Íslenska kvennalandsliðið í handknattleik vann öruggan sigur á Bretum, 16-27, þegar liðin mættust í London í kvöld.
Leikurinn var liður í undankeppni EM.
Ísland var yfir allan leikinn og sigurinn aldrei í hættu.
Mörk Íslands: Hanna G. Stefánsdóttir 13, Anna Úrsúla Guðmundsdóttir 3, Hrafnhildur Skúladóttir 3, Sunna Jónsdóttir 3, Karen Knútsdóttir 1, Harpa Sif Eyjólfsdóttir 1, Rakel Dögg Bragadóttir 1, Stella Sigurðardóttir 1 og Rebekka Rut Skúladóttir 1.
Berglind Íris Hansdóttir varði 17 bolta í markinu og þar af 1 víti.