Vandi íslenskra fjölmiðla Gunnar Hersveinn skrifar 27. janúar 2010 06:00 Hlutverk fjölmiðlafólks er þýðingarmikið um þessar mundir en hlutskipti þeirra er dapurlegt. Fjölmargir reyndir blaðamenn með bein í nefinu standa nú utan fjölmiðla - þeim hefur verið sagt upp störfum. Höfundar greina og pistla geta ekki heldur lengur selt skrif sín. Gagnrýnin hugsun er á undanhaldi í íslenskum fjölmiðlum en léttmeti sem laðar að sér auglýsingar á greiðan aðgang. Blaðamenn og -konur hafa aðgang að valdafólki og viðskiptalífi. Þau geta í krafti fjölmiðils spurt spurninga og krafist svara. Þau geta viðað að sér efni og samið mikilvægar fréttaskýringar til að varpa ljósi á stöðuna. Skjólstæðingar þeirra er almenningur og aðeins almenningur. Verk sem þeim gefst kostur á að vinna vel - býr yfir samfélagslegri ábyrgð og hefur jákvæðar afleiðingar. Nú stendur yfir óvissutími vegna ICESAVE og brátt verður skýrsla rannsóknarnefndar Alþings birt en á sama tíma eru fjölmiðlar vanbúnir til að takast á við verkefnið sem liggur fyrir. Sögulegir atburðir eiga sér stað sem skilja á milli feigs og ófeigs, og vönduð miðlun til þjóðarinnar getur ráðið úrslitum um framhaldið. En hvað gerist þá? Fréttamenn missa vinnuna og þeir sem eftir eru hafa æ sjaldnar tíma til að vanda sig sökum álags. Hver og einn blaðamaður reynir að standa sig í fréttamiðlun en það er vissulega áhyggjuefni þegar þeir hafa ekki lengur stuðning sér reyndari og ekki heldur tíma til að klára málin. Það er nauðsynlegt að kryfja málin, leita í margar heimildir, efast og loks að semja vandaðar fréttaskýringar - en til hverra getur fréttastjórinn leitað þegar svo margir afburðagóðir fréttamenn standa utandyra? Kröfuharðir lesendur, hlustendur og áhorfendur fjölmiðla verða að láta til sín heyra og mótmæla þessari afleitu stöðu á svo mikilvægum tímum. Ef til vill hefur aldrei verið meiri þörf á hörðu, gagnrýnu, reyndu og úthaldsgóðu fjölmiðlafólki til að glíma við það efni sem berst á fjölmiðla þessi misserin. Höfundur er rithöfundur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gunnar Hersveinn Mest lesið Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun Fimm ár í feluleik Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Óeðlileg völd og áhrif stórra útgerðarfyrirtækja Oddný G. Harðardóttir Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Sjá meira
Hlutverk fjölmiðlafólks er þýðingarmikið um þessar mundir en hlutskipti þeirra er dapurlegt. Fjölmargir reyndir blaðamenn með bein í nefinu standa nú utan fjölmiðla - þeim hefur verið sagt upp störfum. Höfundar greina og pistla geta ekki heldur lengur selt skrif sín. Gagnrýnin hugsun er á undanhaldi í íslenskum fjölmiðlum en léttmeti sem laðar að sér auglýsingar á greiðan aðgang. Blaðamenn og -konur hafa aðgang að valdafólki og viðskiptalífi. Þau geta í krafti fjölmiðils spurt spurninga og krafist svara. Þau geta viðað að sér efni og samið mikilvægar fréttaskýringar til að varpa ljósi á stöðuna. Skjólstæðingar þeirra er almenningur og aðeins almenningur. Verk sem þeim gefst kostur á að vinna vel - býr yfir samfélagslegri ábyrgð og hefur jákvæðar afleiðingar. Nú stendur yfir óvissutími vegna ICESAVE og brátt verður skýrsla rannsóknarnefndar Alþings birt en á sama tíma eru fjölmiðlar vanbúnir til að takast á við verkefnið sem liggur fyrir. Sögulegir atburðir eiga sér stað sem skilja á milli feigs og ófeigs, og vönduð miðlun til þjóðarinnar getur ráðið úrslitum um framhaldið. En hvað gerist þá? Fréttamenn missa vinnuna og þeir sem eftir eru hafa æ sjaldnar tíma til að vanda sig sökum álags. Hver og einn blaðamaður reynir að standa sig í fréttamiðlun en það er vissulega áhyggjuefni þegar þeir hafa ekki lengur stuðning sér reyndari og ekki heldur tíma til að klára málin. Það er nauðsynlegt að kryfja málin, leita í margar heimildir, efast og loks að semja vandaðar fréttaskýringar - en til hverra getur fréttastjórinn leitað þegar svo margir afburðagóðir fréttamenn standa utandyra? Kröfuharðir lesendur, hlustendur og áhorfendur fjölmiðla verða að láta til sín heyra og mótmæla þessari afleitu stöðu á svo mikilvægum tímum. Ef til vill hefur aldrei verið meiri þörf á hörðu, gagnrýnu, reyndu og úthaldsgóðu fjölmiðlafólki til að glíma við það efni sem berst á fjölmiðla þessi misserin. Höfundur er rithöfundur.
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir Skoðun
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir Skoðun