300 milljónir í kassann hjá Björgvini og Frostrósum 2. desember 2010 06:00 Mögnuð eftirspurn 39 þúsund Íslendingar ætla annað hvort að fara á Frostrósir eða Jólagesti Björgvins Halldórssonar. Miðasalan nemur þrjú hundruð milljónum íslenskra króna. Frostrósahópurinn lagði af stað í tónleikaferðina í gær.Fréttablaðið/Valli Risarnir í jólatónleikahaldi, Jólagestir Björgvins Halldórssonar og Frostrósir, velta 300 milljónum íslenskra króna í miðasölu þetta árið. Þetta er samkvæmt útreikningum Fréttablaðsins á tölum frá vefsíðunni midi.is og tónleikahöldurum. Þrjátíu og níu þúsund gestir greiða að meðaltali tæpar átta þúsund krónur inn á 34 tónleika en þessi fjöldi verður að teljast algjört einsdæmi í íslenskri tónleikasögu. Um fjórtán þúsund manns sækja tónleika Björgvins og um 25 þúsund manns ætla að sjá Frostrósir þetta árið, en tónleikaveislan hefst um helgina. Reyndar virðist áhugi á jólatónleikum vera mjög mikill um þessar mundir; það seldist upp á tvenna aðventutónleika Baggalúts fyrir norðan án þess að þeir væru auglýstir að neinu ráði og Sigríður Beinteinsdóttir verður með veglega jólatónleika í Grafarvogskirkju föstudaginn 10. desember sem bætt hefur verið við miðum á vegna mikillar eftirspurnar. Þá má ekki gleyma árlegum Þorláksmessutónleikum Bubba Morthens í Háskólabíói. Og þannig mætti áfram telja. Ísleifur B. Þórhallsson, sem skipuleggur Jólagesti Björgvins, bendir á að þessum tölum verði að taka með fyrirvara. Sumir miðar hafi verið seldir til fyrirtækja með afslætti og þá séu alltaf einhver sæti stök í salnum sökum þess miðakerfis sem stuðst sé við. „En jú, það er rétt, þetta eru ansi margir gestir. Rúmlega tíu prósent af þjóðinni fara á aðra hvora tónleikana.“ Hann segir það jafnframt merkilegt að tónleikaraðirnar tvær virðist aldrei hirða gesti hvor af annarri. „Bilið breikkaði aðeins í fyrra en núna selst upp á ferna jólatónleika hjá okkur og Frostrósum. Okkur finnst stundum eins og tónleikarnir styðji hverjir aðra þótt þeir séu í bullandi samkeppni, það myndast bara einhver stemning. Við höfum heyrt það hjá midi.is að öll önnur miðasala leggist af í smástund þegar opnað sé fyrir sölu á þessa jólatónleika.“ Fréttablaðið tók saman svipaðar tölur góðærisárið mikla árið 2007 og náði miðasalan þá ekki helmingi sölunnar í ár, nam þá 120 milljónum króna. Ísleifur segir það ekkert skrýtið. „Þetta helst í hendur við kreppuna, fólk er ekki að kaupa dýrari bíl, íbúð eða fara til útlanda, það leyfir sér í staðinn að fara á jólatónleika.“ freyrgigja@frettabladid.is Lífið Mest lesið Kristján Einar leitar sér aðstoðar Lífið Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Lífið Svona færðu fullnægingu án handa Lífið Nældi sér í einn umdeildan Lífið Hrósar eiginkonu Bruce Willis fyrir umönnun leikarans Lífið Yngsti Íslendingurinn frá upphafi sem safnar skákstigum Lífið Íslenskur Hollywood-leikari selur íbúð í Seljahverfinu Lífið Þjóðbúningurinn aðal skvísuflíkin í dag Tíska og hönnun Kaupir fjórða húsið við sömu götu Lífið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Tónlist Fleiri fréttir Kaupir fjórða húsið við sömu götu Tælenskar salatvefjur í anda Cheesecake Factory Íslenskur Hollywood-leikari selur íbúð í Seljahverfinu Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Íbúð í Vesturbænum með mikinn karakter Hrósar eiginkonu Bruce Willis fyrir umönnun leikarans Kristján Einar leitar sér aðstoðar Yngsti Íslendingurinn frá upphafi sem safnar skákstigum Nældi sér í einn umdeildan Er hægt að komast yfir framhjáhald? Cardi B sýknuð af kröfu um líkamsárás á öryggisvörð Svona færðu fullnægingu án handa Huggulegustu hommar landsins kaupa heillandi hæð Súrsætir matcha-bitar úr smiðju danska sjarmatröllsins Skein jafn skært og demantshringurinn í Feneyjum Framsóknarprins fékk formannsnafn Sylvía Hall og Viddi Sig trúlofuð Pattra og Birgitta Líf með keppnisskapið og lúkkið upp á tíu „Og Rakel er á lausu!“ Mýtur um fjármál: Hræddur við YOLO-viðhorf Íslendinga Graham Greene er látinn Erfitt að geta ekki rætt meðgönguna við móður sína „Guð og karlmenn elska mig“ Júlíana Sara tekur við af Ásu Ninnu í Bakaríinu Hárprúður Eiður heillar Dúndurgóður hverdsdagsréttur Kóngurinn með kveðju til Íslendinga Lára og lyfjaprinsinn gáfu dótturinni nafn Afmælisdagurinn bara „venjulegur dagur“ og á ekki von á gjöfum Áralangt stofufangelsi, umdeild ákæra og játning í skiptum fyrir frelsi Sjá meira
Risarnir í jólatónleikahaldi, Jólagestir Björgvins Halldórssonar og Frostrósir, velta 300 milljónum íslenskra króna í miðasölu þetta árið. Þetta er samkvæmt útreikningum Fréttablaðsins á tölum frá vefsíðunni midi.is og tónleikahöldurum. Þrjátíu og níu þúsund gestir greiða að meðaltali tæpar átta þúsund krónur inn á 34 tónleika en þessi fjöldi verður að teljast algjört einsdæmi í íslenskri tónleikasögu. Um fjórtán þúsund manns sækja tónleika Björgvins og um 25 þúsund manns ætla að sjá Frostrósir þetta árið, en tónleikaveislan hefst um helgina. Reyndar virðist áhugi á jólatónleikum vera mjög mikill um þessar mundir; það seldist upp á tvenna aðventutónleika Baggalúts fyrir norðan án þess að þeir væru auglýstir að neinu ráði og Sigríður Beinteinsdóttir verður með veglega jólatónleika í Grafarvogskirkju föstudaginn 10. desember sem bætt hefur verið við miðum á vegna mikillar eftirspurnar. Þá má ekki gleyma árlegum Þorláksmessutónleikum Bubba Morthens í Háskólabíói. Og þannig mætti áfram telja. Ísleifur B. Þórhallsson, sem skipuleggur Jólagesti Björgvins, bendir á að þessum tölum verði að taka með fyrirvara. Sumir miðar hafi verið seldir til fyrirtækja með afslætti og þá séu alltaf einhver sæti stök í salnum sökum þess miðakerfis sem stuðst sé við. „En jú, það er rétt, þetta eru ansi margir gestir. Rúmlega tíu prósent af þjóðinni fara á aðra hvora tónleikana.“ Hann segir það jafnframt merkilegt að tónleikaraðirnar tvær virðist aldrei hirða gesti hvor af annarri. „Bilið breikkaði aðeins í fyrra en núna selst upp á ferna jólatónleika hjá okkur og Frostrósum. Okkur finnst stundum eins og tónleikarnir styðji hverjir aðra þótt þeir séu í bullandi samkeppni, það myndast bara einhver stemning. Við höfum heyrt það hjá midi.is að öll önnur miðasala leggist af í smástund þegar opnað sé fyrir sölu á þessa jólatónleika.“ Fréttablaðið tók saman svipaðar tölur góðærisárið mikla árið 2007 og náði miðasalan þá ekki helmingi sölunnar í ár, nam þá 120 milljónum króna. Ísleifur segir það ekkert skrýtið. „Þetta helst í hendur við kreppuna, fólk er ekki að kaupa dýrari bíl, íbúð eða fara til útlanda, það leyfir sér í staðinn að fara á jólatónleika.“ freyrgigja@frettabladid.is
Lífið Mest lesið Kristján Einar leitar sér aðstoðar Lífið Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Lífið Svona færðu fullnægingu án handa Lífið Nældi sér í einn umdeildan Lífið Hrósar eiginkonu Bruce Willis fyrir umönnun leikarans Lífið Yngsti Íslendingurinn frá upphafi sem safnar skákstigum Lífið Íslenskur Hollywood-leikari selur íbúð í Seljahverfinu Lífið Þjóðbúningurinn aðal skvísuflíkin í dag Tíska og hönnun Kaupir fjórða húsið við sömu götu Lífið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Tónlist Fleiri fréttir Kaupir fjórða húsið við sömu götu Tælenskar salatvefjur í anda Cheesecake Factory Íslenskur Hollywood-leikari selur íbúð í Seljahverfinu Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Íbúð í Vesturbænum með mikinn karakter Hrósar eiginkonu Bruce Willis fyrir umönnun leikarans Kristján Einar leitar sér aðstoðar Yngsti Íslendingurinn frá upphafi sem safnar skákstigum Nældi sér í einn umdeildan Er hægt að komast yfir framhjáhald? Cardi B sýknuð af kröfu um líkamsárás á öryggisvörð Svona færðu fullnægingu án handa Huggulegustu hommar landsins kaupa heillandi hæð Súrsætir matcha-bitar úr smiðju danska sjarmatröllsins Skein jafn skært og demantshringurinn í Feneyjum Framsóknarprins fékk formannsnafn Sylvía Hall og Viddi Sig trúlofuð Pattra og Birgitta Líf með keppnisskapið og lúkkið upp á tíu „Og Rakel er á lausu!“ Mýtur um fjármál: Hræddur við YOLO-viðhorf Íslendinga Graham Greene er látinn Erfitt að geta ekki rætt meðgönguna við móður sína „Guð og karlmenn elska mig“ Júlíana Sara tekur við af Ásu Ninnu í Bakaríinu Hárprúður Eiður heillar Dúndurgóður hverdsdagsréttur Kóngurinn með kveðju til Íslendinga Lára og lyfjaprinsinn gáfu dótturinni nafn Afmælisdagurinn bara „venjulegur dagur“ og á ekki von á gjöfum Áralangt stofufangelsi, umdeild ákæra og játning í skiptum fyrir frelsi Sjá meira
Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Tónlist
Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Tónlist