Bábiljur eða bjargráð 22. október 2010 06:00 Svandís Svavarsdóttir, umhverfisráðherra, fer stundum frjálslega með staðreyndir þegar hún ver gjörðir sínar í skipulagsmálum. Nú staðhæfir þessi mæta kona að hálfs árs dráttur hennar á að lýsa sig vanhæfa til að fjalla um aðalskipulag sveitarfélagsins Ölfuss sé eðlileg stjórnsýsla. Var ekki umhverfisráðherra nákvæmlega jafn vanhæfur í apríl þegar málið kom inn á borð í ráðuneytinu og hann lýsir sig loks vera um síðustu mánaðarmót? Forvígismenn skipulagsmála Ölfuss, og skipulagsfulltrúar um land allt, benda á að ráðherra bar að afgreiða málið eigi síðar en í júní, að framkomnum athugasemdum, enda er frestur samkvæmt eðlilegri stjórnsýslu 30 dagar. Vert er árétta að enginn er að biðja ráðherra um afslátt af lögboðnum ferlum, einungis að hann ræki skyldur sínar og vinni vinnuna sína. Ég efa ekki að ráðherra vill standa fast á gildismati Vinstri-grænna og finnst nokkru til fórnandi. Hins vegar er ástandið hér á landi bara svo grafalvarlegt að stjórnmálamenn verða að hefja sig yfir pólitíska bókstafstrú og horfast í augu við raunveruleikann upp á nýtt. Við blasir að þúsundir íslenskra heimila og fyrirtækja eru aðfram komnar af tekjumissi og skuldaklafa. Þeirra helsta bjargráð er tafarlaus endurreisn íslensks atvinnulífs með fjölda nýrra starfa og þeirri innspýtingu í hagkerfið sem hrífur menn úr deyfð og drunga. Til þess þarf að nýta gjöfular orkulindir. Sérstaklega er ástandið alvarlegt hér á Suðurnesjum þar sem 30 til 40% heimila eiga í alvarlegum vanda. Tekjulítið eða tekjulaust fólk horfir fram á holskeflu nauðungaruppboða og engist í þessu ástandi, að ónefndum þeim fjölda fyrirtækja sem eru að leggja árar í bát. Þetta fólk setur fyrst og fremst traust sitt á að álver í Helguvík með sínum 2000 störfum fái að rísa í friði fyrir þeim sem reyna leynt og ljóst að tefja eða koma í veg fyrir uppbyggingu þess. Íslensk álver eru einhver þau umhverfisvænstu í heimi. Þau hafa reynst mikilvægir máttarstólpar í samfélaginu og skapa þúsundum Íslendinga örugga og góða afkomu. Höfum hugfast að það eru tekjurnar af álverum en ekki álverin sjálf sem skipta máli fyrir þjóðina. Ef takast á að endurreisa íslenskt samfélag verða stjórmálamenn að taka saman höndum við atvinnulífið og launþegahreyfinguna og setja atvinnusköpun í raunverulegan forgang. Bjargráð og mannsæmandi lífskjör hljóta að vera verðugra viðfangsefni en pólitískar kreddur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Skoðun Mest lesið Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson Skoðun Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki? Sigvaldi Einarsson Skoðun Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson Skoðun Sumargjöf Þórunn Sigurðardóttir Skoðun Gagnsæi og inntak Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Hagkvæmur kostur utan friðlands Jóna Bjarnadóttir Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Morðæðið á Gaza - Vitfirringin má ekki eyðileggja mennskuna Jón Baldvin Hannesson Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hagkvæmur kostur utan friðlands Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gagnsæi og inntak Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Sumargjöf Þórunn Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hannað fyrir miklu stærri markaði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Menntastefna 2030 Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson skrifar Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson skrifar Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar Skoðun Til varnar jafnlaunavottun Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Barnaræninginn Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan er vannýtt auðlind Jón Daníelsson skrifar Skoðun Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hægri sósíalismi Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun 5 ára vegferð að skóla framtíðarinnar – eða ekki! Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Svandís Svavarsdóttir, umhverfisráðherra, fer stundum frjálslega með staðreyndir þegar hún ver gjörðir sínar í skipulagsmálum. Nú staðhæfir þessi mæta kona að hálfs árs dráttur hennar á að lýsa sig vanhæfa til að fjalla um aðalskipulag sveitarfélagsins Ölfuss sé eðlileg stjórnsýsla. Var ekki umhverfisráðherra nákvæmlega jafn vanhæfur í apríl þegar málið kom inn á borð í ráðuneytinu og hann lýsir sig loks vera um síðustu mánaðarmót? Forvígismenn skipulagsmála Ölfuss, og skipulagsfulltrúar um land allt, benda á að ráðherra bar að afgreiða málið eigi síðar en í júní, að framkomnum athugasemdum, enda er frestur samkvæmt eðlilegri stjórnsýslu 30 dagar. Vert er árétta að enginn er að biðja ráðherra um afslátt af lögboðnum ferlum, einungis að hann ræki skyldur sínar og vinni vinnuna sína. Ég efa ekki að ráðherra vill standa fast á gildismati Vinstri-grænna og finnst nokkru til fórnandi. Hins vegar er ástandið hér á landi bara svo grafalvarlegt að stjórnmálamenn verða að hefja sig yfir pólitíska bókstafstrú og horfast í augu við raunveruleikann upp á nýtt. Við blasir að þúsundir íslenskra heimila og fyrirtækja eru aðfram komnar af tekjumissi og skuldaklafa. Þeirra helsta bjargráð er tafarlaus endurreisn íslensks atvinnulífs með fjölda nýrra starfa og þeirri innspýtingu í hagkerfið sem hrífur menn úr deyfð og drunga. Til þess þarf að nýta gjöfular orkulindir. Sérstaklega er ástandið alvarlegt hér á Suðurnesjum þar sem 30 til 40% heimila eiga í alvarlegum vanda. Tekjulítið eða tekjulaust fólk horfir fram á holskeflu nauðungaruppboða og engist í þessu ástandi, að ónefndum þeim fjölda fyrirtækja sem eru að leggja árar í bát. Þetta fólk setur fyrst og fremst traust sitt á að álver í Helguvík með sínum 2000 störfum fái að rísa í friði fyrir þeim sem reyna leynt og ljóst að tefja eða koma í veg fyrir uppbyggingu þess. Íslensk álver eru einhver þau umhverfisvænstu í heimi. Þau hafa reynst mikilvægir máttarstólpar í samfélaginu og skapa þúsundum Íslendinga örugga og góða afkomu. Höfum hugfast að það eru tekjurnar af álverum en ekki álverin sjálf sem skipta máli fyrir þjóðina. Ef takast á að endurreisa íslenskt samfélag verða stjórmálamenn að taka saman höndum við atvinnulífið og launþegahreyfinguna og setja atvinnusköpun í raunverulegan forgang. Bjargráð og mannsæmandi lífskjör hljóta að vera verðugra viðfangsefni en pólitískar kreddur.
Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar
Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar
Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar
Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar