Birna: Það má ekki vanmeta þær í eina sekúndu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. febrúar 2010 12:00 Birna Valgarðsdóttir, fyrirliði Keflavíkurliðsins. Mynd/Stefán Birna Valgarðsdóttir, fyrirliði Keflavíkurliðsins, er ekki að mæta í sinn fyrsta bikarúrslitaleik í Laugardalshöllinni. Hún hefur spilað sjö bikarúrslitaleiki og orðið bikarmeistari þrisvar sinnum. Birna hefur hinsvegar þurft að sætta sig við fjögur silfur í síðustu fimm ferðum sínum í Höllina. „Eigum við ekki bara að stefna að því að breyta þessum tapleikjum í sigur. Þessir tapleikir sitja samt ekkert í okkur því þetta er önnur keppni, annað ár og annar leikur. Þetta verður bara mjög skemmtilegt," segir Birna Valgarðsdóttir og það er engin ástæða fyrir hana en að vera jákvæð enda Keflavíkurliðið að spila mjög vel þessa dagana. „Við erum búnar að spila eins og lið undanfarið og ég vona að við höldum því bara áfram. Stelpurnar vita sín hlutverk í liðinu núna og það eru allar mjög sáttir með það. Við erum mjög glaðar," segir Birna. „Við vorum að reyna alltof mikið sjálfar í upphafi tímabilsins. Nú er meira flæði á boltanum hjá okkur og allir eru glaðir og kátir. Þá er þetta mun auðveldara," segir Birna. Birna átti flottan leik þegar Keflavík vann tuttugu stiga sigur á Haukum í janúar en hún var þá með 19 stig og 8 stoðsendingar. „Þessi stórsigur okkar á þeim um daginn hefur ekkert að segja á laugardaginn. Þær koma dýrvitlausar til leiks ef ég þekki þær rétt og þetta verður hörkuleikur," segir Birna. Birna segir að Haukarnir séu með sterkt lið og nefnir þar sérstaklega bandaríska bakvörðinn Heather Ezell. „Þær eru með hörkulið. Þær eru með þvílíkt öflugan kana og svo hafa þær Rögnu Margréti og Thelmu sem taka öll fráköst sem eru í boði. Þá erum síðan búnar að fá þriggja stiga skyttu og svo eru hinir leikmennirnir mjög öflugir líka. Það má ekki vanmeta þær í eina sekúndu," segir Birna. Keflavík tapaði með 16 stigum á móti KR í bikarúrslitaleiknum í fyrra þrátt fyrir að vera taldar vera sigurstranglegar fyrir leikinn. „Við vorum hræddar við að tapa. Við vorum bara skíthræddar en nú ætlum við bara að leggja áherslu á það að spila vörn og hafa gaman," segir Birna sem er bjartsýn. „Ef við spilum okkar leik eins og við höfum verið að gera þá erum við í góðum málum. Þetta er samt bikarleikur og það getur allt gerst. Við þurfum að halda haus og megum ekki vera að vanmeta eitt eða neitt," segir Birna að lokum. Dominos-deild kvenna Mest lesið Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Enski boltinn Mourinho rekinn frá Fenerbahce Fótbolti Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Fótbolti Bein útsending: Dregið í Evrópu- og Sambandsdeildina Fótbolti Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Enski boltinn Fall vonandi fararheill hjá strákunum: Myndaveisla frá Ísraelsleiknum Körfubolti Graslykt truflar keppendur á Opna bandaríska Sport Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Fótbolti Besta sætið: Fannst Craig bregðast of seint við Körfubolti Fleiri fréttir Besta sætið: Fannst Craig bregðast of seint við Fall vonandi fararheill hjá strákunum: Myndaveisla frá Ísraelsleiknum Pólverjar unnu óvænt Slóvena þrátt fyrir stórleik Luka Frakkar fóru létt með Belgana Skýrsla Henrys: Tækifærið rann strákunum úr greipum EM í dag: Hvar er konsertmeistarinn? „Ef hann fer inn í teig fær hann villu en við fáum lítið“ „Ég biðst afsökunar“ „Verðum að geta skotið betur“ Einkunnir á móti Ísrael: Máttum ekki við svona hauskúpuleik hjá Martin Myndasyrpa: Íslendingapartý tók yfir Katowice „Það er alltaf raunhæft að stefna á sigur“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice „Við erum bara að hugsa um körfubolta“ Íslendingapartý í Katowice „Þetta var sjokk fyrir hann“ Æfðu miðjuskotin: Síðasta æfing strákanna fyrir stóru stundina í myndum Söknuður af æskufélaganum: „Áttum að vera gömlu karlarnir“ Finnar byrjuðu EM á naumum sigri í Norðurlandaslag „Margir tittir í þessum hópi og máttum ekki við því að missa stóran mann“ Setji skugga á fyrsta leik að hann sé við Ísrael EM í dag: Ætli Katowice sé enn versta borg í heimi og leðurjakki í hitabylgju Svona var EM-Pallborðið Myndir: Áfallalaus æfing fyrir utan að Hilmar fékk bolta í punginn Strákarnir ekki fengið neinar hótanir Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Tryggvi setti „að moka skít“ í annað sætið Nýliðarnir sömdu við danska stelpu með Íslandstengingu Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Sjá meira
