NBA: Miami vann öruggan sigur á Orlando í Flórída-uppgjörinu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. október 2010 11:00 Lebron James og Dwyane Wade gátu setið á bekknum og slakað á í lok leiksins. Mynd/AP Miami Heat vann sannfærandi 26 stiga sigur á nágrönnum sínum í Orlando Magic í fyrsta heimaleik Miami með ofurþríeykið innanborðs. Los Angeles Lakers liðið sá til þess að þjálfarinn Phil Jackson vann sinn 1100. leik í NBA og er Lakers ósigrað eins og Atlanta Hawks, New Orleans Hornets, Oklahoma City Thunder Golden State Warriors og New Jersey Nets sem unnu öll líka í nótt.Dwyane Wade skoraði 26 stig og LeBron James var með 15 stig og 7 stoðsendingar þegar Miami Heat vann 96-70 sigur á nágrönnum sínum í Orlando Magic. Miami-liðið skoraði 14 fyrstu stig seinni hálfleiksins og hélt orlando-liðinu í sinu lægsta stigaskori síðan 2. desember 2005. Chris Bosh skoraði 11 stig fyrir Miami alveg eins og Udonis Haslem. Dwight Howard var með 19 stig fyrir Orlando sem komu öll í fyrri hálfleik. Ryan Anderson var með 12 stig og Jameer Nelson skoraði 10 stig.Lamar Odom var með 18 stig og 17 fráköst þegar Los Angeles Lakers vann 114-106 sigur á Phoenix Suns í fyrsta heimaleik Phoenix. Kobe Bryant var með 25 stig og Pau Gasol skoraði 21 stig en þetta var 1100 sigur þjálfarans Phil Jackson sem setti met með því að ná þeim í aðeins 1560 leikjum. Grant Hill skoraði 21 stig fyrir Phoenix, Robin Lopez var með 18 stig og 14 fráköst og Jason Richardson bætti við 17 stigum.Chris Paul var með 18 stig þegar New Orleans Hornets vann 101-95 sigur á Denver Nuggets en Hornets-liðið hefur þar með unnið tvo fyrstu leiki sína. Carmelo Anthony var með 20 stig og 10 fráköst hjá Denver og Chauncey Billups skoraði 20 stig.Rajon Rondo var með þrefalda tvennu og setti persónulegt met með því að gefa 24 stoðsendingar í 105-101 sigri Boston Celtics á New York Knicks. Rondo var með 10 stig og 10 fráköst og var farinn að nálgast að jafna félagsmetið í stoðsendingum sem eru 28 stoðsendingar hjá Bob Cousy árið 1959. Amare Stoudemire var með 27 stig fyrir New York.Devin Harris var með 21 stig og 10 stoðsendingar þegar New Jersey Nets hélt sigurgöngu sinni áfram með því að vinna 106-100 sigur á Sacramento Kings. New Jersey vann síðustu 3 mínútur og 40 sekúndur leiksins 17-3. Í fyrra vann New Jersey ekki sinn annan leik á tímabilinu fyrr en í leik númer 21.Al Horford var með 20 stig og 12 fráköst og Joe Johnson skoraði 22 stig í 104-101 sigri Atlanta Hawks á Philadelphia 76ers. Andre Iguodala var með 27 stig og 10 stoðsendingar hjá Philadelphia.Jeff Green skoraði sigurkörfu Oklahoma City Thunder á móti Detroit Pistons þegar aðeins 2,5 sekúndur voru eftir og tryggði liði sínu 105-104 sigur. Kevin Durant skoraði 30 stig fyrir Thunder og Green var með 21 stig. Ben Gordon skoraði 32 stig fyrir Detroit.Rudy Gay skoraði 21 stig og O.J. Mayo var með 20 stig þegar Memphis Grizzlies vann 91-90 sigur á Dallas Mavericks. Dirk Nowitzki skoraði 27 stig fyrir Dallas.Dorel Wright var mðe 24 stig og Monta Ellis var með 15 stig og 11 stoðsendingar þegar Golden State Warriors var með sinn annan sigurleik í röð þegar liðið vann 109-91 sigur á Los Angeles Clippers.