Björgvin klár í risahelgi 4. desember 2010 08:00 Stund milli stríða. Björgvin notaði tækifærið þegar hann fékk smá frí og kíkti á netið á nýju iPad-tölvunni sinni. Fréttablaðið/Daníel Björgvin Halldórsson býður upp á sannkallað jólalagahlaðborð í Laugardalshöllinni þegar einvalalið jólagesta hans treður upp á fernum tónleikum. Búist er við tólf þúsund gestum. „Mér líst ofsalega vel á þetta og það er í raun ótrúlegt að þetta skuli vera í dag," segir Björgvin Halldórsson. Eins og Fréttablaðið greindi frá í vikunni ríkir hálfgert jólatónleikaæði hjá íslensku þjóðinni. Um tólf þúsund gestir leggja leið sína í Laugardalinn um helgina og hlýða á Björgvin syngja jólalög ásamt valinkunnum gestum á borð við Paul Potts, Alexander Rybak, Jóhönnu Guðrúnu, Helga Björns og Kristján Jóhannsson. Stór hópur Gríðarlega stór hópur listamanna kemur að tónleikunum um helgina, strengjasveit, gospelkór, hrynsveit og barnakór. Fjórir tónleikar alls og svo Akureyri um næstu helgi.Sjálfur segist Björgvin vera í flottu formi og raunar alveg furðu rólegur og afslappaður þótt hann syngi í flestum lögunum.„Við erum náttúrlega í skýjunum yfir móttökunum og þessi mikli áhugi setur pressu á okkur. Mér finnst við vera með skothelt prógramm, sem er ekkert skrýtið með þetta lið á bak við okkur," útskýrir Björgvin og telur upp strengjasveitina undir stjórn Rolands Hartwell, hrynsveitina sem Þórir Baldursson stýrir, gospelkór Óskars Einarssonar, barnakór Kársnesskóla sem Þórunn Björnsdóttir heldur utan um og svo alla íslensku söngvarana sem stíga á stokk.Leikstjórinn Gunni Helga stýrir Björgvini á sviðinu.Í fyrsta skipti var brugðið á það ráð að ráða leikstjóra fyrir sýninguna, enda að mörgu að huga þegar jafnstór sýning er annars vegar. Gunnari Helgasyni var falið það vandasama verkefni og segir Björgvin hann lýsa sjálfum sér sem umferðarstjóra.„Kynnir með mér fyrir sunnan er síðan Örn Árnason en fyrir norðan verður það Margrét Blöndal," segir Björgvin, sem vonast til að allir gestir helgarinnar fari heim með smá jólaanda í brjósti sér.freyrgigja@frettabladid.is Lífið Mest lesið Sjö ára þrautaganga endaði með kraftaverki Lífið Unnur Birna og Daði eru nýtt par Lífið Pelsafár hraustra karlmanna geisar á landinu Lífið „Unun að troðið sé á manni þegar svona er“ Lífið Jón Ólafs og Hildur Vala keyptu í Vesturbænum Lífið Hvar er Donald Trump? Lífið Leggst undir hnífinn vegna brjóstakrabbameins og frestar túrnum Lífið „Einhvern tímann verðurðu að leyfa barninu þínu að flytja að heiman“ Lífið Krakkatía vikunnar: Kistuhylur, Kpop og Lína langsokkur Lífið Flottar flíkur og fylgihlutir fyrir haustið Lífið Fleiri fréttir Unnur Birna og Daði eru nýtt par Sjö ára þrautaganga endaði með kraftaverki Krakkatía vikunnar: Kistuhylur, Kpop og Lína langsokkur Hvar er Donald Trump? Hátíðin áminning um að veganismi sé lífsstíll en ekki megrunarkúr Fréttatía vikunnar: Fellibylur, körfubolti og Laufey Flottar flíkur og fylgihlutir fyrir haustið Indversk pizza að hætti Rakelar Maríu Trúlofuð en ekki búin að flytja inn saman „Einhvern tímann verðurðu að leyfa barninu þínu að flytja að heiman“ Bananakaka með silkimjúku súkkulaðikremi Svona heppnaðist hárígræðslan hjá Baldri og Einari Taka fyrir sambönd flugfreyja og flugmanna út frá sögum úr bransanum Jón Ólafs og Hildur Vala keyptu í Vesturbænum Leggst undir hnífinn vegna brjóstakrabbameins og frestar túrnum „Þetta var eins og Atlantis sem sökk“ Hafdís Huld bæjarlistamaður Mosfellsbæjar Vinsælast á Netflix og Spotify: Kóreskir djöflaveiðarar tröllríða öllu Silkimjúk súpa fyrir sálina Eru smáhrifavaldar að taka yfir markaðinn? Sex bestu veitingastaðirnir í Skandinavíu Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Fjölgar í fjölskyldu Maríu Birtu og Ella Ástarleikir á fjölbreyttum stöðum Fullkominn kókos og chiagrautur að hætti Elísabetar Mettu Sóley og Kormákur skáluðu í síðsumarsólinni Segir lýtaaðgerðir hennar leið til að eldast með reisn Kaupa glæsihús frænku Patriks Opnar sig eftir handtökuna Töluðu íslensku við mannhafið Sjá meira
Björgvin Halldórsson býður upp á sannkallað jólalagahlaðborð í Laugardalshöllinni þegar einvalalið jólagesta hans treður upp á fernum tónleikum. Búist er við tólf þúsund gestum. „Mér líst ofsalega vel á þetta og það er í raun ótrúlegt að þetta skuli vera í dag," segir Björgvin Halldórsson. Eins og Fréttablaðið greindi frá í vikunni ríkir hálfgert jólatónleikaæði hjá íslensku þjóðinni. Um tólf þúsund gestir leggja leið sína í Laugardalinn um helgina og hlýða á Björgvin syngja jólalög ásamt valinkunnum gestum á borð við Paul Potts, Alexander Rybak, Jóhönnu Guðrúnu, Helga Björns og Kristján Jóhannsson. Stór hópur Gríðarlega stór hópur listamanna kemur að tónleikunum um helgina, strengjasveit, gospelkór, hrynsveit og barnakór. Fjórir tónleikar alls og svo Akureyri um næstu helgi.Sjálfur segist Björgvin vera í flottu formi og raunar alveg furðu rólegur og afslappaður þótt hann syngi í flestum lögunum.„Við erum náttúrlega í skýjunum yfir móttökunum og þessi mikli áhugi setur pressu á okkur. Mér finnst við vera með skothelt prógramm, sem er ekkert skrýtið með þetta lið á bak við okkur," útskýrir Björgvin og telur upp strengjasveitina undir stjórn Rolands Hartwell, hrynsveitina sem Þórir Baldursson stýrir, gospelkór Óskars Einarssonar, barnakór Kársnesskóla sem Þórunn Björnsdóttir heldur utan um og svo alla íslensku söngvarana sem stíga á stokk.Leikstjórinn Gunni Helga stýrir Björgvini á sviðinu.Í fyrsta skipti var brugðið á það ráð að ráða leikstjóra fyrir sýninguna, enda að mörgu að huga þegar jafnstór sýning er annars vegar. Gunnari Helgasyni var falið það vandasama verkefni og segir Björgvin hann lýsa sjálfum sér sem umferðarstjóra.„Kynnir með mér fyrir sunnan er síðan Örn Árnason en fyrir norðan verður það Margrét Blöndal," segir Björgvin, sem vonast til að allir gestir helgarinnar fari heim með smá jólaanda í brjósti sér.freyrgigja@frettabladid.is
Lífið Mest lesið Sjö ára þrautaganga endaði með kraftaverki Lífið Unnur Birna og Daði eru nýtt par Lífið Pelsafár hraustra karlmanna geisar á landinu Lífið „Unun að troðið sé á manni þegar svona er“ Lífið Jón Ólafs og Hildur Vala keyptu í Vesturbænum Lífið Hvar er Donald Trump? Lífið Leggst undir hnífinn vegna brjóstakrabbameins og frestar túrnum Lífið „Einhvern tímann verðurðu að leyfa barninu þínu að flytja að heiman“ Lífið Krakkatía vikunnar: Kistuhylur, Kpop og Lína langsokkur Lífið Flottar flíkur og fylgihlutir fyrir haustið Lífið Fleiri fréttir Unnur Birna og Daði eru nýtt par Sjö ára þrautaganga endaði með kraftaverki Krakkatía vikunnar: Kistuhylur, Kpop og Lína langsokkur Hvar er Donald Trump? Hátíðin áminning um að veganismi sé lífsstíll en ekki megrunarkúr Fréttatía vikunnar: Fellibylur, körfubolti og Laufey Flottar flíkur og fylgihlutir fyrir haustið Indversk pizza að hætti Rakelar Maríu Trúlofuð en ekki búin að flytja inn saman „Einhvern tímann verðurðu að leyfa barninu þínu að flytja að heiman“ Bananakaka með silkimjúku súkkulaðikremi Svona heppnaðist hárígræðslan hjá Baldri og Einari Taka fyrir sambönd flugfreyja og flugmanna út frá sögum úr bransanum Jón Ólafs og Hildur Vala keyptu í Vesturbænum Leggst undir hnífinn vegna brjóstakrabbameins og frestar túrnum „Þetta var eins og Atlantis sem sökk“ Hafdís Huld bæjarlistamaður Mosfellsbæjar Vinsælast á Netflix og Spotify: Kóreskir djöflaveiðarar tröllríða öllu Silkimjúk súpa fyrir sálina Eru smáhrifavaldar að taka yfir markaðinn? Sex bestu veitingastaðirnir í Skandinavíu Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Fjölgar í fjölskyldu Maríu Birtu og Ella Ástarleikir á fjölbreyttum stöðum Fullkominn kókos og chiagrautur að hætti Elísabetar Mettu Sóley og Kormákur skáluðu í síðsumarsólinni Segir lýtaaðgerðir hennar leið til að eldast með reisn Kaupa glæsihús frænku Patriks Opnar sig eftir handtökuna Töluðu íslensku við mannhafið Sjá meira