NBA í nótt: New Orleans vann stjörnulið Miami Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 6. nóvember 2010 11:00 Chris Paul var frábær í nótt. Mynd/AP New Orleans hefur byrjað frábærlega á tímabilinu í NBA-deildinni í haust og gerði sér lítið fyrir og vann stjörnum prýtt lið Miami í nótt, 96-93. New Orleans byrjaði af krafti og komst í 14-4 á fyrstu mínútunum. Þessa forystu lét liðið ekki af hendi fyrr en tæp mínúta var til leiksloka og LeBron James kom Miami yfir á vítalínunni, 90-89. Trevor Ariza svaraði með þristi og New Orleans komst í fjögurra stiga forystu þegar fimmtán sekúndur voru eftir. Chris Bosh náði að minnka muninn í eitt með þriggja stiga skoti en David West jók muninn í þrjú með tveimur vítaköstum þegar sjö sekúndur voru eftir. Eddie House fékk tækifæri til jafna metin með þriggja stiga skoti en missti marks. Þar með voru úrslitin ráðin. Chris Paul og Emeka Okafor voru frábærir í liði Hornets og fóru mikinn í sóknarleik liðsins. Paul skoraði „aðeins" þrettán stig en var með alls nítján stoðsendingar í leiknum auk þess sem hann stal boltanum fimm sinnum. Okafor var stigahæstur með 26 stig og nýtti tólf af þrettán skotum sínum utan af velli. Hann tók þar að auki þrettán fráköst. Dwyane Wade var stigahæstur hjá Miami með 28 stig auk þess sem hann tók tíu fráköst. LeBron James var með 20 stig og tíu stoðsendingar og Bosh fimmtán stig. New Orleans hefur unnið alla fimm leiki sína til þessa á tímabilinu en Miami hefur tapað tveimur af fyrstu sex. Phoenix vann Memphis, 123-118, í tvíframlengdum leik. Jason Richardson skoraði 38 stig fyrir Phoenix, þar af fimm á síðustu sekúndu fjórða leikhluta þótt ótrúlega megi virðast. Richardson byrjaði á því að setja niður þrist þegar 1,1 sekúnda var eftir og minnka muninn í eitt stig. Það var svo brotið á Rudy Gay þegar 0,4 sekúndur voru eftir. Hann misnotaði fyrra skotið sitt og ætlaði svo að misnota það síðara líka. Hann hins vegar hitti úr síðara skotinu og Phoenix tók leikhlé um leið. Þeir fengu svo að byrja með boltann á vallarhelmingi Memphis og skoraði Richardson með Alley-oop troðslu um leið og leiktíminn rann út.Phoenix náði svo að klára leikinn í síðari framlengingunni.LA Lakers vann Toronto, 108-103. Pau Gasol var með 30 stig og Kobe Bryant 23. Lakers er enn ósigrað í deildinni.Detroit vann Charlotte, 97-90. Ben Gordon var með 20 stig og Tayshaun Prince fjórtán fyrir Detroit sem vann sinn fysta leik á tímabilinu í nótt.Cleveland vann Philadelphia, 123-116. Cleveland var næstum búið að klúðra leiknum eftir að hafa mest verið með nítján stiga forystu en náði að rétta úr kútnum í fórða leikhluta og vinna góðan sigur.Milwaukee vann Indiana, 94-90. John Salmons var með 22 stig fyrir Milwaukee.Boston vann Chicago í framlengdum leik, 110-105. Kevin Garnett varði mikilvægt skot frá Joakim Noah í lok framlengingarinnar og gerði Boston kleift að vinna nauman sigur.New York vann Washington, 112-91. Toney Douglas var með nítján stig og tíu fráköst fyrir New York. Raymond Felton bætti við þrettán stigum og tíu stoðsendingum. Gilbert Arenas spilaði sinn fyrsta leik í langan tíma með Washington í nótt.Atlanta vann Minnesota, 113-103. Jamal Crawford skoraði 22 stig fyrir Atlanta.Golden State vann Utah, 85-78. Stephen Curry fór mikinn á lokakafla leiksins og skoraði níu stig á síðustu þremur mínútunum fyrir Golden State.Orlando vann New Jersey, 105-90. Dwight Howard var með 30 stig og sextán fráköst fyrir Orlando.Denver vann LA Clippers, 111-104. Carmelo Anthony skoraði 30 stig fyrir Denver og Al Harrington átján. NBA Mest lesið Svona verður Ísland heimsmeistari Handbolti Arnar ráðinn landsliðsþjálfari Fótbolti Svekktir Svíar telja Ísland í mikið léttari helmingi HM Handbolti Leikstjórnandi Portúgals féll á lyfjaprófi og missir af HM Handbolti Klopp: Ég held partý ef Man City missir titlana Enski boltinn Í beinni: Arsenal - Tottenham | Norður-Lundúnaslagurinn Enski boltinn Littler skildi ekkert hvað Sir Alex sagði Enski boltinn Stökk óvænt til á HM: „Mér var alveg sama“ Handbolti „Karfan er æði en lífið er skítt“ Körfubolti Eltihrellir Caitlin Clark með uppsteyt í dómsal Körfubolti Fleiri fréttir Leik lokið: Tindastóll - Þór Ak. 80-83 | Átta sigrar í röð hjá Þórskonum „Fann að það héldu allir með okkur“ „Kjafturinn á honum stoppaði ekki allan tímann“ Eltihrellir Caitlin Clark með uppsteyt í dómsal „Karfan er æði en lífið er skítt“ Ætlar að hella í sig þegar Stephen Curry hættir „Fannst við eiga vinna leikinn” Njarðvík og Stjarnan með góða útisigra „Hefur tekið styttri tíma en ég bjóst við“ Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 88-82 | Nýir þjálfarar fögnuðu sigri í háspennuleik Uppgjörið: Haukar - Valur 87-67 | Engin vandræði á toppliðinu Handtekinn fyrir að ofsækja Caitlin Clark „Ég vaknaði fimm í morgun, ég er það spenntur“ Biðja dómara afsökunar og fordæma rasísk ummæli Forðað frá gosi um miðja nótt og sáu hraunið flæða yfir húsin á pílumóti Kært vegna rasisma í Garðabæ Reynsluboltar taka við þjálfun Keflavíkur Unnu þriðja leikhluta 28-0 og jöfnuðu stærstu endurkomu sögunnar Átök í stúdíóinu: „LeBron er að eyðileggja Lakers“ Stöðvuðu tólf leikja sigurgöngu Cavs „Svo ömurlegt sem þjálfari að upplifa þetta“ Mikilvægur sigur Alba Berlin í botnbaráttunni Hlynur náði ekki frákasti í fyrsta sinn í næstum því 27 ár Jón Axel spilaði uppi félagana í áttunda sigrinum í röð Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Geggjaðar troðslur áberandi í Bónus-deildinni „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Góður leikur Elvars í mikilvægum sigri Þjálfari Lakers missti heimili sitt: „Mörg ár síðan ég hef grátið svona mikið“ Hemmi Hauks valdi besta KR-ing sögunnar: „Þetta er svo vont“ Sjá meira
New Orleans hefur byrjað frábærlega á tímabilinu í NBA-deildinni í haust og gerði sér lítið fyrir og vann stjörnum prýtt lið Miami í nótt, 96-93. New Orleans byrjaði af krafti og komst í 14-4 á fyrstu mínútunum. Þessa forystu lét liðið ekki af hendi fyrr en tæp mínúta var til leiksloka og LeBron James kom Miami yfir á vítalínunni, 90-89. Trevor Ariza svaraði með þristi og New Orleans komst í fjögurra stiga forystu þegar fimmtán sekúndur voru eftir. Chris Bosh náði að minnka muninn í eitt með þriggja stiga skoti en David West jók muninn í þrjú með tveimur vítaköstum þegar sjö sekúndur voru eftir. Eddie House fékk tækifæri til jafna metin með þriggja stiga skoti en missti marks. Þar með voru úrslitin ráðin. Chris Paul og Emeka Okafor voru frábærir í liði Hornets og fóru mikinn í sóknarleik liðsins. Paul skoraði „aðeins" þrettán stig en var með alls nítján stoðsendingar í leiknum auk þess sem hann stal boltanum fimm sinnum. Okafor var stigahæstur með 26 stig og nýtti tólf af þrettán skotum sínum utan af velli. Hann tók þar að auki þrettán fráköst. Dwyane Wade var stigahæstur hjá Miami með 28 stig auk þess sem hann tók tíu fráköst. LeBron James var með 20 stig og tíu stoðsendingar og Bosh fimmtán stig. New Orleans hefur unnið alla fimm leiki sína til þessa á tímabilinu en Miami hefur tapað tveimur af fyrstu sex. Phoenix vann Memphis, 123-118, í tvíframlengdum leik. Jason Richardson skoraði 38 stig fyrir Phoenix, þar af fimm á síðustu sekúndu fjórða leikhluta þótt ótrúlega megi virðast. Richardson byrjaði á því að setja niður þrist þegar 1,1 sekúnda var eftir og minnka muninn í eitt stig. Það var svo brotið á Rudy Gay þegar 0,4 sekúndur voru eftir. Hann misnotaði fyrra skotið sitt og ætlaði svo að misnota það síðara líka. Hann hins vegar hitti úr síðara skotinu og Phoenix tók leikhlé um leið. Þeir fengu svo að byrja með boltann á vallarhelmingi Memphis og skoraði Richardson með Alley-oop troðslu um leið og leiktíminn rann út.Phoenix náði svo að klára leikinn í síðari framlengingunni.LA Lakers vann Toronto, 108-103. Pau Gasol var með 30 stig og Kobe Bryant 23. Lakers er enn ósigrað í deildinni.Detroit vann Charlotte, 97-90. Ben Gordon var með 20 stig og Tayshaun Prince fjórtán fyrir Detroit sem vann sinn fysta leik á tímabilinu í nótt.Cleveland vann Philadelphia, 123-116. Cleveland var næstum búið að klúðra leiknum eftir að hafa mest verið með nítján stiga forystu en náði að rétta úr kútnum í fórða leikhluta og vinna góðan sigur.Milwaukee vann Indiana, 94-90. John Salmons var með 22 stig fyrir Milwaukee.Boston vann Chicago í framlengdum leik, 110-105. Kevin Garnett varði mikilvægt skot frá Joakim Noah í lok framlengingarinnar og gerði Boston kleift að vinna nauman sigur.New York vann Washington, 112-91. Toney Douglas var með nítján stig og tíu fráköst fyrir New York. Raymond Felton bætti við þrettán stigum og tíu stoðsendingum. Gilbert Arenas spilaði sinn fyrsta leik í langan tíma með Washington í nótt.Atlanta vann Minnesota, 113-103. Jamal Crawford skoraði 22 stig fyrir Atlanta.Golden State vann Utah, 85-78. Stephen Curry fór mikinn á lokakafla leiksins og skoraði níu stig á síðustu þremur mínútunum fyrir Golden State.Orlando vann New Jersey, 105-90. Dwight Howard var með 30 stig og sextán fráköst fyrir Orlando.Denver vann LA Clippers, 111-104. Carmelo Anthony skoraði 30 stig fyrir Denver og Al Harrington átján.
NBA Mest lesið Svona verður Ísland heimsmeistari Handbolti Arnar ráðinn landsliðsþjálfari Fótbolti Svekktir Svíar telja Ísland í mikið léttari helmingi HM Handbolti Leikstjórnandi Portúgals féll á lyfjaprófi og missir af HM Handbolti Klopp: Ég held partý ef Man City missir titlana Enski boltinn Í beinni: Arsenal - Tottenham | Norður-Lundúnaslagurinn Enski boltinn Littler skildi ekkert hvað Sir Alex sagði Enski boltinn Stökk óvænt til á HM: „Mér var alveg sama“ Handbolti „Karfan er æði en lífið er skítt“ Körfubolti Eltihrellir Caitlin Clark með uppsteyt í dómsal Körfubolti Fleiri fréttir Leik lokið: Tindastóll - Þór Ak. 80-83 | Átta sigrar í röð hjá Þórskonum „Fann að það héldu allir með okkur“ „Kjafturinn á honum stoppaði ekki allan tímann“ Eltihrellir Caitlin Clark með uppsteyt í dómsal „Karfan er æði en lífið er skítt“ Ætlar að hella í sig þegar Stephen Curry hættir „Fannst við eiga vinna leikinn” Njarðvík og Stjarnan með góða útisigra „Hefur tekið styttri tíma en ég bjóst við“ Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 88-82 | Nýir þjálfarar fögnuðu sigri í háspennuleik Uppgjörið: Haukar - Valur 87-67 | Engin vandræði á toppliðinu Handtekinn fyrir að ofsækja Caitlin Clark „Ég vaknaði fimm í morgun, ég er það spenntur“ Biðja dómara afsökunar og fordæma rasísk ummæli Forðað frá gosi um miðja nótt og sáu hraunið flæða yfir húsin á pílumóti Kært vegna rasisma í Garðabæ Reynsluboltar taka við þjálfun Keflavíkur Unnu þriðja leikhluta 28-0 og jöfnuðu stærstu endurkomu sögunnar Átök í stúdíóinu: „LeBron er að eyðileggja Lakers“ Stöðvuðu tólf leikja sigurgöngu Cavs „Svo ömurlegt sem þjálfari að upplifa þetta“ Mikilvægur sigur Alba Berlin í botnbaráttunni Hlynur náði ekki frákasti í fyrsta sinn í næstum því 27 ár Jón Axel spilaði uppi félagana í áttunda sigrinum í röð Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Geggjaðar troðslur áberandi í Bónus-deildinni „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Góður leikur Elvars í mikilvægum sigri Þjálfari Lakers missti heimili sitt: „Mörg ár síðan ég hef grátið svona mikið“ Hemmi Hauks valdi besta KR-ing sögunnar: „Þetta er svo vont“ Sjá meira