Lýðræði er grundvallarréttur 23. mars 2010 06:00 Sem kunnugt er skrifar Þorsteinn Pálsson, fyrrverandi þingmaður og ritstjóri, reglulega hugleiðingar í Fréttablaðið. Þar víkur hann oft að grundvallaratriðum. Honum er lítt að skapi sú „lýðræðistíska“ sem hann kallar svo, að færa vald fulltrúaþings beint í hendur þjóðarinnar. Fulltrúalýðræði á m.ö.o. ekki að víkja fyrir beinu lýðræði. Með fyrirvara þó: „Þjóðaratkvæðagreiðslur samrýmast að sjálfsögðu fulltrúalýðræði ef mál eru lögð fyrir þjóðina þannig að hún ráði þeim til endanlegra og fullra lykta…“ Dæmi: Samningur um inngöngu í Evrópusambandið. Fram hefur komið að ÞP þykir öðru máli gegna um Icesave, þar hafi verið kosið um áfanga á vegferð. Ef þetta er vandamálið væri hægt að kippa því í liðinn með því að greiða atkvæði um endanlega niðurstöðu eða svo oft sem þörf er á. Það er þó ekki sáluhjálparatriði í mínum huga nema að þjóðin krefðist þess. Það er mergurinn málsins, hver hin lýðræðislega krafa er. Fjórðungur kosningabærra manna krafðist þess að fá aðkomu að Icesave-ferlinu. Sú krafa náði réttilega fram að ganga. Í mínum huga á grundvallarreglan að vera sú, að meirihlutavilji ráði um almenna stefnumótun og breytir þar engu óskoraður réttur minnihluta til orða og æðis svo fremur það valdi ekki öðrum tjóni. Af praktískum ástæðum höfum við síðan komið á fót fulltrúalýðræði. En rétt minn til að ráða mínu lífi hef ég framselt með fyrirvara í hendur fulltrúa minna á þingi. Ef ég vil kalla þann rétt beint til mín og taka ákvörðun milliliðalaust, þá á ég að geta gert það óháð því hvað þingið vill. Eina skilyrðið er að nógu margir séu sama sinnis. Eðli máls samkvæmt er líklegt að fulltrúaþingið verði alltaf ósátt við ákvörðun mína, einfaldlega vegna þess að ákvörðunarvaldið kalla ég til mín þegar mér finnst fulltrúalýðræðið bregðast. Þorsteinn Pálsson kallar þetta tískuhugsun. Mér finnst þetta snúast um sjálfan grundvöll lýðræðisins. Höfundur er alþingismaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ögmundur Jónasson Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson skrifar Skoðun Út með slæma vana, inn með gleði og frið Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson skrifar Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason skrifar Skoðun Mannréttindi í mótvindi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Passaðu púlsinn í desember Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Stöndum vörð um mannréttindi Margrét María Sigurðardóttir skrifar Skoðun Reynsla úr heimi endurhæfingar nýtist víðar Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar Skoðun „Enginn öruggur staður á netinu“ Unnur Ágústsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson skrifar Skoðun Er þín fasteign útsett fyrir loftslagsbreytingum og náttúruvá? Kristján Andrésson skrifar Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Um lifandi tónlist í leikhúsi Þórdís Gerður Jónsdóttir skrifar Skoðun Mikilvæg innspýting fyrir þekkingarsamfélagið Logi Einarsson skrifar Skoðun Hafa þjófar meiri rétt? Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hafnarfjarðarbær: þjónustustofnun eða valdakerfi? Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Breytt forgangsröðun jarðganga Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Gerendur fá frípassa í ofbeldismálum Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ferðasjóður íþróttafélaga hækkaður um 100 milljónir Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Alvöru árangur áfram og ekkert stopp Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Göfug orkuskipti í orði - öfug orkuskipti í verki Þrándur Sigurjón Ólafsson skrifar Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Sjá meira
Sem kunnugt er skrifar Þorsteinn Pálsson, fyrrverandi þingmaður og ritstjóri, reglulega hugleiðingar í Fréttablaðið. Þar víkur hann oft að grundvallaratriðum. Honum er lítt að skapi sú „lýðræðistíska“ sem hann kallar svo, að færa vald fulltrúaþings beint í hendur þjóðarinnar. Fulltrúalýðræði á m.ö.o. ekki að víkja fyrir beinu lýðræði. Með fyrirvara þó: „Þjóðaratkvæðagreiðslur samrýmast að sjálfsögðu fulltrúalýðræði ef mál eru lögð fyrir þjóðina þannig að hún ráði þeim til endanlegra og fullra lykta…“ Dæmi: Samningur um inngöngu í Evrópusambandið. Fram hefur komið að ÞP þykir öðru máli gegna um Icesave, þar hafi verið kosið um áfanga á vegferð. Ef þetta er vandamálið væri hægt að kippa því í liðinn með því að greiða atkvæði um endanlega niðurstöðu eða svo oft sem þörf er á. Það er þó ekki sáluhjálparatriði í mínum huga nema að þjóðin krefðist þess. Það er mergurinn málsins, hver hin lýðræðislega krafa er. Fjórðungur kosningabærra manna krafðist þess að fá aðkomu að Icesave-ferlinu. Sú krafa náði réttilega fram að ganga. Í mínum huga á grundvallarreglan að vera sú, að meirihlutavilji ráði um almenna stefnumótun og breytir þar engu óskoraður réttur minnihluta til orða og æðis svo fremur það valdi ekki öðrum tjóni. Af praktískum ástæðum höfum við síðan komið á fót fulltrúalýðræði. En rétt minn til að ráða mínu lífi hef ég framselt með fyrirvara í hendur fulltrúa minna á þingi. Ef ég vil kalla þann rétt beint til mín og taka ákvörðun milliliðalaust, þá á ég að geta gert það óháð því hvað þingið vill. Eina skilyrðið er að nógu margir séu sama sinnis. Eðli máls samkvæmt er líklegt að fulltrúaþingið verði alltaf ósátt við ákvörðun mína, einfaldlega vegna þess að ákvörðunarvaldið kalla ég til mín þegar mér finnst fulltrúalýðræðið bregðast. Þorsteinn Pálsson kallar þetta tískuhugsun. Mér finnst þetta snúast um sjálfan grundvöll lýðræðisins. Höfundur er alþingismaður.
Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun
Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar
Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar
Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun