Skotárásir í Malmö vekja óhug meðal innflytjenda 23. október 2010 06:00 Lögreglan á vettvangi í fyrrakvöld Ekki þykir öruggt að skotárás á tvær konur inn um glugga í heimahúsi tengist hinum skotárásunum.nordicphotos/AFP Undanfarið ár hefur óþekktur byssumaður skotið á allt að fimmtán manns í Malmö. Síðast í fyrrakvöld var skotið á tvær konur inn um glugga í heimahúsi. Málið hefur að vonum vakið óhug meðal íbúa í Malmö. Ein kona hefur látið lífið, en margir særst alvarlega. Ljóst þykir að útlendingahatur stjórnar árásarmanninum, en stór hluti íbúa borgarinnar er af erlendum uppruna. Maðurinn er talinn vera 20 til 40 ára og vel kunnugur borginni. Líklegast þykir að maðurinn sé einn að verki. Hann lætur oftast til skarar skríða þegar kvölda tekur og virðist vera búinn að skipuleggja sig þannig að hann eigi jafnan örugga flóttaleið. Hann velur sér oft fórnarlömb á strætisvagnabiðstöðvum, þar sem fáir eru á ferli. Árásunum hefur fjölgað síðustu daga og vikur. Lögreglan í borginni hefur fengið til liðs við sig Eiler Augustsson, rannsóknarlögreglumann frá Stokkhólmi, sem átti stóran þátt í að upplýsa svipað mál fyrir nærri tveimur áratugum. Lögreglan gekk lengi vel út frá því að þessar skotárásir, sem allar beindust að karlmönnum af erlendum uppruna, væru tengdar glæpagengjum. Nýjasta árásin var frábrugðin hinum, því nú voru það tvær konur sem urðu fyrir skotum og þær voru þar að auki staddar í heimahúsi þegar skotið var á þær inn um glugga. Lögreglan segist þó ekki vera viss um að þar hafi sami maður verið að verki. Nítján ára piltur, sem handtekinn var í vikunni fyrir skotárás í borginni, er heldur ekki grunaður um að tengjast hinum árásunum. Ragnhildur Jónasdóttir, prestur í sænsku kirkjunni í Malmö, segir fólk aðeins á allra síðustu dögum hafa farið að átta sig á því að þarna væri líklega um einn og sama manninn að ræða. „Við höfum ekkert orðið vör við þetta í daglegu lífi okkar og nánasta umhverfi,“ segir Ragnhildur. Hún er prestur í St. Pauli-kirkjunni sem er miðsvæðis í borginni. Nokkrar skotárásanna voru gerðar í næsta nágrenni kirkjunnar, og sú síðasta átti sér stað í sama hverfi og húsvörður kirkjunnar býr í. „Að frétta það færir þetta allt saman nær okkur.“ Lögreglan hefur verið gagnrýnd nokkuð fyrir að upplýsa fólk ekki fyrr um þann grun sinn að þarna væri hugsanlega einn og sami maðurinn að verki. „Satt að segja held ég að lögreglan hefði verið svolítið virkari í þessu ef þetta hefðu verið venjulegir Svíar. Þeir hafa haldið að þetta væru glæpagengi innflytjenda og þess vegna ekki sett rannsókn þessa máls í forgang,“ segir Ragnhildur. „Lögreglan er samt loksins farin að rannsaka þetta almennilega og upplýsa almenning, og það er gott því þetta veldur ótta og öryggisleysi, einkum meðal innflytjenda. Fólk þorir ekki orðið að ganga úti, sérstaklega ekki á kvöldin.“ gudsteinn@frettabladid.is Erlent Fréttir Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Innlent Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Innlent Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Innlent Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Innlent Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin Innlent Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Innlent Fleiri fréttir „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Hafa fundið lík síðasta gíslsins á Gasa Sjá meira
Undanfarið ár hefur óþekktur byssumaður skotið á allt að fimmtán manns í Malmö. Síðast í fyrrakvöld var skotið á tvær konur inn um glugga í heimahúsi. Málið hefur að vonum vakið óhug meðal íbúa í Malmö. Ein kona hefur látið lífið, en margir særst alvarlega. Ljóst þykir að útlendingahatur stjórnar árásarmanninum, en stór hluti íbúa borgarinnar er af erlendum uppruna. Maðurinn er talinn vera 20 til 40 ára og vel kunnugur borginni. Líklegast þykir að maðurinn sé einn að verki. Hann lætur oftast til skarar skríða þegar kvölda tekur og virðist vera búinn að skipuleggja sig þannig að hann eigi jafnan örugga flóttaleið. Hann velur sér oft fórnarlömb á strætisvagnabiðstöðvum, þar sem fáir eru á ferli. Árásunum hefur fjölgað síðustu daga og vikur. Lögreglan í borginni hefur fengið til liðs við sig Eiler Augustsson, rannsóknarlögreglumann frá Stokkhólmi, sem átti stóran þátt í að upplýsa svipað mál fyrir nærri tveimur áratugum. Lögreglan gekk lengi vel út frá því að þessar skotárásir, sem allar beindust að karlmönnum af erlendum uppruna, væru tengdar glæpagengjum. Nýjasta árásin var frábrugðin hinum, því nú voru það tvær konur sem urðu fyrir skotum og þær voru þar að auki staddar í heimahúsi þegar skotið var á þær inn um glugga. Lögreglan segist þó ekki vera viss um að þar hafi sami maður verið að verki. Nítján ára piltur, sem handtekinn var í vikunni fyrir skotárás í borginni, er heldur ekki grunaður um að tengjast hinum árásunum. Ragnhildur Jónasdóttir, prestur í sænsku kirkjunni í Malmö, segir fólk aðeins á allra síðustu dögum hafa farið að átta sig á því að þarna væri líklega um einn og sama manninn að ræða. „Við höfum ekkert orðið vör við þetta í daglegu lífi okkar og nánasta umhverfi,“ segir Ragnhildur. Hún er prestur í St. Pauli-kirkjunni sem er miðsvæðis í borginni. Nokkrar skotárásanna voru gerðar í næsta nágrenni kirkjunnar, og sú síðasta átti sér stað í sama hverfi og húsvörður kirkjunnar býr í. „Að frétta það færir þetta allt saman nær okkur.“ Lögreglan hefur verið gagnrýnd nokkuð fyrir að upplýsa fólk ekki fyrr um þann grun sinn að þarna væri hugsanlega einn og sami maðurinn að verki. „Satt að segja held ég að lögreglan hefði verið svolítið virkari í þessu ef þetta hefðu verið venjulegir Svíar. Þeir hafa haldið að þetta væru glæpagengi innflytjenda og þess vegna ekki sett rannsókn þessa máls í forgang,“ segir Ragnhildur. „Lögreglan er samt loksins farin að rannsaka þetta almennilega og upplýsa almenning, og það er gott því þetta veldur ótta og öryggisleysi, einkum meðal innflytjenda. Fólk þorir ekki orðið að ganga úti, sérstaklega ekki á kvöldin.“ gudsteinn@frettabladid.is
Erlent Fréttir Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Innlent Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Innlent Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Innlent Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Innlent Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin Innlent Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Innlent Fleiri fréttir „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Hafa fundið lík síðasta gíslsins á Gasa Sjá meira