Aukið öryggi ferðamanna Steinunn Stefánsdóttir skrifar 22. júní 2010 06:00 Tvö dauðaslys á erlendum ferðamönnum hafa orðið hér á landi með stuttu millibili. Slysin vekja fyrst og fremst sorg og óhug en óneitanlega vakna einnig upp spurningar um það hvort og þá hvernig hægt sé að draga úr slíkum slysum og helst koma í veg fyrir þau. Ferðamálastjóri bendir á í frétt hér í blaðinu í gær að verið sé að vinna við þróun gæða- og umhverfisvottunarkerfis fyrir íslenska ferðaþjónustu og að þar verði öryggismál ferðamanna tekin sérstaklega til skoðunar. Því ber að fagna. Jónína Ólafsdóttir landfræðingur skrifaði lokaritgerð sína um öryggsimál í sportköfun. að hennar mati er þeim mjög ábótavant hér á landi. Hún benti á í viðtali á Vísi.is að hvorki sé að finna upplýsingaskilti né varasúrefni við Silfru sem þó er afar vinsæll staður til sportköfunar. Sömuleiðis benti hún á að eftirliti með fyrirtækjum sem bjóða upp á sportköfun hér á landi sé ábótavant og reglugerðir sem þær starfi eftir séu úreltar. Slys gera ekki boð á undan sér og enginn mannlegur máttur getur útrýmt slysum. Það breytir ekki því að til fjölmargra ráðstafana er hægt að grípa til þess að draga úr þeim og vitað er að forvarnir geta dregið verulega úr fjölda slysa. Það er ákaflega mikilvægt að fræða erlenda ferðamenn sem hingað koma um þær hættur sem finnast í íslenskri náttúru. Varúðarskiltum á helstu tungumálum verður að koma upp miklu víðar en nú er og eftirlit verður að auka á þeim stöðum þar sem mesta hættan er fyrir hendi. Loks verður að setja þeim ferðaþjónustufyrirtækjum sem bjóða upp á ævintýralega upplifun sem í eðli sínu er hættuleg, eins og gildir um köfun, sleðaferðir á jöklum og ýmislegt fleira, skýran starfsramma sem fylgt er eftir með eftirliti. Þau fyrirtæki sem byggja tekjur sínar á slíkum ferðum verða að geta sýnt fram á að undirbúningur ferðalanga sé fullnægjandi og að fyllstu ábyrgðar sé gætt í slíkum ferðum. Hér á landi verða allt of mörg slys á ferðamönnum, bæði íslenskum og erlendum. Slysin eru af ólíkum toga sem bendir til að þörf sé á víðtæku og samstilltu átaki til þess að spyrna þarna við fæti. Ferðamálayfirvöld, sveitarfélög, fyrirtæki í ferðaþjónustu og aðrir þeir aðilar sem að móttöku ferðamanna koma verða að taka höndum saman hratt og örugglega. Það er mikið í húfi. Við Íslendingar viljum leggja metnað í að taka vel á móti erlendum ferðamönnum. Við erum stolt af landinu okkar og viljum þess vegna að sem flestir sæki það heim og helst að þeir komi aftur og aftur. Tekjur af ferðamönnum eru afar mikilvægar og til þess hefur verið horft að þær muni aukast á næstu árum. Til að svo megi verða verður að vanda til verka, von um skyndiágóða má aldrei ráða för í ferðaþjónustu heldur yfirvegaður metnaður til þess að gera sem best. Allir sem að ferðaþjónustunni koma verða að vera vakandi fyrir öryggismálum, alltaf og alls staðar. Aðeins þannig verður hér byggð upp vönduð ferðaþjónusta til framtíðar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Steinunn Stefánsdóttir Mest lesið Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson Skoðun Hver er virðingin fyrir skólaskyldunni? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Er þetta planið? Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson Skoðun Bullur í Brussel Jón Pétur Zimsen Skoðun Skoðun Skoðun Hver mun stjórna heiminum eftir hundrað ár? Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson skrifar Skoðun Að hafa eða að vera Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland skrifar Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Formúlu fyrir sigri? Nei takk. Guðmundur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Norræn samstaða skapar tækifæri fyrir græna framtíð Nótt Thorberg skrifar Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Viðskiptafrelsi og hátækniiðnaður Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Hver er virðingin fyrir skólaskyldunni? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir skrifar Skoðun Valþröng í varnarmálum Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Fjólubláar prófílmyndir Anna Sóley Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Er þetta planið? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Tækifærin í orkuskiptunum Jón Trausti Kárason skrifar Skoðun Frekar rétt að endurskoða sambúðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Bullur í Brussel Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Nvidia, Bitcoin og gamla varnarliðið: Hvað bíður Íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ekki hluti af OKKAR Evrópu! Margrét Kristmannsdóttir skrifar Skoðun Mikil aukning í unglingadrykkju – eða hvað? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Vaxtaokrið Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Sjá meira
Tvö dauðaslys á erlendum ferðamönnum hafa orðið hér á landi með stuttu millibili. Slysin vekja fyrst og fremst sorg og óhug en óneitanlega vakna einnig upp spurningar um það hvort og þá hvernig hægt sé að draga úr slíkum slysum og helst koma í veg fyrir þau. Ferðamálastjóri bendir á í frétt hér í blaðinu í gær að verið sé að vinna við þróun gæða- og umhverfisvottunarkerfis fyrir íslenska ferðaþjónustu og að þar verði öryggismál ferðamanna tekin sérstaklega til skoðunar. Því ber að fagna. Jónína Ólafsdóttir landfræðingur skrifaði lokaritgerð sína um öryggsimál í sportköfun. að hennar mati er þeim mjög ábótavant hér á landi. Hún benti á í viðtali á Vísi.is að hvorki sé að finna upplýsingaskilti né varasúrefni við Silfru sem þó er afar vinsæll staður til sportköfunar. Sömuleiðis benti hún á að eftirliti með fyrirtækjum sem bjóða upp á sportköfun hér á landi sé ábótavant og reglugerðir sem þær starfi eftir séu úreltar. Slys gera ekki boð á undan sér og enginn mannlegur máttur getur útrýmt slysum. Það breytir ekki því að til fjölmargra ráðstafana er hægt að grípa til þess að draga úr þeim og vitað er að forvarnir geta dregið verulega úr fjölda slysa. Það er ákaflega mikilvægt að fræða erlenda ferðamenn sem hingað koma um þær hættur sem finnast í íslenskri náttúru. Varúðarskiltum á helstu tungumálum verður að koma upp miklu víðar en nú er og eftirlit verður að auka á þeim stöðum þar sem mesta hættan er fyrir hendi. Loks verður að setja þeim ferðaþjónustufyrirtækjum sem bjóða upp á ævintýralega upplifun sem í eðli sínu er hættuleg, eins og gildir um köfun, sleðaferðir á jöklum og ýmislegt fleira, skýran starfsramma sem fylgt er eftir með eftirliti. Þau fyrirtæki sem byggja tekjur sínar á slíkum ferðum verða að geta sýnt fram á að undirbúningur ferðalanga sé fullnægjandi og að fyllstu ábyrgðar sé gætt í slíkum ferðum. Hér á landi verða allt of mörg slys á ferðamönnum, bæði íslenskum og erlendum. Slysin eru af ólíkum toga sem bendir til að þörf sé á víðtæku og samstilltu átaki til þess að spyrna þarna við fæti. Ferðamálayfirvöld, sveitarfélög, fyrirtæki í ferðaþjónustu og aðrir þeir aðilar sem að móttöku ferðamanna koma verða að taka höndum saman hratt og örugglega. Það er mikið í húfi. Við Íslendingar viljum leggja metnað í að taka vel á móti erlendum ferðamönnum. Við erum stolt af landinu okkar og viljum þess vegna að sem flestir sæki það heim og helst að þeir komi aftur og aftur. Tekjur af ferðamönnum eru afar mikilvægar og til þess hefur verið horft að þær muni aukast á næstu árum. Til að svo megi verða verður að vanda til verka, von um skyndiágóða má aldrei ráða för í ferðaþjónustu heldur yfirvegaður metnaður til þess að gera sem best. Allir sem að ferðaþjónustunni koma verða að vera vakandi fyrir öryggismálum, alltaf og alls staðar. Aðeins þannig verður hér byggð upp vönduð ferðaþjónusta til framtíðar.
Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun
Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar
Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar
Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar
Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun