér fimmtu sólóplötu sína, Horn. Platan er sjálfstætt framhald síðustu plötu Jóels, Varp, sem var valin ein af plötum ársins af bandaríska tímaritinu All About Jazz auk þess að hljóta Íslensku tónlistarverðlaunin í flokknum Jazzplata ársins. Síðan Varp kom út fyrir fjórum árum hefur Jóel haft í nógu að snúast. „Ég er búinn að vera að sýsla við ansi margt. Ég hef spilað úti um allar trissur með hinum og þessum. Svo hef ég verið að koma á legg sprotafyrirtæki sem hefur undið mikið upp á sig. Það hefur tekið töluverðan tíma og orku," segir Jóel og á þar við fatalínuna Farmers Market. „Það hefur verið svakalega skemmtilegt og það er á við sjö háskólagráður að standa í slíku." Spurður hvernig viðskiptin fari saman við tónlistina segir Jóel: „Maður getur svolítið stjórnað því sjálfur. Ég var búinn að vera algjörlega í músíkinni í tíu ár áður en ég fór að gera þetta. Ég var orðinn þyrstur í að læra eitthvað nýtt." Platan Horn er sannkallaður suðupottur þar sem ægir saman áhrifum úr ýmsum áttum, svo sem fönki, pönki, frjálsdjassi, svingi, rokki og kirkjumúsík. Auk Jóels spila á plötunni Davíð Þór Jónsson, Einar Scheving, Eyþór Gunnarsson og Ari Bragi Kárason. Tvö lög, Tog og Þel, eru til heiðurs íslensku sauðkindinni en ullin af henni hefur verið notuð mikið hjá Farmers Market. „Mér finnst hún alveg eiga það inni hjá okkur," segir Jóel. Útgáfutónleikar vegna nýju plötunnar verða haldnir 12. desember á Café Rosenberg. freyr@frettabladid.is Lífið Mest lesið Sjö ára þrautaganga endaði með kraftaverki Lífið Unnur Birna og Daði eru nýtt par Lífið Pelsafár hraustra karlmanna geisar á landinu Lífið „Unun að troðið sé á manni þegar svona er“ Lífið Jón Ólafs og Hildur Vala keyptu í Vesturbænum Lífið „Einhvern tímann verðurðu að leyfa barninu þínu að flytja að heiman“ Lífið Hvar er Donald Trump? Lífið Krakkatía vikunnar: Kistuhylur, Kpop og Lína langsokkur Lífið Flottar flíkur og fylgihlutir fyrir haustið Lífið Leggst undir hnífinn vegna brjóstakrabbameins og frestar túrnum Lífið Fleiri fréttir Unnur Birna og Daði eru nýtt par Sjö ára þrautaganga endaði með kraftaverki Krakkatía vikunnar: Kistuhylur, Kpop og Lína langsokkur Hvar er Donald Trump? Hátíðin áminning um að veganismi sé lífsstíll en ekki megrunarkúr Fréttatía vikunnar: Fellibylur, körfubolti og Laufey Flottar flíkur og fylgihlutir fyrir haustið Indversk pizza að hætti Rakelar Maríu Trúlofuð en ekki búin að flytja inn saman „Einhvern tímann verðurðu að leyfa barninu þínu að flytja að heiman“ Bananakaka með silkimjúku súkkulaðikremi Svona heppnaðist hárígræðslan hjá Baldri og Einari Taka fyrir sambönd flugfreyja og flugmanna út frá sögum úr bransanum Jón Ólafs og Hildur Vala keyptu í Vesturbænum Leggst undir hnífinn vegna brjóstakrabbameins og frestar túrnum „Þetta var eins og Atlantis sem sökk“ Hafdís Huld bæjarlistamaður Mosfellsbæjar Vinsælast á Netflix og Spotify: Kóreskir djöflaveiðarar tröllríða öllu Silkimjúk súpa fyrir sálina Eru smáhrifavaldar að taka yfir markaðinn? Sex bestu veitingastaðirnir í Skandinavíu Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Fjölgar í fjölskyldu Maríu Birtu og Ella Ástarleikir á fjölbreyttum stöðum Fullkominn kókos og chiagrautur að hætti Elísabetar Mettu Sóley og Kormákur skáluðu í síðsumarsólinni Segir lýtaaðgerðir hennar leið til að eldast með reisn Kaupa glæsihús frænku Patriks Opnar sig eftir handtökuna Töluðu íslensku við mannhafið Sjá meira
Jóel Pálsson segir það á við sjö háskólagráður að reka sprotafyrirtæki á borð við Farmers Market. Hann var að gefa út fimmtu sólóplötu sína og segir viðskiptin og tónlistina passa ágætlega saman. Saxófónleikarinn Jóel Pálsson hefur sent frá sér fimmtu sólóplötu sína, Horn. Platan er sjálfstætt framhald síðustu plötu Jóels, Varp, sem var valin ein af plötum ársins af bandaríska tímaritinu All About Jazz auk þess að hljóta Íslensku tónlistarverðlaunin í flokknum Jazzplata ársins. Síðan Varp kom út fyrir fjórum árum hefur Jóel haft í nógu að snúast. „Ég er búinn að vera að sýsla við ansi margt. Ég hef spilað úti um allar trissur með hinum og þessum. Svo hef ég verið að koma á legg sprotafyrirtæki sem hefur undið mikið upp á sig. Það hefur tekið töluverðan tíma og orku," segir Jóel og á þar við fatalínuna Farmers Market. „Það hefur verið svakalega skemmtilegt og það er á við sjö háskólagráður að standa í slíku." Spurður hvernig viðskiptin fari saman við tónlistina segir Jóel: „Maður getur svolítið stjórnað því sjálfur. Ég var búinn að vera algjörlega í músíkinni í tíu ár áður en ég fór að gera þetta. Ég var orðinn þyrstur í að læra eitthvað nýtt." Platan Horn er sannkallaður suðupottur þar sem ægir saman áhrifum úr ýmsum áttum, svo sem fönki, pönki, frjálsdjassi, svingi, rokki og kirkjumúsík. Auk Jóels spila á plötunni Davíð Þór Jónsson, Einar Scheving, Eyþór Gunnarsson og Ari Bragi Kárason. Tvö lög, Tog og Þel, eru til heiðurs íslensku sauðkindinni en ullin af henni hefur verið notuð mikið hjá Farmers Market. „Mér finnst hún alveg eiga það inni hjá okkur," segir Jóel. Útgáfutónleikar vegna nýju plötunnar verða haldnir 12. desember á Café Rosenberg. freyr@frettabladid.is
Lífið Mest lesið Sjö ára þrautaganga endaði með kraftaverki Lífið Unnur Birna og Daði eru nýtt par Lífið Pelsafár hraustra karlmanna geisar á landinu Lífið „Unun að troðið sé á manni þegar svona er“ Lífið Jón Ólafs og Hildur Vala keyptu í Vesturbænum Lífið „Einhvern tímann verðurðu að leyfa barninu þínu að flytja að heiman“ Lífið Hvar er Donald Trump? Lífið Krakkatía vikunnar: Kistuhylur, Kpop og Lína langsokkur Lífið Flottar flíkur og fylgihlutir fyrir haustið Lífið Leggst undir hnífinn vegna brjóstakrabbameins og frestar túrnum Lífið Fleiri fréttir Unnur Birna og Daði eru nýtt par Sjö ára þrautaganga endaði með kraftaverki Krakkatía vikunnar: Kistuhylur, Kpop og Lína langsokkur Hvar er Donald Trump? Hátíðin áminning um að veganismi sé lífsstíll en ekki megrunarkúr Fréttatía vikunnar: Fellibylur, körfubolti og Laufey Flottar flíkur og fylgihlutir fyrir haustið Indversk pizza að hætti Rakelar Maríu Trúlofuð en ekki búin að flytja inn saman „Einhvern tímann verðurðu að leyfa barninu þínu að flytja að heiman“ Bananakaka með silkimjúku súkkulaðikremi Svona heppnaðist hárígræðslan hjá Baldri og Einari Taka fyrir sambönd flugfreyja og flugmanna út frá sögum úr bransanum Jón Ólafs og Hildur Vala keyptu í Vesturbænum Leggst undir hnífinn vegna brjóstakrabbameins og frestar túrnum „Þetta var eins og Atlantis sem sökk“ Hafdís Huld bæjarlistamaður Mosfellsbæjar Vinsælast á Netflix og Spotify: Kóreskir djöflaveiðarar tröllríða öllu Silkimjúk súpa fyrir sálina Eru smáhrifavaldar að taka yfir markaðinn? Sex bestu veitingastaðirnir í Skandinavíu Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Fjölgar í fjölskyldu Maríu Birtu og Ella Ástarleikir á fjölbreyttum stöðum Fullkominn kókos og chiagrautur að hætti Elísabetar Mettu Sóley og Kormákur skáluðu í síðsumarsólinni Segir lýtaaðgerðir hennar leið til að eldast með reisn Kaupa glæsihús frænku Patriks Opnar sig eftir handtökuna Töluðu íslensku við mannhafið Sjá meira