FH-ingar tryggðu sér sigur í VISA-bikar karla með 4-0 stórsigri á KR-ingum í bikarúrslitaleiknum á Laugardalsvellinum í kvöld.
FH-ingar fengu tvö víti í fyrri hálfleik og voru 2-0 yfir í hálfleik en tóku síðan öll völd á vellinum í seinni hálfleiknum.
Þetta er aðeins annar bikarmeistaratitil FH frá upphafi en sigur FH í kvöld þýðir að félagið er búið að vinna stóran titil síðustu sjö sumur eða allt frá því að Íslandsmeistaratitillinn kom fyrst í Krikann árið 2004.
Daníel Rúnarsson, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis, var á Laugardalsvelli í kvöld og myndaði fagnaðarlæti FH-inga í leikslok.
Myndirnar má sjá í albúminu hér að neðan. Hægt er að sjá myndirnar stærri með því að smella á þær.
FH-ingar bikarmeistarar karla
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið


Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby
Íslenski boltinn


Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna
Enski boltinn


Íþróttamaður HK til liðs við ÍA
Íslenski boltinn


Frá Skagafirði á Akranes
Körfubolti