Úrslit allra leikja í NBA-deildinni í nótt: Charlotte Bobcats-Indiana Pacers 101-104 New Jersey Nets-Sacramento Kings 106-100 Philadelphia 76Ers-Atlanta Hawks 101-104 Toronto Raptors-Cleveland Cavaliers 101-81 Boston Celtics-New York Knicks 105-101 Detroit Pistons-Oklahoma City Thunder 104-105 Miami Heat-Orlando Magic 96-70 Minnesota Timberwolves-Milwaukee Bucks 96-85 New Orleans Hornets-Denver Nuggets 101-95 Dallas Mavericks-Memphis Grizzlies 90-91 Golden State Warriors-Los Angeles Clippers 109-91 Phoenix Suns-Los Angeles Lakers 106-114 NBA Mest lesið Kossar kærastans ástæðan fyrir því hún féll á lyfjaprófi Sport Sá óheppnasti enn á ný óheppinn Sport Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Enski boltinn Drykkjulæti trufluðu leik á Wimbledon Sport Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Handbolti Frá Midtjylland til Newcastle Fótbolti Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Körfubolti Þurfa stelpurnar okkar bara að finna sér nýjan Sigurwin? Fótbolti Heimir mjög ósáttur við dómarann: „Þetta er bara dýfa“ Sport Dagskráin í dag: Blikar í Meistaradeildinni Sport Fleiri fréttir Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Tönnin slegin úr henni og var svo bannað að koma aftur inn á völlinn Fotios spilar 42 ára með Fjölni Cooper Flagg gerir sér grein fyrir pressunni sem verður á honum Flagg fer til Dallas Boston Celtics losar sig við annan lykilmann úr meistaraliðinu Valskonur fá fyrrum Íslandsmeistara til liðsins Vildi fleiri mínútur og stærra hlutverk Boston Celtics sparar sér fimm milljarða í lúxusskatt Haliburton sér ekki eftir neinu: „Ég myndi gera þetta aftur og aftur“ „Búið að vera ómannlegt álag á þeim síðustu tíu mánuðina“ Drakk áfengi í fyrsta sinn eftir hann varð NBA meistari Sjáðu þegar Tyrese Haliburton virðist slíta hásin í oddaleiknum OKC byrjað að undirbúa sigurhátíð sína fyrir leikinn Sjá meira
Miami Heat vann sannfærandi 26 stiga sigur á nágrönnum sínum í Orlando Magic í fyrsta heimaleik Miami með ofurþríeykið innanborðs. Los Angeles Lakers liðið sá til þess að þjálfarinn Phil Jackson vann sinn 1100. leik í NBA og er Lakers ósigrað eins og Atlanta Hawks, New Orleans Hornets, Oklahoma City Thunder Golden State Warriors og New Jersey Nets sem unnu öll líka í nótt.Dwyane Wade skoraði 26 stig og LeBron James var með 15 stig og 7 stoðsendingar þegar Miami Heat vann 96-70 sigur á nágrönnum sínum í Orlando Magic. Miami-liðið skoraði 14 fyrstu stig seinni hálfleiksins og hélt orlando-liðinu í sinu lægsta stigaskori síðan 2. desember 2005. Chris Bosh skoraði 11 stig fyrir Miami alveg eins og Udonis Haslem. Dwight Howard var með 19 stig fyrir Orlando sem komu öll í fyrri hálfleik. Ryan Anderson var með 12 stig og Jameer Nelson skoraði 10 stig.Lamar Odom var með 18 stig og 17 fráköst þegar Los Angeles Lakers vann 114-106 sigur á Phoenix Suns í fyrsta heimaleik Phoenix. Kobe Bryant var með 25 stig og Pau Gasol skoraði 21 stig en þetta var 1100 sigur þjálfarans Phil Jackson sem setti met með því að ná þeim í aðeins 1560 leikjum. Grant Hill skoraði 21 stig fyrir Phoenix, Robin Lopez var með 18 stig og 14 fráköst og Jason Richardson bætti við 17 stigum.Chris Paul var með 18 stig þegar New Orleans Hornets vann 101-95 sigur á Denver Nuggets en Hornets-liðið hefur þar með unnið tvo fyrstu leiki sína. Carmelo Anthony var með 20 stig og 10 fráköst hjá Denver og Chauncey Billups skoraði 20 stig.Rajon Rondo var með þrefalda