Birna Valgarðsdóttir, fyrirliði Keflavíkurliðsins, er ekki að mæta í sinn fyrsta bikarúrslitaleik í Laugardalshöllinni. Hún hefur spilað sjö bikarúrslitaleiki og orðið bikarmeistari þrisvar sinnum. Birna hefur hinsvegar þurft að sætta sig við fjögur silfur í síðustu fimm ferðum sínum í Höllina. „Eigum við ekki bara að stefna að því að breyta þessum tapleikjum í sigur. Þessir tapleikir sitja samt ekkert í okkur því þetta er önnur keppni, annað ár og annar leikur. Þetta verður bara mjög skemmtilegt," segir Birna Valgarðsdóttir og það er engin ástæða fyrir hana en að vera jákvæð enda Keflavíkurliðið að spila mjög vel þessa dagana. „Við erum búnar að spila eins og lið undanfarið og ég vona að við höldum því bara áfram. Stelpurnar vita sín hlutverk í liðinu núna og það eru allar mjög sáttir með það. Við erum mjög glaðar," segir Birna. „Við vorum að reyna alltof mikið sjálfar í upphafi tímabilsins. Nú er meira flæði á boltanum hjá okkur og allir eru glaðir og kátir. Þá er þetta mun auðveldara," segir Birna. Birna átti flottan leik þegar Keflavík vann tuttugu stiga sigur á Haukum í janúar en hún var þá með 19 stig og 8 stoðsendingar. „Þessi stórsigur okkar á þeim um daginn hefur ekkert að segja á laugardaginn. Þær koma dýrvitlausar til leiks ef ég þekki þær rétt og þetta verður hörkuleikur," segir Birna. Birna segir að Haukarnir séu með sterkt lið og nefnir þar sérstaklega bandaríska bakvörðinn Heather Ezell. „Þær eru með hörkulið. Þær eru með þvílíkt öflugan kana og svo hafa þær Rögnu Margréti og Thelmu sem taka öll fráköst sem eru í boði. Þá erum síðan búnar að fá þriggja stiga skyttu og svo eru hinir leikmennirnir mjög öflugir líka. Það má ekki vanmeta þær í eina sekúndu," segir Birna. Keflavík tapaði með 16 stigum á móti KR í bikarúrslitaleiknum í fyrra þrátt fyrir að vera taldar vera sigurstranglegar fyrir leikinn. „Við vorum hræddar við að tapa. Við vorum bara skíthræddar en nú ætlum við bara að leggja áherslu á það að spila vörn og hafa gaman," segir Birna sem er bjartsýn. „Ef við spilum okkar leik eins og við höfum verið að gera þá erum við í góðum málum. Þetta er samt bikarleikur og það getur allt gerst. Við þurfum að halda haus og megum ekki vera að vanmeta eitt eða neitt," segir Birna að lokum.
Dominos-deild kvenna Mest lesið Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Enski boltinn Mourinho rekinn frá Fenerbahce Fótbolti Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Fótbolti Bein útsending: Dregið í Evrópu- og Sambandsdeildina Fótbolti Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Enski boltinn Fall vonandi fararheill hjá strákunum: Myndaveisla frá Ísraelsleiknum Körfubolti Graslykt truflar keppendur á Opna bandaríska Sport Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Fótbolti Besta sætið: Fannst Craig bregðast of seint við Körfubolti Fleiri fréttir Besta sætið: Fannst Craig bregðast of seint við Fall vonandi fararheill hjá strákunum: Myndaveisla frá Ísraelsleiknum Pólverjar unnu óvænt Slóvena þrátt fyrir stórleik Luka Frakkar fóru létt með Belgana Skýrsla Henrys: Tækifærið rann strákunum úr greipum EM í dag: Hvar er konsertmeistarinn? „Ef hann fer inn í teig fær hann villu en við fáum lítið“ „Ég biðst afsökunar“ „Verðum að geta skotið betur“ Einkunnir á móti Ísrael: Máttum ekki við svona hauskúpuleik hjá Martin Myndasyrpa: Íslendingapartý tók yfir Katowice „Það er alltaf raunhæft að stefna á sigur“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice „Við erum bara að hugsa um körfubolta“ Íslendingapartý í Katowice „Þetta var sjokk fyrir hann“ Æfðu miðjuskotin: Síðasta æfing strákanna fyrir stóru stundina í myndum Söknuður af æskufélaganum: „Áttum að vera gömlu karlarnir“ Finnar byrjuðu EM á naumum sigri í Norðurlandaslag „Margir tittir í þessum hópi og máttum ekki við því að missa stóran mann“ Setji skugga á fyrsta leik að hann sé við Ísrael EM í dag: Ætli Katowice sé enn versta borg í heimi og leðurjakki í hitabylgju Svona var EM-Pallborðið Myndir: Áfallalaus æfing fyrir utan að Hilmar fékk bolta í punginn Strákarnir ekki fengið neinar hótanir Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Tryggvi setti „að moka skít“ í annað sætið Nýliðarnir sömdu við danska stelpu með Íslandstengingu Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Sjá meira