Stenst ekki skoðun 22. október 2010 06:00 Í greinargerð Mannréttindaráðs Reykjavíkurborgar sem lögð var fram á fundi þann 12. október síðastliðinn segir m.a.: ,,Því er beint til stofnana borgarinnar sem hafa starfandi áfallaráð að tryggt sé að fagaðilar komi að sálrænum áföllum í stað þess að leitað sé til trúar- eða lífsskoðunarfélaga." Undirrituð undrast þetta orðaval sem og annað stjórnarfólk í Prestafélagi Íslands. Sannarlega er menntun forstöðumanna eða starfsmanna trúar- eða lífsskoðunarfélaga misjafnlega háttað. En ljóst má vera hvaða menntun prestar Þjóðkirkjunnar, prestar Fríkirkjunnar í Reykjavík, Óháða safnaðarins og Fríkirkjunnar í Hafnarfirði búa yfir. Allir þessir aðilar hafa lokið a.m.k. fimm ára háskólanámi í guðfræði, auk þess sem margir hafa lokið viðbótarmenntun. Þeir eru allir fagaðilar m.a. á sviði áfallastuðnings, fræðslu um sorg og sorgarviðbrögð sem og eftirfylgd þeirra sem verða fyrir áföllum. Margir hafa sérmenntað sig á sviðum er lúta að sálgæslu, fjölskylduráðgjöf, handleiðslu og áfallastuðningi, svo fátt eitt sé nefnt. Símenntun er mikilvægur hluti starfa prestsins og einmitt hluti af starfsskyldum. Til símenntunar er hvatt sérstaklega af fagfélaginu m.a. fyrir tilstilli Vísindasjóðs Prestafélags Íslands sem og yfirstjórnar kirkjunnar. Sérstök áhersla hefur verið lögð á faghandleiðslu undanfarinn áratug og hafa prestar ávallt átt greiðan aðgang að faghandleiðslu innan Þjóðkirkjunnar. Einn hluti margbreytilegra starfa prestsins er þjónusta sem veitt er á forsendum þess sem þjónað er. Fjölmenning er veruleiki skólasamfélagsins og því er augljóst að þjónusta presta svo sem vegna áfalla er veitt í skólum á forsendum nemenda og skóla. Sem embættismenn sinna prestar Þjóðkirkjunnar þjónustu við skóla vegna áfalla án endurgjalds og er sú þjónusta hluti af þeim embættisskyldum að veita þjónustu óháð trúfélagaaðild. Hið sama á við um presta Fríkirkjunnar í Hafnarfirði, Fríkirkjunnar í Reykjavík og Óháða safnaðarins, þ.e. þeir sinna þjónustu v. áfalla t.d. við skóla án endurgjalds. Oft er einföld skýring á því hvers vegna prestur er kallaður til vegna áfalla fremur en annar fagaðili. Tökum dæmi úr þessari viku. Nemandi grunnskóla missir nákominn ættingja skyndilega, skólinn kallar til fagaðila sem er prestur til þess að ræða við bekk nemandans um áföll og stuðning. Hlutverk prestsins er að veita fræðslu og stuðning en alls ekki að sinna boðun. Sá stuðningur nær oftar en ekki einnig til kennara og foreldra. Sá prestur sem kallaður er til er sá hinn sami og kallaður var út að kvöldlagi af lögreglu til að sinna fjölskyldunni, sá sami og sér síðar um kistulagningu, útför og eftirfylgd viðkomandi fjölskyldu. Hann er því mikilvægur tengiliður skóla, nemenda, foreldra, lögreglu, heilbrigðisstétta og fjölskyldu. Mikil og góð samvinna hefur verið á milli þessara aðila þegar áföll verða. Samvinna sem gefið hefur góða raun. Af þessu leiðir að yfirlýsing Mannréttindaráðs Reykjavíkur stenst ekki skoðun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Skoðun Mest lesið „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun Betri er auðmjúkur syndari en drambsamur dýrlingur Stefanía Arnardóttir Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Þúsundir á vergangi - Upplýsa verður ranglætið Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Hæstvirtur dómsmálaráðherra, við ætlumst til meira af þér Matthías Kormáksson Skoðun 27-faldur hagnaður!? Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Kærleikur í kaós Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun Er sjávarútvegurinn bara aukaleikari? Kristófer Máni Sigursveinsson Skoðun Hver er stefna Viðreisnar í heilbrigðismálum og hvernig virkar hún í praksis? Sigurrós Huldudóttir Skoðun Skoðun Skoðun Börn, ungmenni og geðheilsa Tómas Þór Þórðarson,Gunnar Örn Jóhannsson skrifar Skoðun Kærleikur í kaós Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Kærleikur í kaós Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Þúsundir á vergangi - Upplýsa verður ranglætið Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins á meðal fólks Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun Er sjávarútvegurinn bara aukaleikari? Kristófer Máni Sigursveinsson skrifar Skoðun Hæstvirtur dómsmálaráðherra, við ætlumst til meira af þér Matthías Kormáksson skrifar Skoðun Kennarar – sanngjörn laun? Ólöf P. Úlfarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfsvígstíðni - Gerum betur Þórarinn Guðni Helgason skrifar Skoðun Kæru kennarar Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfbærni á dagskrá, takk! Hafdís Hanna Ægisdóttir,Eva Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kynslóðasáttmálann má ekki rjúfa Finnbjörn A. Hermannsson,Eyjólfur Árni Rafnsson skrifar Skoðun „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir skrifar Skoðun Fyrirhyggjan tryggir lágt og stöðugt verð Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gerum betur – breytum þessu Arnar Páll Guðmundsson skrifar Skoðun Það eiga allir séns Steinunn Ósk Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Andleg þrautseigja: Að vaxa í gegnum áskoranir Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Bleiki fíllinn í herberginu Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Ungt fólk, hvatningar til að nýta kosningarétt sinn og að mynda sér eigin skoðun Elmar Ægir Eysteinsson skrifar Skoðun Breytum þessari sérhagsmunagæslu Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Laumu risinn í landsframleiðslunni Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Sköpun og paradísarmissir Dr. Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Hver er stefna Viðreisnar í heilbrigðismálum og hvernig virkar hún í praksis? Sigurrós Huldudóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Plan í heilbrigðis- og öldrunarmálum - þjóðarátak í umönnun eldra fólks Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Samfylkingin er með plan um að lögfesta leikskólastigið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir skrifar Skoðun Er barnið sjúkt í sykur? Elísabet Konráðsdóttir,Margrét Sigmundsdóttir skrifar Skoðun Ákall um jákvæða hvata til grænna fjárfestinga Kristín Þöll Skagfjörð skrifar Sjá meira
Í greinargerð Mannréttindaráðs Reykjavíkurborgar sem lögð var fram á fundi þann 12. október síðastliðinn segir m.a.: ,,Því er beint til stofnana borgarinnar sem hafa starfandi áfallaráð að tryggt sé að fagaðilar komi að sálrænum áföllum í stað þess að leitað sé til trúar- eða lífsskoðunarfélaga." Undirrituð undrast þetta orðaval sem og annað stjórnarfólk í Prestafélagi Íslands. Sannarlega er menntun forstöðumanna eða starfsmanna trúar- eða lífsskoðunarfélaga misjafnlega háttað. En ljóst má vera hvaða menntun prestar Þjóðkirkjunnar, prestar Fríkirkjunnar í Reykjavík, Óháða safnaðarins og Fríkirkjunnar í Hafnarfirði búa yfir. Allir þessir aðilar hafa lokið a.m.k. fimm ára háskólanámi í guðfræði, auk þess sem margir hafa lokið viðbótarmenntun. Þeir eru allir fagaðilar m.a. á sviði áfallastuðnings, fræðslu um sorg og sorgarviðbrögð sem og eftirfylgd þeirra sem verða fyrir áföllum. Margir hafa sérmenntað sig á sviðum er lúta að sálgæslu, fjölskylduráðgjöf, handleiðslu og áfallastuðningi, svo fátt eitt sé nefnt. Símenntun er mikilvægur hluti starfa prestsins og einmitt hluti af starfsskyldum. Til símenntunar er hvatt sérstaklega af fagfélaginu m.a. fyrir tilstilli Vísindasjóðs Prestafélags Íslands sem og yfirstjórnar kirkjunnar. Sérstök áhersla hefur verið lögð á faghandleiðslu undanfarinn áratug og hafa prestar ávallt átt greiðan aðgang að faghandleiðslu innan Þjóðkirkjunnar. Einn hluti margbreytilegra starfa prestsins er þjónusta sem veitt er á forsendum þess sem þjónað er. Fjölmenning er veruleiki skólasamfélagsins og því er augljóst að þjónusta presta svo sem vegna áfalla er veitt í skólum á forsendum nemenda og skóla. Sem embættismenn sinna prestar Þjóðkirkjunnar þjónustu við skóla vegna áfalla án endurgjalds og er sú þjónusta hluti af þeim embættisskyldum að veita þjónustu óháð trúfélagaaðild. Hið sama á við um presta Fríkirkjunnar í Hafnarfirði, Fríkirkjunnar í Reykjavík og Óháða safnaðarins, þ.e. þeir sinna þjónustu v. áfalla t.d. við skóla án endurgjalds. Oft er einföld skýring á því hvers vegna prestur er kallaður til vegna áfalla fremur en annar fagaðili. Tökum dæmi úr þessari viku. Nemandi grunnskóla missir nákominn ættingja skyndilega, skólinn kallar til fagaðila sem er prestur til þess að ræða við bekk nemandans um áföll og stuðning. Hlutverk prestsins er að veita fræðslu og stuðning en alls ekki að sinna boðun. Sá stuðningur nær oftar en ekki einnig til kennara og foreldra. Sá prestur sem kallaður er til er sá hinn sami og kallaður var út að kvöldlagi af lögreglu til að sinna fjölskyldunni, sá sami og sér síðar um kistulagningu, útför og eftirfylgd viðkomandi fjölskyldu. Hann er því mikilvægur tengiliður skóla, nemenda, foreldra, lögreglu, heilbrigðisstétta og fjölskyldu. Mikil og góð samvinna hefur verið á milli þessara aðila þegar áföll verða. Samvinna sem gefið hefur góða raun. Af þessu leiðir að yfirlýsing Mannréttindaráðs Reykjavíkur stenst ekki skoðun.
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun
Hver er stefna Viðreisnar í heilbrigðismálum og hvernig virkar hún í praksis? Sigurrós Huldudóttir Skoðun
Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigríður Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir skrifar
Skoðun Ungt fólk, hvatningar til að nýta kosningarétt sinn og að mynda sér eigin skoðun Elmar Ægir Eysteinsson skrifar
Skoðun Hver er stefna Viðreisnar í heilbrigðismálum og hvernig virkar hún í praksis? Sigurrós Huldudóttir skrifar
Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Plan í heilbrigðis- og öldrunarmálum - þjóðarátak í umönnun eldra fólks Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun
Hver er stefna Viðreisnar í heilbrigðismálum og hvernig virkar hún í praksis? Sigurrós Huldudóttir Skoðun