tvennu og setti persónulegt met með því að gefa 24 stoðsendingar í 105-101 sigri Boston Celtics á New York Knicks. Rondo var með 10 stig og 10 fráköst og var farinn að nálgast að jafna félagsmetið í stoðsendingum sem eru 28 stoðsendingar hjá Bob Cousy árið 1959. Amare Stoudemire var með 27 stig fyrir New York.Devin Harris var með 21 stig og 10 stoðsendingar þegar New Jersey Nets hélt sigurgöngu sinni áfram með því að vinna 106-100 sigur á Sacramento Kings. New Jersey vann síðustu 3 mínútur og 40 sekúndur leiksins 17-3. Í fyrra vann New Jersey ekki sinn annan leik á tímabilinu fyrr en í leik númer 21.Al Horford var með 20 stig og 12 fráköst og Joe Johnson skoraði 22 stig í 104-101 sigri Atlanta Hawks á Philadelphia 76ers. Andre Iguodala var með 27 stig og 10 stoðsendingar hjá Philadelphia.Jeff Green skoraði sigurkörfu Oklahoma City Thunder á móti Detroit Pistons þegar aðeins 2,5 sekúndur voru eftir og tryggði liði sínu 105-104 sigur. Kevin Durant skoraði 30 stig fyrir Thunder og Green var með 21 stig. Ben Gordon skoraði 32 stig fyrir Detroit.Rudy Gay skoraði 21 stig og O.J. Mayo var með 20 stig þegar Memphis Grizzlies vann 91-90 sigur á Dallas Mavericks. Dirk Nowitzki skoraði 27 stig fyrir Dallas.Dorel Wright var mðe 24 stig og Monta Ellis var með 15 stig og 11 stoðsendingar þegar Golden State Warriors var með sinn annan sigurleik í röð þegar liðið vann 109-91 sigur á Los Angeles Clippers.Úrslit allra leikja í NBA-deildinni í nótt: Charlotte Bobcats-Indiana Pacers 101-104 New Jersey Nets-Sacramento Kings 106-100 Philadelphia 76Ers-Atlanta Hawks 101-104 Toronto Raptors-Cleveland Cavaliers 101-81 Boston Celtics-New York Knicks 105-101 Detroit Pistons-Oklahoma City Thunder 104-105 Miami Heat-Orlando Magic 96-70 Minnesota Timberwolves-Milwaukee Bucks 96-85 New Orleans Hornets-Denver Nuggets 101-95 Dallas Mavericks-Memphis Grizzlies 90-91 Golden State Warriors-Los Angeles Clippers 109-91 Phoenix Suns-Los Angeles Lakers 106-114
NBA Mest lesið Kossar kærastans ástæðan fyrir því hún féll á lyfjaprófi Sport Sá óheppnasti enn á ný óheppinn Sport Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Enski boltinn Drykkjulæti trufluðu leik á Wimbledon Sport Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Handbolti Frá Midtjylland til Newcastle Fótbolti Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Körfubolti Þurfa stelpurnar okkar bara að finna sér nýjan Sigurwin? Fótbolti Heimir mjög ósáttur við dómarann: „Þetta er bara dýfa“ Sport Dagskráin í dag: Blikar í Meistaradeildinni Sport Fleiri fréttir Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Tönnin slegin úr henni og var svo bannað að koma aftur inn á völlinn Fotios spilar 42 ára með Fjölni Cooper Flagg gerir sér grein fyrir pressunni sem verður á honum Flagg fer til Dallas Boston Celtics losar sig við annan lykilmann úr meistaraliðinu Valskonur fá fyrrum Íslandsmeistara til liðsins Vildi fleiri mínútur og stærra hlutverk Boston Celtics sparar sér fimm milljarða í lúxusskatt Haliburton sér ekki eftir neinu: „Ég myndi gera þetta aftur og aftur“ „Búið að vera ómannlegt álag á þeim síðustu tíu mánuðina“ Drakk áfengi í fyrsta sinn eftir hann varð NBA meistari Sjáðu þegar Tyrese Haliburton virðist slíta hásin í oddaleiknum OKC byrjað að undirbúa sigurhátíð sína fyrir leikinn Sjá meira