Skotárásir í Malmö vekja óhug meðal innflytjenda 23. október 2010 06:00 Lögreglan á vettvangi í fyrrakvöld Ekki þykir öruggt að skotárás á tvær konur inn um glugga í heimahúsi tengist hinum skotárásunum.nordicphotos/AFP Undanfarið ár hefur óþekktur byssumaður skotið á allt að fimmtán manns í Malmö. Síðast í fyrrakvöld var skotið á tvær konur inn um glugga í heimahúsi. Málið hefur að vonum vakið óhug meðal íbúa í Malmö. Ein kona hefur látið lífið, en margir særst alvarlega. Ljóst þykir að útlendingahatur stjórnar árásarmanninum, en stór hluti íbúa borgarinnar er af erlendum uppruna. Maðurinn er talinn vera 20 til 40 ára og vel kunnugur borginni. Líklegast þykir að maðurinn sé einn að verki. Hann lætur oftast til skarar skríða þegar kvölda tekur og virðist vera búinn að skipuleggja sig þannig að hann eigi jafnan örugga flóttaleið. Hann velur sér oft fórnarlömb á strætisvagnabiðstöðvum, þar sem fáir eru á ferli. Árásunum hefur fjölgað síðustu daga og vikur. Lögreglan í borginni hefur fengið til liðs við sig Eiler Augustsson, rannsóknarlögreglumann frá Stokkhólmi, sem átti stóran þátt í að upplýsa svipað mál fyrir nærri tveimur áratugum. Lögreglan gekk lengi vel út frá því að þessar skotárásir, sem allar beindust að karlmönnum af erlendum uppruna, væru tengdar glæpagengjum. Nýjasta árásin var frábrugðin hinum, því nú voru það tvær konur sem urðu fyrir skotum og þær voru þar að auki staddar í heimahúsi þegar skotið var á þær inn um glugga. Lögreglan segist þó ekki vera viss um að þar hafi sami maður verið að verki. Nítján ára piltur, sem handtekinn var í vikunni fyrir skotárás í borginni, er heldur ekki grunaður um að tengjast hinum árásunum. Ragnhildur Jónasdóttir, prestur í sænsku kirkjunni í Malmö, segir fólk aðeins á allra síðustu dögum hafa farið að átta sig á því að þarna væri líklega um einn og sama manninn að ræða. „Við höfum ekkert orðið vör við þetta í daglegu lífi okkar og nánasta umhverfi,“ segir Ragnhildur. Hún er prestur í St. Pauli-kirkjunni sem er miðsvæðis í borginni. Nokkrar skotárásanna voru gerðar í næsta nágrenni kirkjunnar, og sú síðasta átti sér stað í sama hverfi og húsvörður kirkjunnar býr í. „Að frétta það færir þetta allt saman nær okkur.“ Lögreglan hefur verið gagnrýnd nokkuð fyrir að upplýsa fólk ekki fyrr um þann grun sinn að þarna væri hugsanlega einn og sami maðurinn að verki. „Satt að segja held ég að lögreglan hefði verið svolítið virkari í þessu ef þetta hefðu verið venjulegir Svíar. Þeir hafa haldið að þetta væru glæpagengi innflytjenda og þess vegna ekki sett rannsókn þessa máls í forgang,“ segir Ragnhildur. „Lögreglan er samt loksins farin að rannsaka þetta almennilega og upplýsa almenning, og það er gott því þetta veldur ótta og öryggisleysi, einkum meðal innflytjenda. Fólk þorir ekki orðið að ganga úti, sérstaklega ekki á kvöldin.“ gudsteinn@frettabladid.is Erlent Fréttir Mest lesið Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Innlent Þingflokksformenn semja inn í nóttina Innlent Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Innlent Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí Innlent Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Innlent Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Fleiri fréttir Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy „Stóra fallega frumvarpið“ í gegn á einu atkvæði Öldungur dæmdur fyrir meira en hálfrar aldar gamalt morð Forsætisráðherra Taílands vikið úr embætti Fjarlægja loftslagsskýrslur og ætla að hætta að fjármagna rannsóknir Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Segja niðurskurð á þróunaraðstoð hafa skelfilegar afleiðingar Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Sjá meira
Undanfarið ár hefur óþekktur byssumaður skotið á allt að fimmtán manns í Malmö. Síðast í fyrrakvöld var skotið á tvær konur inn um glugga í heimahúsi. Málið hefur að vonum vakið óhug meðal íbúa í Malmö. Ein kona hefur látið lífið, en margir særst alvarlega. Ljóst þykir að útlendingahatur stjórnar árásarmanninum, en stór hluti íbúa borgarinnar er af erlendum uppruna. Maðurinn er talinn vera 20 til 40 ára og vel kunnugur borginni. Líklegast þykir að maðurinn sé einn að verki. Hann lætur oftast til skarar skríða þegar kvölda tekur og virðist vera búinn að skipuleggja sig þannig að hann eigi jafnan örugga flóttaleið. Hann velur sér oft fórnarlömb á strætisvagnabiðstöðvum, þar sem fáir eru á ferli. Árásunum hefur fjölgað síðustu daga og vikur. Lögreglan í borginni hefur fengið til liðs við sig Eiler Augustsson, rannsóknarlögreglumann frá Stokkhólmi, sem átti stóran þátt í að upplýsa svipað mál fyrir nærri tveimur áratugum. Lögreglan gekk lengi vel út frá því að þessar skotárásir, sem allar beindust að karlmönnum af erlendum uppruna, væru tengdar glæpagengjum. Nýjasta árásin var frábrugðin hinum, því nú voru það tvær konur sem urðu fyrir skotum og þær voru þar að auki staddar í heimahúsi þegar skotið var á þær inn um glugga. Lögreglan segist þó ekki vera viss um að þar hafi sami maður verið að verki. Nítján ára piltur, sem handtekinn var í vikunni fyrir skotárás í borginni, er heldur ekki grunaður um að tengjast hinum árásunum. Ragnhildur Jónasdóttir, prestur í sænsku kirkjunni í Malmö, segir fólk aðeins á allra síðustu dögum hafa farið að átta sig á því að þarna væri líklega um einn og sama manninn að ræða. „Við höfum ekkert orðið vör við þetta í daglegu lífi okkar og nánasta umhverfi,“ segir Ragnhildur. Hún er prestur í St. Pauli-kirkjunni sem er miðsvæðis í borginni. Nokkrar skotárásanna voru gerðar í næsta nágrenni kirkjunnar, og sú síðasta átti sér stað í sama hverfi og húsvörður kirkjunnar býr í. „Að frétta það færir þetta allt saman nær okkur.“ Lögreglan hefur verið gagnrýnd nokkuð fyrir að upplýsa fólk ekki fyrr um þann grun sinn að þarna væri hugsanlega einn og sami maðurinn að verki. „Satt að segja held ég að lögreglan hefði verið svolítið virkari í þessu ef þetta hefðu verið venjulegir Svíar. Þeir hafa haldið að þetta væru glæpagengi innflytjenda og þess vegna ekki sett rannsókn þessa máls í forgang,“ segir Ragnhildur. „Lögreglan er samt loksins farin að rannsaka þetta almennilega og upplýsa almenning, og það er gott því þetta veldur ótta og öryggisleysi, einkum meðal innflytjenda. Fólk þorir ekki orðið að ganga úti, sérstaklega ekki á kvöldin.“ gudsteinn@frettabladid.is
Erlent Fréttir Mest lesið Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Innlent Þingflokksformenn semja inn í nóttina Innlent Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Innlent Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí Innlent Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Innlent Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Fleiri fréttir Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy „Stóra fallega frumvarpið“ í gegn á einu atkvæði Öldungur dæmdur fyrir meira en hálfrar aldar gamalt morð Forsætisráðherra Taílands vikið úr embætti Fjarlægja loftslagsskýrslur og ætla að hætta að fjármagna rannsóknir Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Segja niðurskurð á þróunaraðstoð hafa skelfilegar afleiðingar Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Sjá meira