Er fækkun þingmanna raunhæf? Haukur Arnþórsson skrifar 22. nóvember 2010 11:59 Í grein í www.visir.is þann 17. nóv. s.l. fjallaði prófessor dr Þorvaldur Gylfason um fækkun alþingismanna og er það í framhaldi af fyrri ábendingum hans í sömu átt. Hann nefnir til sögunnar skoðanir Gylfa Þ. Gíslasonar og Ólafs Jóhannessonar frá 1946 um að fjöldi þingmanna geti verið 33 (Gylfi) eða 40 (Ólafur). Þorvaldur virðist telja að mæta megi áhrifum af fækkun þingmanna nú með auknum kröfum til þeirra sem sitji á Alþingi. Þorvaldur bendir á að með fækkun þingmanna megi „spara fé og lyfta Alþingi". Því oftar sem þessi mótsagnakennda skoðun Þorvaldar er birt í Fréttablaðinu eða á www.visir.is, því meira undrast maður að jafn virtur skólamaður og hann er skuli ekki hirða um að gera lesendum grein fyrir áhrifsmódelinu sem að baki skrifum hans býr og þeim skólakenningum sem skýra staðhæfingar hans. Eða hvernig má það vera að fækkun alþingismanna um allt að helming geti lyft Alþingi? Slík fullyrðing þarfnast greinargóðra skýringa. Ábendingar Gylfa Þ. Gíslasonar og Ólafs Jóhannessonar eru frá tíma þegar starfsemi Alþingis var með allt öðru sniði en nú er og umfang verkefna þess ósambærilegt. Af þessum ástæðum og fleirum verður ekki fjallað um þær, einungis bent á að einar og sér eru þær ekki mikið leiðarljós fyrir Alþingi í dag. Sú mynd af störfum Alþingis sem blasir við þjóðinni í sjónvarpi er á margan hátt villandi. Ýmislegt sem fram fer getur kastað rýrð á virðingu Alþingis og hvatt til laklegra vinnubragða. Starfsemi þingdeildarinnar er frjálsleg og ekki er tímasetning á viðburðum. Andsvör orka oft tvímælis, þau geta kippt fótunum undan góðum og vönduðum ræðum alþingismanna með einni hnitmiðaðri og ósanngjarnri athugasemd. Því er rétt að minna á að starfsemi Alþingis er að litlu leyti sýnileg almenningi. Mikið af hinum eiginlegu störfum Alþingis fer fram í nefndum þess. Þær eru 12 og nefndasæti eru 119, þannig að margir alþingismenn sitja í mörgum nefndum og eru það einkum stjórnarliðar. Þetta kerfi getur tæpast verið minna en það er. Í því efni gildir ekki endilega að lítil þjóð þurfi minna nefndastarf en stærri. Vissulega getur reglusetning í Danmörk verið eitthvað flóknari en á Íslandi, en samkvæmt vefjum þjóðþinga þessara ríkja er unninn tímafjöldi í nefndakerfi Alþingis innan við helmingur miðað við Folketinget. Og þá hlýtur maður að spyrja sig hvort íslenskir þingmenn hugsi tvöfalt hraðar en danskir. Ef taka á alvarlega hugmyndir um fækkun þingmanna verður að gera grein fyrir því hvaða áhrif það gæti haft á gæði starfa á Alþingi og afköst þess og hvernig það rækir hlutverk sitt í samfélaginu. Í þessu efni þarf að tilgreina leiðir, því máli skiptir hvort nefndum er einfaldlega fækkað, sem minnkar afköst hlutfallslega eða hvort nefndarmönnum er fækkað, sem minnkar afköst eftir flóknara módeli. Þá skiptir fundalengd og fundatíðni máli. Til greina kemur að rannsaka hvernig má ná sem mestri nýtingu út úr óvenjulega fámennu nefndakerfi og er bent á rannsóknaraðferðir leikjafræðinnar. Það að ráðherrar sitji ekki á þingi mun styrkja nefndakerfið, því þá fjölgar stjórnarliðum á Alþingi, það myndi einkum draga úr tíðni þess að einstakir þingmenn sitji í þremur nefndum. Alþingi hefur sjaldan verið óvinsælla en nú og það kann að vera auðsótt mál hjá almenningi að lækka kostnað við þinghaldið, hvort sem það er raunhæft eða æskilegt. Fækkun alþingismanna um allt að helming er stórmál og virðist ganga gegn útbreiddum sjónarmiðum um að styrkja þurfi störf löggjafarvaldsins. Því verður Þorvaldur Gylfason að gera grein fyrir því hvaða áhrif fækkunin getur haft á störf þingsins og ekki síst hvernig nefndastarfi þess verður háttað þegar fækkunartillögur hans hafa verið framkvæmdar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Haukur Arnþórsson Mest lesið Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir Skoðun Ef þetta er ekki þrælahald – hvað er það þá? Ágústa Árnadóttir Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir Skoðun 3,7 milljarða skattalækkun í Hafnarfirði Orri Björnsson Skoðun Af hverju þurfa börn að borga í strætó? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Flóttamannavegurinn er loksins fundinn Árni Rúnar Þorvaldsson Skoðun Stúka við Kórinn mun skera niður framtíð HK í fótbolta! Ómar Stefánsson Skoðun Skoðun Skoðun Stúka við Kórinn mun skera niður framtíð HK í fótbolta! Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Hlúum að hjarta skólans skrifar Skoðun Ef þetta er ekki þrælahald – hvað er það þá? Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun Af hverju þurfa börn að borga í strætó? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flóttamannavegurinn er loksins fundinn Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður fyrir fólk á öllum æviskeiðum Helga Björg Loftsdóttir skrifar Skoðun 3,7 milljarða skattalækkun í Hafnarfirði Orri Björnsson skrifar Skoðun Nokkur orð um rekstrarkostnað Arnar Már Jóhannesson,Ásgerður Ágústsdóttir skrifar Skoðun ESB er (enn) ekki varnarbandalag Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Suðurlandsbraut á skilið umhverfismat Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Loforðin ein vinna ekki á verðbólgunni Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ástæða góðs árangurs í handbolta Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Skaðlegt stafrænt umhverfi barna Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verkefnið Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Súkkulaðisnúðurinn segir sannleikann Björn Ólafsson skrifar Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar Skoðun Setjum ekki skátastarf á varamannabekkinn Óskar Eiríksson skrifar Skoðun Björg fyrir Reykvíkinga Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir,Þórey Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Enn má Daði leiðrétta Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ég sá Jesú í fréttunum Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Ógnarstjórn talmafíunnar Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi með reynslu, kjark og mannlega nálgun Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Hundrað–múrinn rofinn! Anna Björg Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert stefnum við? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Hrunamannahreppur 5 - Kópavogur 0 Gunnar Gylfason skrifar Sjá meira
Í grein í www.visir.is þann 17. nóv. s.l. fjallaði prófessor dr Þorvaldur Gylfason um fækkun alþingismanna og er það í framhaldi af fyrri ábendingum hans í sömu átt. Hann nefnir til sögunnar skoðanir Gylfa Þ. Gíslasonar og Ólafs Jóhannessonar frá 1946 um að fjöldi þingmanna geti verið 33 (Gylfi) eða 40 (Ólafur). Þorvaldur virðist telja að mæta megi áhrifum af fækkun þingmanna nú með auknum kröfum til þeirra sem sitji á Alþingi. Þorvaldur bendir á að með fækkun þingmanna megi „spara fé og lyfta Alþingi". Því oftar sem þessi mótsagnakennda skoðun Þorvaldar er birt í Fréttablaðinu eða á www.visir.is, því meira undrast maður að jafn virtur skólamaður og hann er skuli ekki hirða um að gera lesendum grein fyrir áhrifsmódelinu sem að baki skrifum hans býr og þeim skólakenningum sem skýra staðhæfingar hans. Eða hvernig má það vera að fækkun alþingismanna um allt að helming geti lyft Alþingi? Slík fullyrðing þarfnast greinargóðra skýringa. Ábendingar Gylfa Þ. Gíslasonar og Ólafs Jóhannessonar eru frá tíma þegar starfsemi Alþingis var með allt öðru sniði en nú er og umfang verkefna þess ósambærilegt. Af þessum ástæðum og fleirum verður ekki fjallað um þær, einungis bent á að einar og sér eru þær ekki mikið leiðarljós fyrir Alþingi í dag. Sú mynd af störfum Alþingis sem blasir við þjóðinni í sjónvarpi er á margan hátt villandi. Ýmislegt sem fram fer getur kastað rýrð á virðingu Alþingis og hvatt til laklegra vinnubragða. Starfsemi þingdeildarinnar er frjálsleg og ekki er tímasetning á viðburðum. Andsvör orka oft tvímælis, þau geta kippt fótunum undan góðum og vönduðum ræðum alþingismanna með einni hnitmiðaðri og ósanngjarnri athugasemd. Því er rétt að minna á að starfsemi Alþingis er að litlu leyti sýnileg almenningi. Mikið af hinum eiginlegu störfum Alþingis fer fram í nefndum þess. Þær eru 12 og nefndasæti eru 119, þannig að margir alþingismenn sitja í mörgum nefndum og eru það einkum stjórnarliðar. Þetta kerfi getur tæpast verið minna en það er. Í því efni gildir ekki endilega að lítil þjóð þurfi minna nefndastarf en stærri. Vissulega getur reglusetning í Danmörk verið eitthvað flóknari en á Íslandi, en samkvæmt vefjum þjóðþinga þessara ríkja er unninn tímafjöldi í nefndakerfi Alþingis innan við helmingur miðað við Folketinget. Og þá hlýtur maður að spyrja sig hvort íslenskir þingmenn hugsi tvöfalt hraðar en danskir. Ef taka á alvarlega hugmyndir um fækkun þingmanna verður að gera grein fyrir því hvaða áhrif það gæti haft á gæði starfa á Alþingi og afköst þess og hvernig það rækir hlutverk sitt í samfélaginu. Í þessu efni þarf að tilgreina leiðir, því máli skiptir hvort nefndum er einfaldlega fækkað, sem minnkar afköst hlutfallslega eða hvort nefndarmönnum er fækkað, sem minnkar afköst eftir flóknara módeli. Þá skiptir fundalengd og fundatíðni máli. Til greina kemur að rannsaka hvernig má ná sem mestri nýtingu út úr óvenjulega fámennu nefndakerfi og er bent á rannsóknaraðferðir leikjafræðinnar. Það að ráðherrar sitji ekki á þingi mun styrkja nefndakerfið, því þá fjölgar stjórnarliðum á Alþingi, það myndi einkum draga úr tíðni þess að einstakir þingmenn sitji í þremur nefndum. Alþingi hefur sjaldan verið óvinsælla en nú og það kann að vera auðsótt mál hjá almenningi að lækka kostnað við þinghaldið, hvort sem það er raunhæft eða æskilegt. Fækkun alþingismanna um allt að helming er stórmál og virðist ganga gegn útbreiddum sjónarmiðum um að styrkja þurfi störf löggjafarvaldsins. Því verður Þorvaldur Gylfason að gera grein fyrir því hvaða áhrif fækkunin getur haft á störf þingsins og ekki síst hvernig nefndastarfi þess verður háttað þegar fækkunartillögur hans hafa verið framkvæmdar.
Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar
Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar
Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar