Orð eru til alls fyrst Margrét María Sigurðardóttir skrifar 17. nóvember 2010 06:00 Nýlega fögnuðum við degi íslenskrar tungu og er þá vel við hæfi að íslenska þjóðin staldri við og minnist þess hve mikilvægt og stórt hlutverk íslenska tungan hefur í samfélagi okkar. Á sama tíma og við gleðjumst er mikilvægt að huga að því að það standa ekki öll börn jafnfætis þegar það kemur að tungumálinu okkar. Mörg börn þurfa á sérstakri aðstoð að halda til að geta tjáð sig eða öðlast málskilning. Íslenska ríkinu ber skylda til þess að tryggja öllum börnum jöfn tækifæri til að ná eðlilegum þroska, eins og meðal annars kemur fram í 6. gr. Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Er því mikilvægt að gera öllum börnum kleift að ná eins góðum málþroska og hægt er, án nokkurrar mismununar. Eðlilegur málþroski skiptir miklu máli fyrir framtíð barna og er forsenda fyrir því að börn geti notið ýmissa annarra réttinda sinna, svo sem rétt til menntunar og þátttöku í samfélaginu. Þegar barn á í erfiðleikum með að tjá sig getur það haft áhrif á félagsleg tengsl og líðan þess. Ef barn nær ekki góðum tökum á móðurmáli sínu í æsku getur það því takmarkað verulega framtíðarmöguleika þess. Þjónusta talmeinafræðinga skiptir miklu máli fyrir börn sem af einhverjum ástæðum þurfa aðstoð til að ná tökum á tungumálinu. Frá árinu 2007 hefur orðið neikvæð þróun á málefnum umræddra barna. Umboðsmaður barna hefur fengið fjölmargar ábendingar um að greiðslubyrði foreldra vegna talþjálfunar barna hafi aukist mikið og sumir treysta sér ekki til að kaupa þjónustuna þar sem um umtalsverðan kostnað er að ræða. Þessi þróun er óásættanleg að mati umboðsmanns barna, enda er um mikilvæg réttindi barna að ræða. Einungis sex talmeinafræðingar á landinu eru með samning við Sjúkratryggingar Íslands, þar af einn á höfuðborgarsvæðinu. Í þeim tilvikum sem talmeinafræðingar eru með slíkan samning greiða Sjúkratryggingar Íslands stóran hluta af kostnaðinum, eða 5.584 kr. fyrir hvern tíma en foreldrar greiða 1.396 kr. Þegar talmeinafræðingar eru ekki með samning við Sjúkratryggingar Íslands er hins vegar einungis veittur 2.000. kr. styrkur í fyrstu 25 skiptin sem barn fer til talmeinafræðings á 12 mánaða tímabili en eftir það 4.000 kr. á sama tímabili. Þar sem hver tími hjá talmeinafræðingi utan samnings kostar á bilinu 6.500 til 7.600 kr. er því ljóst að foreldrar þurfa að greiða töluvert háar fjárhæðir fyrir talþjálfun í langflestum tilvikum. Ljóst er að þessi kostnaður getur verið verulega íþyngjandi fyrir foreldra og leiðir til þess að mörg ofangreindra barna fá ekki þá þjónustu sem þau þurfa. Börnum er því mismunað að þessu leyti eftir efnahag foreldra, en það er ekki í samræmi við 2. gr. Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Börn eru viðkvæmur þjóðfélagshópur sem þarfnast sérstakrar verndar og umönnunar umfram aðra þjóðfélagsþegna. Umboðsmaður barna hefur það hlutverk að vinna að bættum hag barna og standa vörð um hagsmuni, þarfir og réttindi þeirra. Umboðsmaður hefur ítrekað komið ábendingum um nauðsyn þess að tryggja öllum börnum þá talþjálfun sem þau þurfa, meðal annars með bréfum til stjórnvalda, á fundum með ráðherrum, í fjölmiðlum o.fl. Umboðsmaður vinnur nú að gerð skýrslu til Barnaréttarnefndar Sameinuðu þjóðanna, sem hefur eftirlit með framkvæmd Íslands á Barnasáttmálanum. Vegna þeirrar vinnu hefur umboðsmaður fundað með ráðherrum og notað tækifærið til að minna á þetta alvarlega mál. Allir virðast sammála um að þörf sé á úrbótum. Þar sem orð eru til alls fyrst vonar umboðsmaður barna að breytinga sé að vænta í þessum málaflokki og að börnum verði tryggð sú þjónusta sem þau eiga rétt á. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Margrét María Sigurðardóttir Mest lesið Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Lýðræði á ystu nöf: Hver er afstaða unga fólksins? Jonas Hammer Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Staðreyndir eða „mér finnst“ Birta Karen Tryggvadóttir Skoðun Frídagar í klemmu Jón Júlíus Karlsson Skoðun Hvað ef ég hjóla bara í vinnuna? Eiríkur Búi Halldórsson Skoðun Litlu ljósin á Gaza Guðbrandur Einarsson Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir Skoðun Í skugga kerfis sem brást! Harpa Hildiberg Böðvarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli tvö: Eiskrandi kröfur Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Palestína er að verja sig, ekki öfugt Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson skrifar Skoðun Lýðræði á ystu nöf: Hver er afstaða unga fólksins? Jonas Hammer skrifar Skoðun Hvað ef ég hjóla bara í vinnuna? Eiríkur Búi Halldórsson skrifar Skoðun Litlu ljósin á Gaza Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Staðreyndir eða „mér finnst“ Birta Karen Tryggvadóttir skrifar Skoðun Fjármagna áfram hernað Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frídagar í klemmu Jón Júlíus Karlsson skrifar Skoðun Fasteignaviðskipti – tímabært að endurskoða leikreglurnar? Hlynur Júlísson skrifar Skoðun Í skugga kerfis sem brást! Harpa Hildiberg Böðvarsdóttir skrifar Skoðun Jöfn vernd fyrir öll börn í veröldinni Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Byggð í Norðvesturkjördæmi: lífæð framtíðar Íslands Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Hverju hef ég stjórn á? Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Metnaður eða metnaðarleysi? Sumarrós Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Þetta er allt í vinnslu“ María Pétursdóttir skrifar Skoðun Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir skrifar Skoðun Iðnaðarstefna – stökkpallur inn í næsta hagvaxtarskeið Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Hættum að bregðast íslensku hryssunni Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Börnin bíða meðan lausnin stendur auð Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Áður en það verður of seint María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Lygin lekur niður á hökuna Jón Daníelsson skrifar Skoðun Líflínan Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Ríkisfyrirtæki sem virðir ekki æðsta valdið Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Við erum hafið Guillaume Bazard skrifar Skoðun Deja Vu Sverrir Agnarsson skrifar Sjá meira
Nýlega fögnuðum við degi íslenskrar tungu og er þá vel við hæfi að íslenska þjóðin staldri við og minnist þess hve mikilvægt og stórt hlutverk íslenska tungan hefur í samfélagi okkar. Á sama tíma og við gleðjumst er mikilvægt að huga að því að það standa ekki öll börn jafnfætis þegar það kemur að tungumálinu okkar. Mörg börn þurfa á sérstakri aðstoð að halda til að geta tjáð sig eða öðlast málskilning. Íslenska ríkinu ber skylda til þess að tryggja öllum börnum jöfn tækifæri til að ná eðlilegum þroska, eins og meðal annars kemur fram í 6. gr. Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Er því mikilvægt að gera öllum börnum kleift að ná eins góðum málþroska og hægt er, án nokkurrar mismununar. Eðlilegur málþroski skiptir miklu máli fyrir framtíð barna og er forsenda fyrir því að börn geti notið ýmissa annarra réttinda sinna, svo sem rétt til menntunar og þátttöku í samfélaginu. Þegar barn á í erfiðleikum með að tjá sig getur það haft áhrif á félagsleg tengsl og líðan þess. Ef barn nær ekki góðum tökum á móðurmáli sínu í æsku getur það því takmarkað verulega framtíðarmöguleika þess. Þjónusta talmeinafræðinga skiptir miklu máli fyrir börn sem af einhverjum ástæðum þurfa aðstoð til að ná tökum á tungumálinu. Frá árinu 2007 hefur orðið neikvæð þróun á málefnum umræddra barna. Umboðsmaður barna hefur fengið fjölmargar ábendingar um að greiðslubyrði foreldra vegna talþjálfunar barna hafi aukist mikið og sumir treysta sér ekki til að kaupa þjónustuna þar sem um umtalsverðan kostnað er að ræða. Þessi þróun er óásættanleg að mati umboðsmanns barna, enda er um mikilvæg réttindi barna að ræða. Einungis sex talmeinafræðingar á landinu eru með samning við Sjúkratryggingar Íslands, þar af einn á höfuðborgarsvæðinu. Í þeim tilvikum sem talmeinafræðingar eru með slíkan samning greiða Sjúkratryggingar Íslands stóran hluta af kostnaðinum, eða 5.584 kr. fyrir hvern tíma en foreldrar greiða 1.396 kr. Þegar talmeinafræðingar eru ekki með samning við Sjúkratryggingar Íslands er hins vegar einungis veittur 2.000. kr. styrkur í fyrstu 25 skiptin sem barn fer til talmeinafræðings á 12 mánaða tímabili en eftir það 4.000 kr. á sama tímabili. Þar sem hver tími hjá talmeinafræðingi utan samnings kostar á bilinu 6.500 til 7.600 kr. er því ljóst að foreldrar þurfa að greiða töluvert háar fjárhæðir fyrir talþjálfun í langflestum tilvikum. Ljóst er að þessi kostnaður getur verið verulega íþyngjandi fyrir foreldra og leiðir til þess að mörg ofangreindra barna fá ekki þá þjónustu sem þau þurfa. Börnum er því mismunað að þessu leyti eftir efnahag foreldra, en það er ekki í samræmi við 2. gr. Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Börn eru viðkvæmur þjóðfélagshópur sem þarfnast sérstakrar verndar og umönnunar umfram aðra þjóðfélagsþegna. Umboðsmaður barna hefur það hlutverk að vinna að bættum hag barna og standa vörð um hagsmuni, þarfir og réttindi þeirra. Umboðsmaður hefur ítrekað komið ábendingum um nauðsyn þess að tryggja öllum börnum þá talþjálfun sem þau þurfa, meðal annars með bréfum til stjórnvalda, á fundum með ráðherrum, í fjölmiðlum o.fl. Umboðsmaður vinnur nú að gerð skýrslu til Barnaréttarnefndar Sameinuðu þjóðanna, sem hefur eftirlit með framkvæmd Íslands á Barnasáttmálanum. Vegna þeirrar vinnu hefur umboðsmaður fundað með ráðherrum og notað tækifærið til að minna á þetta alvarlega mál. Allir virðast sammála um að þörf sé á úrbótum. Þar sem orð eru til alls fyrst vonar umboðsmaður barna að breytinga sé að vænta í þessum málaflokki og að börnum verði tryggð sú þjónusta sem þau eiga rétt á.
Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar
Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar
Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar
Skoðun Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir skrifar
Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar
Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun