Kvennalið Hauka í körfubolta hefur fengið góðan liðstyrk því danska landsliðskonan Kiki Lund mun spila með Íslandsmeisturunum út tímabilið. Lund er 26 ára skytta sem hefur leikið á Spáni undanfarið eina og hálfa árið. Haukar eru því fyrsta liðið í Iceland Express deild kvenna sem teflir fram tveimur erlendum leikmönnum í vetur.
Haukar léku sama leik í fyrra með góðum árangri en liðið bætti þá við sig erlendum leikmanni eftir áramót og tryggði sér síðan Íslandsmeistaratitilinn. Haukaliðið er nú í 6. sæti með 4 sigra í 11 leikjum en hefur tapað fjórum þeirra naumt og það hefur því vantað lítið upp á að liðið væri miklu ofar í töflunni.
Kiki Lund varð kosin besti leikmaður dönsku deildarinnar 2003-04 þegar hún spilaði með Horsnes Pirates og spilaði síðan í fjögur ár með Dayton-skólanum í bandaríska háskólaboltanum. Lund var með 16,5 stig, 3,4 fráköst og 2,8 stoðsendingar að meðaltali síðasta tímabil sitt með Horsens.
Lund var með 5,8 stig, 1,3 frákast og 1,5 stoðsendingar í leik með Dayton-skólanum en hún skoraði 154 þriggja stiga körfur í 120 leikjum með skólanum og nýtti meira 39 prósent langskota sinna.
Lund lék á síðustu leiktíð með liði Iniexsa Cáceres í spænsku b-deildinni þar sem að hún var með 9,3 stig, 2.5 fráköst og 1,5 stoðsendingu í leik en hún hitti þá úr 77 af 179 þriggja stiga skotum sínum í 30 leikjum sem gerir 3 prósent nýtingu.
Lund lék fyrir áramót með Arranz Jopisa Burgos í spænsku b-deildinni þar sem hún var með 2,5 stig að meðaltali á 10,3 mínútum í leik.
Ná Haukakonur að leika sama leik og í fyrra?
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið


Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við
Enski boltinn

„Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“
Körfubolti

Þórir ráðinn til HSÍ
Handbolti


Tímabilinu líklega lokið hjá Orra
Fótbolti



Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum
Enski boltinn
