
Skuldir þarf að greiða
Íslenskt þjóðfélag er í miklum vanda sem snertir alla. Alltof margir hafa safnað alltof miklum skuldum í alltof langan tíma. Eina ráðið er að semja um skuldirnar, deila þeim niður með sanngjörnum og ábyrgum hætti og greiða þær. Engin lausn fæst með því að efna til átaka milli skuldara, þjóðfélagshópa eða kynslóða. Tilraunir til þess að velta skuldum eins yfir á herðar annars verða aldrei grundvöllur sanngjarnrar og farsællar niðurstöðu. Slíkt háttalag endurspeglar aðeins sérhyggju og ábyrgðarleysi. Afnám verðtryggingar á fjárskuldbindingum og niðurfærslu á höfuðstól lána eins og krafist er mun skerða verulega almenn lífeyrisréttindi og þrengja heiftarlega að ellilífeyrisþegum.
Skuldarar tóku sín lán með erlendri verðtryggingu af fúsum og frjálsum vilja. Nóg var framboðið af lánsfé og menn gátu valið lánastofnun, lánsform og verðtryggingu. Erlenda verðtryggingin var eftirsótt vegna þess að vextir voru lágir og að auki þýddi sterkt gengi íslensku krónunnar að verðtryggingin var lítil sem engin í samanburði við innlenda verðtryggingu. Aðilar máls gerðu með sér samning um að skuldarinn endurgreiddi það fé sem hann tók að láni. Verðtryggingin er til þess að svo verði. Lánið hefði ekki staðið til boða ef ekki væri verðtrygging. Það var hverjum skuldara fullkunnugt um. Hæstiréttur gerir engar athugasemdir við verðtryggingu fjárins, heldur form hennar. Samningurinn stendur að öðru leyti. Skuldarinn á áfram að endurgreiða verðmæti lánsins en finna þarf lögmæta verðtryggingu. Það er eðlilegt og sanngjarnt að verðtryggja lánið við vísitölu neysluverðs. Annað helst óbreytt þar með talið vextirnir. Þar með efnir skuldarinn samninginn og greiðir lánið til baka, nýtur áfram lágu vaxtanna og þess að verðtryggingin er lægri. Lánastofnunin tapar nokkru en fær þó lánið endurgreitt að fullu í íslenskum krónum, enda er það úrskurðurinn í málinu að lánið hafi verið að öllu leyti innlent. Segja má að aðilar deili milli sín tapinu á gjaldeyrishruninu með sanngjörnum hætti. Enda voru þeir báðir aðilar að hinu ólögmæta ákvæði og hljóta báðir að bera ábyrgð á því.
Fyrir liggur niðurstaða Héraðsdóms þess efnis að mikil hækkun bílaláns sem tryggt var með gengi erlendra mynta leiðir ekki til ógildingar samningsins, en greiðandi taldi að samningurinn væri ósanngjarn og vísaði til 36. laga um samningagerð, umboð og ólögmæta gerninga.
Hæstiréttur breytti þessari niðurstöðu ekki, en sneri dómnum við af öðrum ástæðum. Hvernig sem á málin er litið þá er ekki sanngjarnt að skuldari losni við að greiða skuld sína í kjölfar dóms Hæstaréttar og láti öðrum það eftir. Fjárhæðirnar eru svo háar sem um er að tefla að slíkt gengur ekki.
Verðtryggð skuld sem breytist í óverðtryggða er skuldatilfærsla frá einum til annars og mismunar skuldurum. Fráleitt er að fella niður verðtryggingu höfuðstóls lána af sumum lánum en viðhalda henni á öðrum. Hægt er að endurmeta grundvöll verðtryggingarinnar ef rök standa til þess en meginreglan verður að vera sú að lántakandi endurgreiði þau verðmæti sem hann fékk að láni. Stórfelldar fjármagns- og eignatilfærslur milli þjóðfélagshópa sundra þjóðinni og magna deilurnar og á því er síst þörf um þessar mundir. Verkefni stjórnvalda er að leiða málin til lykta þannig að sanngjarnt sé og sæmilegur friður skapist um niðurstöðuna þegar frá líður. Það verður ekki auðvelt verk við núverandi aðstæður í þjóðfélaginu þar sem óbilgjarn og öfgakenndur málflutningur er áberandi. En þar mun skipta sköpum að lausnin verði sanngjörn, hófsöm og ábyrg.
Skoðun

Ríkisstjórn sem skeytir engu
Diljá Matthíasardóttir skrifar

Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála
Anna Klara Georgsdóttir skrifar

Fólkið sem gleymdist í Grindavík
Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar

Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna
Erlingur Erlingsson skrifar

Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ?
Ómar Stefánsson skrifar

Elsku ASÍ, bara… Nei
Sunna Arnardóttir skrifar

Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu
Hrönn Stefánsdóttir skrifar

Við höfum ekki efni á norsku leiðinni
Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar

Sósíalistar á vaktinni í átta ár
Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar

Styðjum þá sem bjarga okkur
Jens Garðar Helgason skrifar

Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum?
Sigurbjörn Svavarsson skrifar

Embætti þitt geta allir séð
Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar

Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð
Nichole Leigh Mosty skrifar

Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð?
Davíð Bergmann skrifar

Sigursaga Evrópu í 21 ár
Pawel Bartoszek skrifar

Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB
Hjörtur J. Guðmundsson skrifar

Börnin á Gasa
Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar

Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu?
Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar

Hvað ert þú að gera?
Eiður Welding skrifar

Rauðir sokkar á 1. maí
Sveinn Ólafsson skrifar

1. maí er líka fyrir fatlað fólk!
Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar

Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni
Dagbjört Hákonardóttir skrifar

Á milli steins og sleggju Heinemann
Ólafur Stephensen skrifar

Heiðrum íslenska hestinn
Berglind Margo Þorvaldsdóttir skrifar

Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk
Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar

Er kominn tími á Útlendingafrí?
Marion Poilvez skrifar

Janus og jakkalakkarnir
Óskar Guðmundsson skrifar

Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr
Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar

Hvað ætlar þú að vera þegar þú verður stór?
Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar

Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi
Ingrid Kuhlman skrifar