The Dark Knight Rises sú síðasta 2. desember 2010 08:45 Sú Síðasta The Dark Knight Rises verður síðasta Batman-myndin sem Chris Nolan leikstýrir um höfuðóvin glæpamanna í Gotham-borg. Christian Bale lýsti því yfir fyrir nokkru að hann hygðist leggja skikkju Batman á hilluna eftir næstu mynd. Og nú hefur leikstjóri myndanna tekið af öll tvímæli; The Dark Knight Rises verður sú síðasta sem hann leikstýrir. Nolan lyfti grettistaki af Leðurblökumanninum eftir að George Clooney hafði nánast gengið af honum dauðum. Nú er ljóst að Nolan hyggst gera sívinsælan þríleik og leikstjórinn hlakkar mikið til ef marka má viðtal við hann í Entertainment Weekly. „Ég er mjög ánægður með að gera aðra Batman-mynd, það hefði verið erfitt að setjast niður og skrifa eitthvað nýtt eftir Inception,“ útskýrir Nolan, en Inception er spáð mikilli velgengni á komandi Óskarsverðlaunahátíð. „Það verður mjög gott að skrifa eftir fyrirfram ákveðnum reglum og umhverfi Batman-heimsins.“ Nolan viðurkennir einnig að hann sé ákaflega ánægður með að vera að ljúka við síðasta kaflann í sögunni um auðjöfurinn Bruce Wayne, sem berst gegn þrjótum Gotham-borgar í líki Leðurblökumannsins. „Við þurfum ekki að hafa neinar áhyggjur af því hvað kvikmyndaverinu finnst, við getum bara gert þennan lokakafla nákvæmlega eins og við viljum.“ Nolan útilokaði ekki að notfæra sér ónotaðar upptökur með Heath Ledger í hlutverki Jókersins en slíkt yrði ekki gert án samþykkis frá fjölskyldu leikarans. Hann bætti einnig við að Gátumeistarinn verði ekki næsti aðalþrjótur. „Við notfærum okkur þær persónur sem eru til fyrir og svo verða einhverjar nýjar kynntar til leiks.“ Lífið Mest lesið Kristján Einar leitar sér aðstoðar Lífið Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Lífið Svona færðu fullnægingu án handa Lífið Nældi sér í einn umdeildan Lífið Hrósar eiginkonu Bruce Willis fyrir umönnun leikarans Lífið Yngsti Íslendingurinn frá upphafi sem safnar skákstigum Lífið Þjóðbúningurinn aðal skvísuflíkin í dag Tíska og hönnun Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Tónlist Íslenskur Hollywood-leikari selur íbúð í Seljahverfinu Lífið Fjarsambandinu loksins lokið Tónlist Fleiri fréttir Tælenskar salatvefjur í anda Cheesecake Factory Íslenskur Hollywood-leikari selur íbúð í Seljahverfinu Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Íbúð í Vesturbænum með mikinn karakter Hrósar eiginkonu Bruce Willis fyrir umönnun leikarans Kristján Einar leitar sér aðstoðar Yngsti Íslendingurinn frá upphafi sem safnar skákstigum Nældi sér í einn umdeildan Er hægt að komast yfir framhjáhald? Cardi B sýknuð af kröfu um líkamsárás á öryggisvörð Svona færðu fullnægingu án handa Huggulegustu hommar landsins kaupa heillandi hæð Súrsætir matcha-bitar úr smiðju danska sjarmatröllsins Skein jafn skært og demantshringurinn í Feneyjum Framsóknarprins fékk formannsnafn Sylvía Hall og Viddi Sig trúlofuð Pattra og Birgitta Líf með keppnisskapið og lúkkið upp á tíu „Og Rakel er á lausu!“ Mýtur um fjármál: Hræddur við YOLO-viðhorf Íslendinga Graham Greene er látinn Erfitt að geta ekki rætt meðgönguna við móður sína „Guð og karlmenn elska mig“ Júlíana Sara tekur við af Ásu Ninnu í Bakaríinu Hárprúður Eiður heillar Dúndurgóður hverdsdagsréttur Kóngurinn með kveðju til Íslendinga Lára og lyfjaprinsinn gáfu dótturinni nafn Afmælisdagurinn bara „venjulegur dagur“ og á ekki von á gjöfum Áralangt stofufangelsi, umdeild ákæra og játning í skiptum fyrir frelsi Frosti og Helga Gabríela flytja innan hverfis Sjá meira
Christian Bale lýsti því yfir fyrir nokkru að hann hygðist leggja skikkju Batman á hilluna eftir næstu mynd. Og nú hefur leikstjóri myndanna tekið af öll tvímæli; The Dark Knight Rises verður sú síðasta sem hann leikstýrir. Nolan lyfti grettistaki af Leðurblökumanninum eftir að George Clooney hafði nánast gengið af honum dauðum. Nú er ljóst að Nolan hyggst gera sívinsælan þríleik og leikstjórinn hlakkar mikið til ef marka má viðtal við hann í Entertainment Weekly. „Ég er mjög ánægður með að gera aðra Batman-mynd, það hefði verið erfitt að setjast niður og skrifa eitthvað nýtt eftir Inception,“ útskýrir Nolan, en Inception er spáð mikilli velgengni á komandi Óskarsverðlaunahátíð. „Það verður mjög gott að skrifa eftir fyrirfram ákveðnum reglum og umhverfi Batman-heimsins.“ Nolan viðurkennir einnig að hann sé ákaflega ánægður með að vera að ljúka við síðasta kaflann í sögunni um auðjöfurinn Bruce Wayne, sem berst gegn þrjótum Gotham-borgar í líki Leðurblökumannsins. „Við þurfum ekki að hafa neinar áhyggjur af því hvað kvikmyndaverinu finnst, við getum bara gert þennan lokakafla nákvæmlega eins og við viljum.“ Nolan útilokaði ekki að notfæra sér ónotaðar upptökur með Heath Ledger í hlutverki Jókersins en slíkt yrði ekki gert án samþykkis frá fjölskyldu leikarans. Hann bætti einnig við að Gátumeistarinn verði ekki næsti aðalþrjótur. „Við notfærum okkur þær persónur sem eru til fyrir og svo verða einhverjar nýjar kynntar til leiks.“
Lífið Mest lesið Kristján Einar leitar sér aðstoðar Lífið Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Lífið Svona færðu fullnægingu án handa Lífið Nældi sér í einn umdeildan Lífið Hrósar eiginkonu Bruce Willis fyrir umönnun leikarans Lífið Yngsti Íslendingurinn frá upphafi sem safnar skákstigum Lífið Þjóðbúningurinn aðal skvísuflíkin í dag Tíska og hönnun Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Tónlist Íslenskur Hollywood-leikari selur íbúð í Seljahverfinu Lífið Fjarsambandinu loksins lokið Tónlist Fleiri fréttir Tælenskar salatvefjur í anda Cheesecake Factory Íslenskur Hollywood-leikari selur íbúð í Seljahverfinu Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Íbúð í Vesturbænum með mikinn karakter Hrósar eiginkonu Bruce Willis fyrir umönnun leikarans Kristján Einar leitar sér aðstoðar Yngsti Íslendingurinn frá upphafi sem safnar skákstigum Nældi sér í einn umdeildan Er hægt að komast yfir framhjáhald? Cardi B sýknuð af kröfu um líkamsárás á öryggisvörð Svona færðu fullnægingu án handa Huggulegustu hommar landsins kaupa heillandi hæð Súrsætir matcha-bitar úr smiðju danska sjarmatröllsins Skein jafn skært og demantshringurinn í Feneyjum Framsóknarprins fékk formannsnafn Sylvía Hall og Viddi Sig trúlofuð Pattra og Birgitta Líf með keppnisskapið og lúkkið upp á tíu „Og Rakel er á lausu!“ Mýtur um fjármál: Hræddur við YOLO-viðhorf Íslendinga Graham Greene er látinn Erfitt að geta ekki rætt meðgönguna við móður sína „Guð og karlmenn elska mig“ Júlíana Sara tekur við af Ásu Ninnu í Bakaríinu Hárprúður Eiður heillar Dúndurgóður hverdsdagsréttur Kóngurinn með kveðju til Íslendinga Lára og lyfjaprinsinn gáfu dótturinni nafn Afmælisdagurinn bara „venjulegur dagur“ og á ekki von á gjöfum Áralangt stofufangelsi, umdeild ákæra og játning í skiptum fyrir frelsi Frosti og Helga Gabríela flytja innan hverfis Sjá meira
Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Tónlist
Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Tónlist