Skotárásir í Malmö vekja óhug meðal innflytjenda 23. október 2010 06:00 Lögreglan á vettvangi í fyrrakvöld Ekki þykir öruggt að skotárás á tvær konur inn um glugga í heimahúsi tengist hinum skotárásunum.nordicphotos/AFP Undanfarið ár hefur óþekktur byssumaður skotið á allt að fimmtán manns í Malmö. Síðast í fyrrakvöld var skotið á tvær konur inn um glugga í heimahúsi. Málið hefur að vonum vakið óhug meðal íbúa í Malmö. Ein kona hefur látið lífið, en margir særst alvarlega. Ljóst þykir að útlendingahatur stjórnar árásarmanninum, en stór hluti íbúa borgarinnar er af erlendum uppruna. Maðurinn er talinn vera 20 til 40 ára og vel kunnugur borginni. Líklegast þykir að maðurinn sé einn að verki. Hann lætur oftast til skarar skríða þegar kvölda tekur og virðist vera búinn að skipuleggja sig þannig að hann eigi jafnan örugga flóttaleið. Hann velur sér oft fórnarlömb á strætisvagnabiðstöðvum, þar sem fáir eru á ferli. Árásunum hefur fjölgað síðustu daga og vikur. Lögreglan í borginni hefur fengið til liðs við sig Eiler Augustsson, rannsóknarlögreglumann frá Stokkhólmi, sem átti stóran þátt í að upplýsa svipað mál fyrir nærri tveimur áratugum. Lögreglan gekk lengi vel út frá því að þessar skotárásir, sem allar beindust að karlmönnum af erlendum uppruna, væru tengdar glæpagengjum. Nýjasta árásin var frábrugðin hinum, því nú voru það tvær konur sem urðu fyrir skotum og þær voru þar að auki staddar í heimahúsi þegar skotið var á þær inn um glugga. Lögreglan segist þó ekki vera viss um að þar hafi sami maður verið að verki. Nítján ára piltur, sem handtekinn var í vikunni fyrir skotárás í borginni, er heldur ekki grunaður um að tengjast hinum árásunum. Ragnhildur Jónasdóttir, prestur í sænsku kirkjunni í Malmö, segir fólk aðeins á allra síðustu dögum hafa farið að átta sig á því að þarna væri líklega um einn og sama manninn að ræða. „Við höfum ekkert orðið vör við þetta í daglegu lífi okkar og nánasta umhverfi,“ segir Ragnhildur. Hún er prestur í St. Pauli-kirkjunni sem er miðsvæðis í borginni. Nokkrar skotárásanna voru gerðar í næsta nágrenni kirkjunnar, og sú síðasta átti sér stað í sama hverfi og húsvörður kirkjunnar býr í. „Að frétta það færir þetta allt saman nær okkur.“ Lögreglan hefur verið gagnrýnd nokkuð fyrir að upplýsa fólk ekki fyrr um þann grun sinn að þarna væri hugsanlega einn og sami maðurinn að verki. „Satt að segja held ég að lögreglan hefði verið svolítið virkari í þessu ef þetta hefðu verið venjulegir Svíar. Þeir hafa haldið að þetta væru glæpagengi innflytjenda og þess vegna ekki sett rannsókn þessa máls í forgang,“ segir Ragnhildur. „Lögreglan er samt loksins farin að rannsaka þetta almennilega og upplýsa almenning, og það er gott því þetta veldur ótta og öryggisleysi, einkum meðal innflytjenda. Fólk þorir ekki orðið að ganga úti, sérstaklega ekki á kvöldin.“ gudsteinn@frettabladid.is Erlent Fréttir Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Fleiri fréttir Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Sjá meira
Undanfarið ár hefur óþekktur byssumaður skotið á allt að fimmtán manns í Malmö. Síðast í fyrrakvöld var skotið á tvær konur inn um glugga í heimahúsi. Málið hefur að vonum vakið óhug meðal íbúa í Malmö. Ein kona hefur látið lífið, en margir særst alvarlega. Ljóst þykir að útlendingahatur stjórnar árásarmanninum, en stór hluti íbúa borgarinnar er af erlendum uppruna. Maðurinn er talinn vera 20 til 40 ára og vel kunnugur borginni. Líklegast þykir að maðurinn sé einn að verki. Hann lætur oftast til skarar skríða þegar kvölda tekur og virðist vera búinn að skipuleggja sig þannig að hann eigi jafnan örugga flóttaleið. Hann velur sér oft fórnarlömb á strætisvagnabiðstöðvum, þar sem fáir eru á ferli. Árásunum hefur fjölgað síðustu daga og vikur. Lögreglan í borginni hefur fengið til liðs við sig Eiler Augustsson, rannsóknarlögreglumann frá Stokkhólmi, sem átti stóran þátt í að upplýsa svipað mál fyrir nærri tveimur áratugum. Lögreglan gekk lengi vel út frá því að þessar skotárásir, sem allar beindust að karlmönnum af erlendum uppruna, væru tengdar glæpagengjum. Nýjasta árásin var frábrugðin hinum, því nú voru það tvær konur sem urðu fyrir skotum og þær voru þar að auki staddar í heimahúsi þegar skotið var á þær inn um glugga. Lögreglan segist þó ekki vera viss um að þar hafi sami maður verið að verki. Nítján ára piltur, sem handtekinn var í vikunni fyrir skotárás í borginni, er heldur ekki grunaður um að tengjast hinum árásunum. Ragnhildur Jónasdóttir, prestur í sænsku kirkjunni í Malmö, segir fólk aðeins á allra síðustu dögum hafa farið að átta sig á því að þarna væri líklega um einn og sama manninn að ræða. „Við höfum ekkert orðið vör við þetta í daglegu lífi okkar og nánasta umhverfi,“ segir Ragnhildur. Hún er prestur í St. Pauli-kirkjunni sem er miðsvæðis í borginni. Nokkrar skotárásanna voru gerðar í næsta nágrenni kirkjunnar, og sú síðasta átti sér stað í sama hverfi og húsvörður kirkjunnar býr í. „Að frétta það færir þetta allt saman nær okkur.“ Lögreglan hefur verið gagnrýnd nokkuð fyrir að upplýsa fólk ekki fyrr um þann grun sinn að þarna væri hugsanlega einn og sami maðurinn að verki. „Satt að segja held ég að lögreglan hefði verið svolítið virkari í þessu ef þetta hefðu verið venjulegir Svíar. Þeir hafa haldið að þetta væru glæpagengi innflytjenda og þess vegna ekki sett rannsókn þessa máls í forgang,“ segir Ragnhildur. „Lögreglan er samt loksins farin að rannsaka þetta almennilega og upplýsa almenning, og það er gott því þetta veldur ótta og öryggisleysi, einkum meðal innflytjenda. Fólk þorir ekki orðið að ganga úti, sérstaklega ekki á kvöldin.“ gudsteinn@frettabladid.is
Erlent Fréttir Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Fleiri fréttir Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Sjá meira